Samúel Kári og Patrik byrjuðu báði inn á þegar Viking tapaði fyrir Sandefjord 1-2 á heimavelli. Úrslitin þýða að Viking missa Molde og Lilleström bæði lengra frá sér í toppbaráttunni en halda sér í þriðja sæti deildarinnar.
Hólmbert Aron Friðjónsson kom inn á þegar fimm mínútur voru eftir af leik Lilleström og Rosenborg sem endaði 3-1 fyrir toppliðinu sem hélt toppsætinu en liðið í öðru sæti vann einnig. Molde lagði Odd Grenland 2-1og styrktu þeir þá stöðu sína í öðru sæti deildarinnar en eins og áður sagði tapaði Viking stigum í þriðja sætinu.
Að auki vann Kamarkameratene Jerv á útivelli 2-1 og Tromsö og Haugesund gerðu 1-1 jafntefli.