Spyrnum við og breytum þessu Stefán Árnason skrifar 21. júní 2022 16:31 TM líftryggingar hf. hefur haft umsókn þína um líf- og sjúkdómatryggingu til skoðunar. Það er niðurstaða áhættumats félagsins að það verður því miður að synja henni vegna nýlegra geðrænna vandamála. Vegna þunglyndis er VÍS því miður ekki reiðubúið að samþykkja tryggingarnar að svo stöddu, og hafnar því tryggingunum á grundvelli 82.gr. vátryggingalaga nr. 30/2004. Þetta eru þau svör sem ég fengið frá tryggingarfélögum þegar ég leitast eftir að efla nauðsynlega líf og sjúkdómatryggingar, til að tryggja líf mitt og minna nánustu, verðum við fyrir óvæntu áfalli í lífinu. Ástæðan er sú, líkt og ofangreind svör gefa til kynna, að ég hef leitað mér læknisaðstoðar vegna andlegra vandamála, líkt og þunglyndis. Ég er kvæntur þriggja barna faðir, rek mína eigin fasteign og bifreið og er í stöðugu starfi. Þrátt fyrir mín vandamál, hef ég verið það heppinn að geta verið virkur í mínu lífi, bæði leik og starfi og getað sinnt flestum verkefnum lífsins með mína grímu og viljastyrk. Engu síður fæ ég höfnun á tryggingum og þegar óskað hefur verið eftir rökstuðningi, hærri iðngjöldum eða fyrirvara um að tryggingin nái ekki yfir andleg veikindi, þá hafa viðbrögðin verið engin. Árið 2021 kom fram hjá landlæknisembætti Íslands að tæpur fjórðungur Íslendinga hefðu fengið ávísað kvíða- eða þunglyndislyfjum vegna andlegra vandamála og á sama tíma fer tíðni sjálfsvíga sífellt hækkandi. Þannig að ég er eflaust ekki sá eini sem hefur fengið álíka svör við umsóknum á líf og sjúkdómatryggingum. Það að tryggingafélög hafni tryggingum á þeim forsendum að einstaklingur leiti sér aðstoðar, á heilsugæslu, til að takast á við andleg vandamál, í þeim tilgangi að geta að verið virkur í sínu lífi, er í besta falli óskiljanlegt. Það hlýtur að þurfa að taka frekari forsendur inn í það mat og veita rökstuðning þegar þess er óskað líkt og lagavísun í höfnuninni gefur til kynna. Undanfarin tvö ár hafa verið allri heimsbyggðinni erfið en ofan á skammdegið og venjubundnar áhyggjur af atvinnu, menntun, fjölskyldu og heimili, bætist heimsfaraldur vegna covid19 með sinni smitskömm, heilsufarskvíða, efnahagshruni, einangrun og fleiri jafn veigamiklum atriðum. Nú er árið 2022 og samfélagið komið aftur á fullt en margir standa þó enn eftir með ógróin sár og plástra í formi lyfja til að lágmarka dægursveiflunar sem einkenna okkur svo mörg. Á sama tíma er engin greiðsluþátttaka vegna sálfræðimeðferðar fyrir fullorðna, af hálfu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), þar sem raunveruleg aðstoð á andlegum vandamálum fer fram. Það sem er óskiljanlegra en að tryggingafélög synji einstaklingum eins og mér, er að SÍ skuli ekki enn þá hafa verið gefin heimild að taka þátt í greiðslum vegna sálfræðiþjónustu fullorðinna. Vissulega er hægt að sækja um styrki hjá stéttarfélögum, en sá styrkur er í flestum tilfellum óverulegur og gagnast stutt á móti sálfræðitímum sem kosta á bilinu 18-20 þúsund miðað við 50 mínútna viðtal (óstaðfestar tölur). Hávært ákall um eflingu geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur bergmálað í samfélaginu, fyrir tómum eyrum ráðamanna um árabil. Dag eftir dag eru sagðar sorgarsögur af einstaklingum sem hafa „týnst“ í kerfinu, gefist upp eða fallið fyrir eigin hendi vegna lokaðra dyra eða ófærra leiða í átt að bata. Á sama tíma er biðtími barna og unglinga í greiningu vegna ADHD sífellt að lengjast, bæði í gegnum opinbera kerfið sem og það einkarekna, hliðarverkun þess er aukið þunglyndi og kvíði í þeim viðkvæma hópi einstaklinga sem eiga að skipa framtíð Íslands. Kerfið okkar, eins og það er framkvæmt í dag, er því að skapa eigin vítahring og flækjur sem verða ekki leystar í Excel-skjali. Nú þurfum við sem þjóð, ráðamenn, mæður, feður, systur, bræður, frænkur, frændur, vinir og nágrannar að snúa bökum saman, taka utan um hvert annað og tryggja aðgengi að öflugri geðheilbrigðisþjónustu þar sem kostnaður við sálfræðiþjónustu og biðtími er ekki steinn í vegi í átt að bata. Það gengur ekki lengur að geðheilbrigði falli ekki undir heilbrigðisvandamál sem hljóti greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. Það er nauðsynlegt að styrkja og styðja þau úrræði sem hægt er að sækja í, hvort sem þau eru opinber eða einkarekin, og ríkið verður að taka þátt í að kosta slíkt fyrir skattborgara sína. Enda er kostnaður við að missa fólk úr lífinu eða af vinnumarkaði vegna andlegs álags mun meiri. Einkarekin tryggingafélög mættu einnig endurskoða sína gróðastarfsemi og sýna af sér smá vott af mannleika og taka þátt í þessu verkefni með okkur. Höfundur er þunglyndur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Tryggingar Mest lesið Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Sjá meira
TM líftryggingar hf. hefur haft umsókn þína um líf- og sjúkdómatryggingu til skoðunar. Það er niðurstaða áhættumats félagsins að það verður því miður að synja henni vegna nýlegra geðrænna vandamála. Vegna þunglyndis er VÍS því miður ekki reiðubúið að samþykkja tryggingarnar að svo stöddu, og hafnar því tryggingunum á grundvelli 82.gr. vátryggingalaga nr. 30/2004. Þetta eru þau svör sem ég fengið frá tryggingarfélögum þegar ég leitast eftir að efla nauðsynlega líf og sjúkdómatryggingar, til að tryggja líf mitt og minna nánustu, verðum við fyrir óvæntu áfalli í lífinu. Ástæðan er sú, líkt og ofangreind svör gefa til kynna, að ég hef leitað mér læknisaðstoðar vegna andlegra vandamála, líkt og þunglyndis. Ég er kvæntur þriggja barna faðir, rek mína eigin fasteign og bifreið og er í stöðugu starfi. Þrátt fyrir mín vandamál, hef ég verið það heppinn að geta verið virkur í mínu lífi, bæði leik og starfi og getað sinnt flestum verkefnum lífsins með mína grímu og viljastyrk. Engu síður fæ ég höfnun á tryggingum og þegar óskað hefur verið eftir rökstuðningi, hærri iðngjöldum eða fyrirvara um að tryggingin nái ekki yfir andleg veikindi, þá hafa viðbrögðin verið engin. Árið 2021 kom fram hjá landlæknisembætti Íslands að tæpur fjórðungur Íslendinga hefðu fengið ávísað kvíða- eða þunglyndislyfjum vegna andlegra vandamála og á sama tíma fer tíðni sjálfsvíga sífellt hækkandi. Þannig að ég er eflaust ekki sá eini sem hefur fengið álíka svör við umsóknum á líf og sjúkdómatryggingum. Það að tryggingafélög hafni tryggingum á þeim forsendum að einstaklingur leiti sér aðstoðar, á heilsugæslu, til að takast á við andleg vandamál, í þeim tilgangi að geta að verið virkur í sínu lífi, er í besta falli óskiljanlegt. Það hlýtur að þurfa að taka frekari forsendur inn í það mat og veita rökstuðning þegar þess er óskað líkt og lagavísun í höfnuninni gefur til kynna. Undanfarin tvö ár hafa verið allri heimsbyggðinni erfið en ofan á skammdegið og venjubundnar áhyggjur af atvinnu, menntun, fjölskyldu og heimili, bætist heimsfaraldur vegna covid19 með sinni smitskömm, heilsufarskvíða, efnahagshruni, einangrun og fleiri jafn veigamiklum atriðum. Nú er árið 2022 og samfélagið komið aftur á fullt en margir standa þó enn eftir með ógróin sár og plástra í formi lyfja til að lágmarka dægursveiflunar sem einkenna okkur svo mörg. Á sama tíma er engin greiðsluþátttaka vegna sálfræðimeðferðar fyrir fullorðna, af hálfu Sjúkratrygginga Íslands (SÍ), þar sem raunveruleg aðstoð á andlegum vandamálum fer fram. Það sem er óskiljanlegra en að tryggingafélög synji einstaklingum eins og mér, er að SÍ skuli ekki enn þá hafa verið gefin heimild að taka þátt í greiðslum vegna sálfræðiþjónustu fullorðinna. Vissulega er hægt að sækja um styrki hjá stéttarfélögum, en sá styrkur er í flestum tilfellum óverulegur og gagnast stutt á móti sálfræðitímum sem kosta á bilinu 18-20 þúsund miðað við 50 mínútna viðtal (óstaðfestar tölur). Hávært ákall um eflingu geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi hefur bergmálað í samfélaginu, fyrir tómum eyrum ráðamanna um árabil. Dag eftir dag eru sagðar sorgarsögur af einstaklingum sem hafa „týnst“ í kerfinu, gefist upp eða fallið fyrir eigin hendi vegna lokaðra dyra eða ófærra leiða í átt að bata. Á sama tíma er biðtími barna og unglinga í greiningu vegna ADHD sífellt að lengjast, bæði í gegnum opinbera kerfið sem og það einkarekna, hliðarverkun þess er aukið þunglyndi og kvíði í þeim viðkvæma hópi einstaklinga sem eiga að skipa framtíð Íslands. Kerfið okkar, eins og það er framkvæmt í dag, er því að skapa eigin vítahring og flækjur sem verða ekki leystar í Excel-skjali. Nú þurfum við sem þjóð, ráðamenn, mæður, feður, systur, bræður, frænkur, frændur, vinir og nágrannar að snúa bökum saman, taka utan um hvert annað og tryggja aðgengi að öflugri geðheilbrigðisþjónustu þar sem kostnaður við sálfræðiþjónustu og biðtími er ekki steinn í vegi í átt að bata. Það gengur ekki lengur að geðheilbrigði falli ekki undir heilbrigðisvandamál sem hljóti greiðsluþátttöku sjúkratrygginga. Það er nauðsynlegt að styrkja og styðja þau úrræði sem hægt er að sækja í, hvort sem þau eru opinber eða einkarekin, og ríkið verður að taka þátt í að kosta slíkt fyrir skattborgara sína. Enda er kostnaður við að missa fólk úr lífinu eða af vinnumarkaði vegna andlegs álags mun meiri. Einkarekin tryggingafélög mættu einnig endurskoða sína gróðastarfsemi og sýna af sér smá vott af mannleika og taka þátt í þessu verkefni með okkur. Höfundur er þunglyndur.
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar