Lukaku gæti snúið aftur til Inter og Sterling farið til Chelsea í staðinn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. júní 2022 11:30 Romelu Lukaku gæti snúið aftur til Ítalíu. Robin Jones/Getty Images Svo virðist sem belgíski framherjinn Romelu Lukaku sé við það að ganga í raðir Inter á Ítalíu á láni, tæpu ári eftir að hann varð dýrasti leikmaður Chelsea frá upphafi. Þá hefur Chelsea áhuga á að fá Raheem Sterling, framherja Englandsmeistara Manchester City, í sínar raðir. Chelsea keypti Lukaku til liðsins frá Inter í ágúst á síðasta ári fyrir 97,5 milljónir punda. Með Inter varð Lukaku Ítalíumeistari og hefur ekki farið leynt með það hversu vel honum leið hjá ítalska stórveldinu. Samkvæmt hinum ýmsu miðlum á Bretlandseyjum virðist nú sem það sé aðeins tímaspursmál hvenær Lukaku verði kynntur sem leikmaður Inter á nýjan leik. Sky Sports er meðal þeirra miðla sem greina frá. Lögræðingur leikmannsinns, Sebastien Ledure, sér um samningaviðræður fyrir hönd Lukaku þar sem samningur framherjans við umboðsmanninn sinn rennur út um mánaðarmótin. Félögin tvö, Chelsea og Inter, ræddu um hvernig lánssamningi leikmannsinns yrði háttað, en talið er að um fimm milljónum punda muni á því sem Chelsea vill og því sem Inter er tilbúið að borga. Talið er að Chelsea vilji fá tíu milljónir punda, en Inter sé tilbúið að bjóða fimm milljónir í lánsfé. Romelu Lukaku deal. Inter and Chelsea are still in talks on the loan fee value after €10m plus add-ons price tag discussed yesterday. Inter are confident and pushing to get it done very soon. 🔵🇧🇪 #CFC Chelsea would save Lukaku's full salary and receive fee for one year loan.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 20, 2022 Ef samningar nást á milli Chelsea og Inter þá losar það um umtalsverða fjármuni sem Chelsea getur nýtt í leikmannakaup og launakostnað, enda borgar Lundúnaliðið leikmanninum 350 þúsund pund á viku. Forráðamenn Chelsea eru þá nokkuð vissir um að þeir geti lokkað Raheem Sterling, framherja Englandsmeistara Manchester City, til liðsins. Samkvæmt heimildarmönnum Sky Sports þarf Chelsea að reiða fram um 60 milljónir punda til að klófesta Sterling sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá City. Þessir sömu heimildarmenn segja þó einnig að forráðamönnum Chelsea þyki 35 milljónir punda sanngjarnara verð. Það væri þá svipuð upphæð og Bayern München greiðir fyrir Sadio Mané frá Liverpool sem einnig á eitt ár eftir af samningi sínum hjá þeim rauðklæddu. Raheem Sterling gæti verið á leið frá Englandsmeisturum Manchester City.Shaun Botterill/Getty Images Enski boltinn Tengdar fréttir Sterling sterklega orðaður við Chelsea Fram kemur í enskum fjölmiðlum að enski landsliðsmaðurinn í fótbolta Raheem Sterling gæti verið á leiðinni frá Manchester City til Chelsea. 10. júní 2022 07:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Chelsea keypti Lukaku til liðsins frá Inter í ágúst á síðasta ári fyrir 97,5 milljónir punda. Með Inter varð Lukaku Ítalíumeistari og hefur ekki farið leynt með það hversu vel honum leið hjá ítalska stórveldinu. Samkvæmt hinum ýmsu miðlum á Bretlandseyjum virðist nú sem það sé aðeins tímaspursmál hvenær Lukaku verði kynntur sem leikmaður Inter á nýjan leik. Sky Sports er meðal þeirra miðla sem greina frá. Lögræðingur leikmannsinns, Sebastien Ledure, sér um samningaviðræður fyrir hönd Lukaku þar sem samningur framherjans við umboðsmanninn sinn rennur út um mánaðarmótin. Félögin tvö, Chelsea og Inter, ræddu um hvernig lánssamningi leikmannsinns yrði háttað, en talið er að um fimm milljónum punda muni á því sem Chelsea vill og því sem Inter er tilbúið að borga. Talið er að Chelsea vilji fá tíu milljónir punda, en Inter sé tilbúið að bjóða fimm milljónir í lánsfé. Romelu Lukaku deal. Inter and Chelsea are still in talks on the loan fee value after €10m plus add-ons price tag discussed yesterday. Inter are confident and pushing to get it done very soon. 🔵🇧🇪 #CFC Chelsea would save Lukaku's full salary and receive fee for one year loan.— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) June 20, 2022 Ef samningar nást á milli Chelsea og Inter þá losar það um umtalsverða fjármuni sem Chelsea getur nýtt í leikmannakaup og launakostnað, enda borgar Lundúnaliðið leikmanninum 350 þúsund pund á viku. Forráðamenn Chelsea eru þá nokkuð vissir um að þeir geti lokkað Raheem Sterling, framherja Englandsmeistara Manchester City, til liðsins. Samkvæmt heimildarmönnum Sky Sports þarf Chelsea að reiða fram um 60 milljónir punda til að klófesta Sterling sem á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá City. Þessir sömu heimildarmenn segja þó einnig að forráðamönnum Chelsea þyki 35 milljónir punda sanngjarnara verð. Það væri þá svipuð upphæð og Bayern München greiðir fyrir Sadio Mané frá Liverpool sem einnig á eitt ár eftir af samningi sínum hjá þeim rauðklæddu. Raheem Sterling gæti verið á leið frá Englandsmeisturum Manchester City.Shaun Botterill/Getty Images
Enski boltinn Tengdar fréttir Sterling sterklega orðaður við Chelsea Fram kemur í enskum fjölmiðlum að enski landsliðsmaðurinn í fótbolta Raheem Sterling gæti verið á leiðinni frá Manchester City til Chelsea. 10. júní 2022 07:00 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Íslenski boltinn Arsenal í undanúrslit eftir vító Enski boltinn Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Handbolti Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Handbolti Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Enski boltinn Glódís framlengir samninginn við Bayern Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Chelsea setur sig í samband við Semenyo Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Sjá meira
Sterling sterklega orðaður við Chelsea Fram kemur í enskum fjölmiðlum að enski landsliðsmaðurinn í fótbolta Raheem Sterling gæti verið á leiðinni frá Manchester City til Chelsea. 10. júní 2022 07:00