Álasund komst í 2-0 þegar 67 mínútur voru liðnar af leiknum en mörkin skoruðu þeir Haugen og Kallevåg. Våleranga gerði þó vel í því að koma til baka og jafna með tveimur mörkum með þriggja mínútna millibili. Eng skoraði fyrra mark gestanna á 82. mínútu og Näsberg fullkomnaði endurkomuna með marki í 85. mínútu.
Álasund er í sjöunda sæti deildarinnar með 16 stig en Våleranga situr í því 13 með 11 stig og eru einu sæti fyrir ofan umspilssæti um að falla niður um deild.
Eins og áður sagði þá var Viðar Örn Kjartansson ekki í hóp Våleranga. Það vekur athygli en hann er markahæsti leikmaður liðsins með fjögur mörk og engar fréttir af meiðslum hafa komið upp. Heimildir Fótbolta.net herma þó að hann hafi í hyggju að yfirgefa liðið og getur það haft áhrif á það að Viðar sé ekki valinn í liðið. Engar fréttir eru þó af því hvert kappinn ætlar að fara eða hvenær en samkvæmt ofangreindum heimildum gæti Besta deildin orðið áfangastaður en Viðar vill fá nýja áskorun.