Felldu tillögu minnihlutans: „Þau vilja halda þessu í útlendingafrumvarpinu til að réttlæta ógeðið“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 21. júní 2022 16:14 Arndís Anna K. Gunnarsdóttir segir brögð í tafli stjórnarliða sem felldu tillögu um að atvinnuréttindi skyldu fylgja dvalarleyfi Úkraínumanna sem koma hingað vegna stríðsátaka þar í landi. Vísir/Vilhelm Á síðasta þingfundi löggjafarþingsins felldu stjórnarliðar tillögu minnihlutans um að veita Úkraínumönnum, sem komið hafa til landsins vegna stríðsins, atvinnuleyfi samhliða dvalarleyfi á grundvelli mannúðarsjónarmiða. Þingkona Pírata telur að brögð séu í tafli og að stjórnarliðar hafi viljað halda sambærilegu ákvæði í útlendingalögum til að réttlæta ýmis önnur ákvæði í því frumvarpi. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir lagði fyrir þingið, ásamt þingmönnum úr flestum flokkum stjórnarandstöðunnar, frumvarp sem kveður á um að þeir flóttamenn sem fá dvalarleyfi hérlendis á grundvelli mannúðarsjónarmiða fái samhliða því atvinnuleyfi. Svo er ekki staðan í dag heldur þurfa Úkraínumenn, sem komið hafa hingað til lands vegna stríðsins, nú að sækja sérstaklega um atvinnuleyfi. „Þetta verður svona catch-22 staða fyrir þennan hóp, það vill enginn ráða neinn sem er ekki með atvinnuleyfi og það er erfitt að fá atvinnuleyfi án þess að vinna,“ segir Arndís í samtali við fréttastofu. Flóttamenn frá Úkraínu fái dvalarleyfi af mannúðarástæðum en ekki stöðu flóttamanns og munur sé þar á réttarstöðunni. „Mánnúðarleyfið er alveg svolítið drasl dvalarleyfi. Það er bara til eins árs í senn, þannig fólk þarf að endurnýja dvalarleyfið árlega og því fylgir auðvitað ekki atvinnuleyfi.“ Sykurpillan Sú breyting, að láta atvinnuleyfi fylgja þessu mannúðarleyfi, var einnig í útlendingafrumvarpinu sem ríkisstjórnin hefur nú lagt fram fjórum sinnum en aldrei náð fram að ganga. Hefði því mátt búast við því að breytingartillagan sé eitthvað flestir þingmenn séu sammála um. „Í útlendingafrumvarpinu eru líka margar réttindaskerðingar og ákvæði sem við ætlum ekki að hleypa í gegn og gerðum ekki aftur núna, enda var það frumvarp aftur dregið til baka. Við köllum þetta ákvæði um atvinnuréttindi sykurpilluna, vegna þess að ákvæðið er þarna inni til að hjálpa við að kyngja þessu ógeði sem er í þessu útlendingafrumvarpi. Þess vegna vilja þau halda þessu ákvæði inni í því frumvarpi, til að réttlæta ógeðið.“ Arndís hafði áður á þessu löggjafarþingi lagt fram frumvarp um atvinnuréttindi útlendinga sem fór ekki á dagskrá, örlög sem mörg þingmannafrumvörp hljóta. Hún sá sér þó leik á borði þegar Guðmundur Ingi, félagsmálaráðherra, lagði fram breytingar á lögum um atvinnuréttindi. Arndís lagði þá fram breytingartillögu við það frumvarp við fyrstu umræðu sem kveður á um að atvinnuréttindi skuli fylgja dvalarleyfi sem veitt er af mannúðarástæðum. Hæpnar lagatæknilegar forsendur Stjórnarliðar felldu hins vegar breytingartillöguna á þeim forsendum að tillagan hafi ekki verið rædd við þrjár umræður. „Þau fella þetta á mjög skrýtnum lagatæknilegum forsendum. Ég tel þessar lagatæknilegar ástæður bara alls ekki standast. Í fyrsta lagi kom tillagan fram við fyrstu umræðu en í öðru lagi er þingmaðurinn í raun að segja að breytingartillögur mega aldrei koma fram við síðari umræður,“ segir Arndís. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar, tók til máls við atkvæðagreiðslu frumvarpsins og sagði vafa leika á því hvort breytingartillagan væri stjórnskipulega gild. Henni hafi jafnframt borist ábendingar frá lögfræðingum nefndarsviðs að breytingartillagan væri þess eðlis að breyta upphaflegu markmiði frumvarpsins. Markmiðið væri ekki að útvíkka lagaheimildina og ná yfir alla hælisleitendur heldur skyldi frumvarpið einungis bregðast við fríverslunarsamningi milli Bretlands og Íslands. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður FramsóknarVísir/Vilhelm Varðandi það hvort frumvarpið hafi hlotið þrjár umræður segir Hafdís vafa hafa leikið þar á þar sem frumvarpið hafi ekki verið samþykkt við aðra umræðu. Hún kveðst þó sammála því að það þurfi að taka þennan málaflokk til gagngerrar endurskoðunar. Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Framsóknarflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Arndís Anna K. Gunnarsdóttir lagði fyrir þingið, ásamt þingmönnum úr flestum flokkum stjórnarandstöðunnar, frumvarp sem kveður á um að þeir flóttamenn sem fá dvalarleyfi hérlendis á grundvelli mannúðarsjónarmiða fái samhliða því atvinnuleyfi. Svo er ekki staðan í dag heldur þurfa Úkraínumenn, sem komið hafa hingað til lands vegna stríðsins, nú að sækja sérstaklega um atvinnuleyfi. „Þetta verður svona catch-22 staða fyrir þennan hóp, það vill enginn ráða neinn sem er ekki með atvinnuleyfi og það er erfitt að fá atvinnuleyfi án þess að vinna,“ segir Arndís í samtali við fréttastofu. Flóttamenn frá Úkraínu fái dvalarleyfi af mannúðarástæðum en ekki stöðu flóttamanns og munur sé þar á réttarstöðunni. „Mánnúðarleyfið er alveg svolítið drasl dvalarleyfi. Það er bara til eins árs í senn, þannig fólk þarf að endurnýja dvalarleyfið árlega og því fylgir auðvitað ekki atvinnuleyfi.“ Sykurpillan Sú breyting, að láta atvinnuleyfi fylgja þessu mannúðarleyfi, var einnig í útlendingafrumvarpinu sem ríkisstjórnin hefur nú lagt fram fjórum sinnum en aldrei náð fram að ganga. Hefði því mátt búast við því að breytingartillagan sé eitthvað flestir þingmenn séu sammála um. „Í útlendingafrumvarpinu eru líka margar réttindaskerðingar og ákvæði sem við ætlum ekki að hleypa í gegn og gerðum ekki aftur núna, enda var það frumvarp aftur dregið til baka. Við köllum þetta ákvæði um atvinnuréttindi sykurpilluna, vegna þess að ákvæðið er þarna inni til að hjálpa við að kyngja þessu ógeði sem er í þessu útlendingafrumvarpi. Þess vegna vilja þau halda þessu ákvæði inni í því frumvarpi, til að réttlæta ógeðið.“ Arndís hafði áður á þessu löggjafarþingi lagt fram frumvarp um atvinnuréttindi útlendinga sem fór ekki á dagskrá, örlög sem mörg þingmannafrumvörp hljóta. Hún sá sér þó leik á borði þegar Guðmundur Ingi, félagsmálaráðherra, lagði fram breytingar á lögum um atvinnuréttindi. Arndís lagði þá fram breytingartillögu við það frumvarp við fyrstu umræðu sem kveður á um að atvinnuréttindi skuli fylgja dvalarleyfi sem veitt er af mannúðarástæðum. Hæpnar lagatæknilegar forsendur Stjórnarliðar felldu hins vegar breytingartillöguna á þeim forsendum að tillagan hafi ekki verið rædd við þrjár umræður. „Þau fella þetta á mjög skrýtnum lagatæknilegum forsendum. Ég tel þessar lagatæknilegar ástæður bara alls ekki standast. Í fyrsta lagi kom tillagan fram við fyrstu umræðu en í öðru lagi er þingmaðurinn í raun að segja að breytingartillögur mega aldrei koma fram við síðari umræður,“ segir Arndís. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður Framsóknar, tók til máls við atkvæðagreiðslu frumvarpsins og sagði vafa leika á því hvort breytingartillagan væri stjórnskipulega gild. Henni hafi jafnframt borist ábendingar frá lögfræðingum nefndarsviðs að breytingartillagan væri þess eðlis að breyta upphaflegu markmiði frumvarpsins. Markmiðið væri ekki að útvíkka lagaheimildina og ná yfir alla hælisleitendur heldur skyldi frumvarpið einungis bregðast við fríverslunarsamningi milli Bretlands og Íslands. Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, þingmaður FramsóknarVísir/Vilhelm Varðandi það hvort frumvarpið hafi hlotið þrjár umræður segir Hafdís vafa hafa leikið þar á þar sem frumvarpið hafi ekki verið samþykkt við aðra umræðu. Hún kveðst þó sammála því að það þurfi að taka þennan málaflokk til gagngerrar endurskoðunar.
Alþingi Hælisleitendur Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Píratar Framsóknarflokkurinn Flóttafólk á Íslandi Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent