Stöð 2 Sport
Breiðablik tekur á móti KA og hefjast leikar kl. 19:00 í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Blikar töpuðu fyrsta leik sínum í sumar í síðustu umferð og vilja passa upp á það að tapa ekki tveimur leikjum í röð. Arnar Grétarss. snýr heim og honum líður ágætlega í Kópavoginum.
Klukkan 21:15 tekur Stúkan við fer yfir leikina sem fara fram í dag.
Stöð 2 Besta-deildin
Fram og ÍBV mætast í Úlfarsársfelli í fyrsta leik dagsins og byrjar útsendingin kl. 17:55 en liðin eru í neðri helming deildarinnar og er ÍBV að leita að fyrsta sigrinum sínum.
Stöð 2 Besta-deildin 2
Stjarnan tekur á móti KR kl. 19:10 í beinni útsendingu. Bæði lið gerðu jafntefli í síðustu umferð og vilja væntanlega kvitta fyrir það í dag.