Veitingastaðurinn var ein af helstu táknmyndum borgarinnar, hafandi verið starfræktur í nærri hálfa öld og brugðið fyrir í ýmsum kvikmyndum.
Kórónuveirufaraldurinn lék veitingastaðinn hins vegar grátt og var honum lokað í mars 2020. Ekki reyndist unnt að opna hann aftur. Var þá ákveðið að flytja hann á ónefndan stað.
Veitingastaðurinn var dreginn í burtu í síðustu viku. Það heppnaðist þó ekki betur en svo að veitingastaðurinn sökk í Suður-Kínahafi.

Eigendur veitingastaðarins segja veitingastaðinn hafa sokkið á um eitt þúsund metra dýpi og því sé ógerlegt að reyna björgunaraðgerðir. Fyrir flutninginn höfðu verkfræðingar skoðað veitingastaðinn og gefið grænt ljós á flutninginn. Á leiðinni versnuðu veðuraðstæður og veitingastaðurinn tók á sig vatn, með fyrrgreindum afleiðingum.
Talið er að yfir þrjár milljónir manna hafi snætt á veitingastaðnum á þeirri hálfri öld sem hann var starfræktur. Má þar nefna Elísabet II Bretlandsdrottningu, leikarann Tom Cruise og auðkýfinginn Richard Branson.
VIDEO: Hong Kong's Jumbo Floating Restaurant is towed out of the city after years of revitalisation efforts went nowhere pic.twitter.com/q5Ho3VmAkP
— AFP News Agency (@AFP) June 14, 2022