Danilo Rinaldi kom La Fiorita í forskot með marki í uppbótartíma fyrri hálfleiks og sá þannig til þess að liðið hafði 1-0 forystu þegar gengið var til búningsherbergja.
Genis Soldevila jadnaði þó metin fyrir Inter Escaldes á 55. mínútu og rétt rúmum tíu mínútum síðar skoraði hann það sem reyndist sigurmarkið.
Það verður því lið Inter Escaldes sem leikur til úrslita um laust sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu, en eins og áður segir mætir liðið annað hvort Víkingi eða Levadia Tallin.
Undanúrslitaviðureign Víkings og Levadia Tallin fer fram í kvöld klukkan 19:30 og verður leikurinn sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Úrslitaleikurinn fer svo fram á föstudagskvöldið.