Vieira er 22 ára gamall og er þriðji leikmaðurinn sem að Arsenal kaupir í sumar. Áður hafði félagið sótt sér markvörðinn Matt Turner og brasilíska sóknarmanninn Marquinhos.
Vieira skoraði sex mörk í 27 leikjum í portúgölsku úrvalsdeildinni á síðustu leiktíð og alls sjö mörk í 39 leikjum á leiktíðinni.
Hann á enn eftir að spila fyrir portúgalska A-landsliðið, en var valinn leikmaður mótsins á Evrópumóti U-21 árs í fyrra.
„Ég er gríðarlega spenntur yfir að hafa fundið og keypt svona hæfileikaríkan mann. Fabio er mjög skapandi leikmaður með mikil gæði og fjölhæfni fyrir okkar sóknarleik,“ sagði Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal.