„Þarna eru „gamlir“ jaxlar og stórstjörnur ásamt leikurum framtíðarinnar“ Elísabet Hanna skrifar 23. júní 2022 13:01 Trölladans er frumsaminn rokksöngleikur, um Jonna sem lendir í tröllabyggð, eftir Guðmund Ólafsson en meðhöfundur og höfundur tónlistar er Friðrik Sturluson. Með aðalhlutverk fara Mikael Emil Kaaber, Birna Pétursdóttir, og Eyþór Ingi Gunnlaugsson. Guðmundur hefur tvisvar sinnum unnið íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bækurnar um Emil og Skunda. Upptökustjórn, tónlistarstjórn og útsetningar voru í höndum Kristins Sigurpáls Sturlusonar og Friðriks Sturlusonar. Þeir Sigurjón Kjartansson og Stefán Hilmarsson syngja báðir lög í söngleiknum og einnig koma fleiri góðir leikarar að verkinu. Blaðamaður hafði samband við Guðmund og fékk að heyra meira um ferlið: Hvaðan kom hugmyndin?Mér finnst nú nokkuð vel í lagt að kalla þetta „rokksöngleik“ þó vissulega sé þetta hugsað sem leikrit og tónlistin sé rokkuð. En FriðrikSturluson átti upphaflegu hugmyndina, sem hann viðraði við mig. Við höfðum unnið saman áður með svolítið svipað form og gefið út á geisladiski sem heitir „VÖKULAND“, þar sem blandað er saman sögumanni, leiknum senum og tónlist. Við ákvaðum að ganga aðeins lengra í þetta sinn, þannig að tónlistin skipar stærri sess, hlutur sögumanns minnkar en leikin atriði eru í forgrunni. Guðmundur Ólafsson.Aðsend Var hann alltaf skrifaður fyrir Storytel?Nei, reyndar ekki. Við vorum búnir að fara með þetta efni í nokkra hringi, ef svo má segja, en eftir að hafa fengið góðar undirtektir hjá Storytel var það aldrei spurning um að við vildum gera þetta á þeirra vegum. Hvernig var að taka hann upp?Það var bara skemmtilegt verkefni með góðu fólki en Friðrik á langmestan hlut í þeirri vinnu og lá yfir þessu vakinn og sofinn til lokadags. „Ég aftur á móti kom að leikstjórn og lék aðeins sjálfur.“ Er planið að fara með hann á svið í framtíðinni?Við höfum vissulega hugleitt það og hugað að möguleikum á slíku, en það er auðvitað stærra verkefni og undir öðrum komið. Ég held aftur á móti sjálfur að þetta gæti alveg þolað yfirfærslu á leiksvið, en það er að sjálfsögðu önnur vinna sem slíku fylgir. Leikaraval?Það var samvinna okkar Friðriks og þeirra sem komu að vinnunni af hálfu Storytel. Fyrst og fremst vildum við fá leikara sem hefðu raddir í þetta, þá bæði sönglega og leiklega. Ég tel að okkur hafi tekist að manna þetta vel. Þarna eru „gamlir“ jaxlar og stórstjörnur ásamt leikurum framtíðarinnar og ég er hæstánægður með frammistöðu þeirra allra. View this post on Instagram A post shared by Mikael Emil Kaaber (@mikaelkaaber) Leikhús Tónlist Tengdar fréttir Sömdu titillag og gerðu tónlistarmyndband fyrir glæpasöguna Dansarinn Glæpasagan Dansarinn eftir Óskar Guðmundsson er komin út sem hljóðbók, rafbók og innbundin bók. Storytel fór á þá leið að semja titillag fyrir bókina í samstarfi við tónlistarmennina Daníel Ágúst, Bomarz og Doctor Victor. 11. nóvember 2021 14:00 Fyrstu Íslensku hljóðbókaverðlaunin fóru fram í Hörpu Mikið var um dýrðir í kvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. 22. maí 2020 22:49 Storytel eignast meirihluta í Forlaginu Sviptingar í útgáfustarfsemi á Íslandi. 1. júlí 2020 09:54 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Guðmundur hefur tvisvar sinnum unnið íslensku barnabókaverðlaunin fyrir bækurnar um Emil og Skunda. Upptökustjórn, tónlistarstjórn og útsetningar voru í höndum Kristins Sigurpáls Sturlusonar og Friðriks Sturlusonar. Þeir Sigurjón Kjartansson og Stefán Hilmarsson syngja báðir lög í söngleiknum og einnig koma fleiri góðir leikarar að verkinu. Blaðamaður hafði samband við Guðmund og fékk að heyra meira um ferlið: Hvaðan kom hugmyndin?Mér finnst nú nokkuð vel í lagt að kalla þetta „rokksöngleik“ þó vissulega sé þetta hugsað sem leikrit og tónlistin sé rokkuð. En FriðrikSturluson átti upphaflegu hugmyndina, sem hann viðraði við mig. Við höfðum unnið saman áður með svolítið svipað form og gefið út á geisladiski sem heitir „VÖKULAND“, þar sem blandað er saman sögumanni, leiknum senum og tónlist. Við ákvaðum að ganga aðeins lengra í þetta sinn, þannig að tónlistin skipar stærri sess, hlutur sögumanns minnkar en leikin atriði eru í forgrunni. Guðmundur Ólafsson.Aðsend Var hann alltaf skrifaður fyrir Storytel?Nei, reyndar ekki. Við vorum búnir að fara með þetta efni í nokkra hringi, ef svo má segja, en eftir að hafa fengið góðar undirtektir hjá Storytel var það aldrei spurning um að við vildum gera þetta á þeirra vegum. Hvernig var að taka hann upp?Það var bara skemmtilegt verkefni með góðu fólki en Friðrik á langmestan hlut í þeirri vinnu og lá yfir þessu vakinn og sofinn til lokadags. „Ég aftur á móti kom að leikstjórn og lék aðeins sjálfur.“ Er planið að fara með hann á svið í framtíðinni?Við höfum vissulega hugleitt það og hugað að möguleikum á slíku, en það er auðvitað stærra verkefni og undir öðrum komið. Ég held aftur á móti sjálfur að þetta gæti alveg þolað yfirfærslu á leiksvið, en það er að sjálfsögðu önnur vinna sem slíku fylgir. Leikaraval?Það var samvinna okkar Friðriks og þeirra sem komu að vinnunni af hálfu Storytel. Fyrst og fremst vildum við fá leikara sem hefðu raddir í þetta, þá bæði sönglega og leiklega. Ég tel að okkur hafi tekist að manna þetta vel. Þarna eru „gamlir“ jaxlar og stórstjörnur ásamt leikurum framtíðarinnar og ég er hæstánægður með frammistöðu þeirra allra. View this post on Instagram A post shared by Mikael Emil Kaaber (@mikaelkaaber)
Leikhús Tónlist Tengdar fréttir Sömdu titillag og gerðu tónlistarmyndband fyrir glæpasöguna Dansarinn Glæpasagan Dansarinn eftir Óskar Guðmundsson er komin út sem hljóðbók, rafbók og innbundin bók. Storytel fór á þá leið að semja titillag fyrir bókina í samstarfi við tónlistarmennina Daníel Ágúst, Bomarz og Doctor Victor. 11. nóvember 2021 14:00 Fyrstu Íslensku hljóðbókaverðlaunin fóru fram í Hörpu Mikið var um dýrðir í kvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. 22. maí 2020 22:49 Storytel eignast meirihluta í Forlaginu Sviptingar í útgáfustarfsemi á Íslandi. 1. júlí 2020 09:54 Mest lesið Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Lífið Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Lífið Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Fleiri fréttir Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Fellsmúlinn prýðir Instagramfærslu Justin Bieber Áhrifarík ræða Begga Ólafs: „Hvað myndi Batman gera?“ Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Sjá meira
Sömdu titillag og gerðu tónlistarmyndband fyrir glæpasöguna Dansarinn Glæpasagan Dansarinn eftir Óskar Guðmundsson er komin út sem hljóðbók, rafbók og innbundin bók. Storytel fór á þá leið að semja titillag fyrir bókina í samstarfi við tónlistarmennina Daníel Ágúst, Bomarz og Doctor Victor. 11. nóvember 2021 14:00
Fyrstu Íslensku hljóðbókaverðlaunin fóru fram í Hörpu Mikið var um dýrðir í kvöld þegar Íslensku hljóðbókaverðlaunin, Storytel awards, voru afhent í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn í Hörpu. 22. maí 2020 22:49