Bestu mörkin: Ef að KR sér ekki hag í því að ná í leikmenn núna þá veit ég ekki hvað Sindri Sverrisson skrifar 21. júní 2022 10:00 KR hóf Íslandsmótið í brekku en fékk svo leikmenn heim úr háskólanámi í Bandaríkjunum og leikheimild fyrir erlenda leikmenn sína. vísir/vilhelm Helena Ólafsdóttir og sérfræðingar hennar í Bestu mörkunum lýstu í síðasta þætti áhyggjum sínum af stöðu leikmannamála hjá KR sem situr í fallsæti í Bestu deildinni, að minnsta kosti fram í ágúst. Eftir afar erfiða byrjun á mótinu hafa KR-ingar rétt aðeins úr kútnum í síðustu leikjum með 3-3 jafntefli við Þór/KA á Akureyri og 3-1 sigri gegn Keflavík í Reykjanesbæ. „Í upphafi móts voru útlendingarnir ekki að spila og þær sem voru erlendis í skóla voru ekki komnar. Núna fyrst sýnir liðið að það á alveg heima í þessari deild,“ sagði Helena í Bestu mörkunum en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - KR mun missa leikmenn „Algjörlega,“ tók Harpa Þorsteinsdóttir undir. Maðurinn hennar, Jóhannes Karl Sigursteinsson, stýrði KR í upphafi móts þrátt fyrir að hafa sagt upp í byrjun maí en ein ástæðan sem Jóhannes Karl nefndi fyrir þeirri ákvörðun var hve seint gekk að fá leikheimild fyrir erlenda leikmenn félagsins. „Liðið sem var lagt upp með að myndi spila“ Christopher Harrington og Arnar Páll Garðarsson voru ráðnir til að taka við af Jóhannesi Karli og hafa í höndum stærri og betri leikmannahóp eins og Helena benti á hér að ofan. „Þetta er liðið sem var lagt upp með að myndi spila í efstu deild,“ sagði Helena. „Það sem að maður hefur kannski áhyggjur af er að öll seinni umferðin er eftir og einhverjir leikmenn fara aftur út [í háskólanám í ágúst]. Ég veit ekki hvort það bætast mögulega einhverjar við í staðinn fyrir leikmennina sem fara út. Hvað ætlar KR að gera í seinni hlutanum? Ætla þau að fá fleiri erlenda leikmenn? Því ég held að það sé alveg ljóst að þau verða að styrkja sig fyrir seinni hlutann ef ætlunin er að halda þessari spilamennsku uppi,“ sagði Harpa. „Búið að opna þetta allt saman aftur“ Mist Rúnarsdóttir tók í sama streng: „Það sem að KR hefur haft fram yfir önnur lið í síðustu 3-4 umferðum er að þar er að bætast í hópinn og ferskir fætur að koma inn, á meðan að það er svolítið að halla undan fæti annars staðar hvað varðar hverjar eru heilar heilsu og hve margar mínútur leikmenn taka. Það er spurning hvað gerist þegar þetta núllast út og einhverjar hverfa aftur í nám.“ Helena velti því upp hvort að KR hlyti ekki að sjá sér hag í að ná í leikmenn í félagaskiptaglugganum í júlí, í viðleitni til að halda liðinu uppi í efstu deild: „Með þessum úrslitum, sterku stigi fyrir norðan og sigri í þessum útileik [gegn Keflavík], og að vera búnar að fara á erfiða útivelli… Ef að félagið sér ekki hag í því að ná í leikmenn – þær eiga möguleika eins og önnur lið þarna á botninum – þá veit ég ekki hvað,“ sagði Helena en KR er núna þremur stigum frá næsta örugga sæti. „Það er búið að opna þetta allt saman aftur og þær eru rétt á eftir næstu liðum,“ sagði Mist. Keppni í deildinni hefst að nýju 28. júlí, eftir EM-hléið, en KR er þremur stigum á eftir Keflavík og Þór/KA og stigi fyrir ofan botnlið Aftureldingar. „Fyrir tveimur vikum síðan vorum við að tala um að liðin væru að slítast frá botninum en allt í einu erum við að horfa á rosapakka þar,“ sagði Harpa. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Bestu mörkin Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Spánarferðir, frí án kvaða og skrepptúrar á EM í pásunni löngu Í gær kom íslenska kvennalandsliðið í fótbolta saman til æfinga fyrir Evrópumótið í Englandi. Það þýðir jafnframt að nú er komið frí í Bestu deildinni og því lýkur ekki fyrr en 28. júlí. Mismunandi er hvernig liðin í deildinni nýta hléið. 21. júní 2022 09:00 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Sjá meira
Eftir afar erfiða byrjun á mótinu hafa KR-ingar rétt aðeins úr kútnum í síðustu leikjum með 3-3 jafntefli við Þór/KA á Akureyri og 3-1 sigri gegn Keflavík í Reykjanesbæ. „Í upphafi móts voru útlendingarnir ekki að spila og þær sem voru erlendis í skóla voru ekki komnar. Núna fyrst sýnir liðið að það á alveg heima í þessari deild,“ sagði Helena í Bestu mörkunum en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Bestu mörkin - KR mun missa leikmenn „Algjörlega,“ tók Harpa Þorsteinsdóttir undir. Maðurinn hennar, Jóhannes Karl Sigursteinsson, stýrði KR í upphafi móts þrátt fyrir að hafa sagt upp í byrjun maí en ein ástæðan sem Jóhannes Karl nefndi fyrir þeirri ákvörðun var hve seint gekk að fá leikheimild fyrir erlenda leikmenn félagsins. „Liðið sem var lagt upp með að myndi spila“ Christopher Harrington og Arnar Páll Garðarsson voru ráðnir til að taka við af Jóhannesi Karli og hafa í höndum stærri og betri leikmannahóp eins og Helena benti á hér að ofan. „Þetta er liðið sem var lagt upp með að myndi spila í efstu deild,“ sagði Helena. „Það sem að maður hefur kannski áhyggjur af er að öll seinni umferðin er eftir og einhverjir leikmenn fara aftur út [í háskólanám í ágúst]. Ég veit ekki hvort það bætast mögulega einhverjar við í staðinn fyrir leikmennina sem fara út. Hvað ætlar KR að gera í seinni hlutanum? Ætla þau að fá fleiri erlenda leikmenn? Því ég held að það sé alveg ljóst að þau verða að styrkja sig fyrir seinni hlutann ef ætlunin er að halda þessari spilamennsku uppi,“ sagði Harpa. „Búið að opna þetta allt saman aftur“ Mist Rúnarsdóttir tók í sama streng: „Það sem að KR hefur haft fram yfir önnur lið í síðustu 3-4 umferðum er að þar er að bætast í hópinn og ferskir fætur að koma inn, á meðan að það er svolítið að halla undan fæti annars staðar hvað varðar hverjar eru heilar heilsu og hve margar mínútur leikmenn taka. Það er spurning hvað gerist þegar þetta núllast út og einhverjar hverfa aftur í nám.“ Helena velti því upp hvort að KR hlyti ekki að sjá sér hag í að ná í leikmenn í félagaskiptaglugganum í júlí, í viðleitni til að halda liðinu uppi í efstu deild: „Með þessum úrslitum, sterku stigi fyrir norðan og sigri í þessum útileik [gegn Keflavík], og að vera búnar að fara á erfiða útivelli… Ef að félagið sér ekki hag í því að ná í leikmenn – þær eiga möguleika eins og önnur lið þarna á botninum – þá veit ég ekki hvað,“ sagði Helena en KR er núna þremur stigum frá næsta örugga sæti. „Það er búið að opna þetta allt saman aftur og þær eru rétt á eftir næstu liðum,“ sagði Mist. Keppni í deildinni hefst að nýju 28. júlí, eftir EM-hléið, en KR er þremur stigum á eftir Keflavík og Þór/KA og stigi fyrir ofan botnlið Aftureldingar. „Fyrir tveimur vikum síðan vorum við að tala um að liðin væru að slítast frá botninum en allt í einu erum við að horfa á rosapakka þar,“ sagði Harpa. Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Besta deild kvenna er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Besta deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Bestu mörkin Besta deild kvenna KR Tengdar fréttir Spánarferðir, frí án kvaða og skrepptúrar á EM í pásunni löngu Í gær kom íslenska kvennalandsliðið í fótbolta saman til æfinga fyrir Evrópumótið í Englandi. Það þýðir jafnframt að nú er komið frí í Bestu deildinni og því lýkur ekki fyrr en 28. júlí. Mismunandi er hvernig liðin í deildinni nýta hléið. 21. júní 2022 09:00 Mest lesið Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Enski boltinn Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Íslenski boltinn Nýja stjarnan í þungavigtinni rotaði Whyte á innan við tveimur mínútum Sport Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Enski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Íslenski boltinn Sjáðu hjólhestaspyrnu Richarlisons, markasúpu City og öll hin Fótbolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Enski boltinn Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Fleiri fréttir Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Í beinni: ÍA - Víkingur | Niðurbrotnir gestir gegn neðsta liðinu Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Í beinni: Afturelding - KA | Löng bið eftir sigri Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Aðlögunar krafist eftir U-beygju Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Fáar spilað leik á þessum velli „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ „Allt er þegar þrennt er“ Allar tilfinningarnar í gangi Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Sjá meira
Spánarferðir, frí án kvaða og skrepptúrar á EM í pásunni löngu Í gær kom íslenska kvennalandsliðið í fótbolta saman til æfinga fyrir Evrópumótið í Englandi. Það þýðir jafnframt að nú er komið frí í Bestu deildinni og því lýkur ekki fyrr en 28. júlí. Mismunandi er hvernig liðin í deildinni nýta hléið. 21. júní 2022 09:00