Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2022 14:23 Hæstiréttur Bandaríkjanna í Washington DC. AP/J. Scott Applewhite Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. Niðurstaða Hæstaréttarins um að leyfa lögum í Mississippi sem banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu að standa gengur gegn áratugagömlu fordæmi sem var sett í máli Roe gegn Wade frá 1973. Á grundvelli þess og síðari hæstaréttardóma hafa konur verið taldar eiga stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Í meirihlutaáliti fimm íhaldssamra dómara við réttinn skrifar Samuel Alito að dómurinn í máli Roe gegn Wade hafi verið algerlega rangur frá upphafi. Rökstuðningur hans hafi verið sérstaklega veikur og að hann hafi haft skaðlegar afleiðingar. Tími væri kominn til þess að hlýða stjórnarskránni og vísa málefninu til kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Frjálslyndu dómararnir þrír sögðu réttinn svíkja grundvallarhugsjónir sínar með dómnum í dag. Dómurinn hefur áhrif samstundis í fjölda ríkja. Á annan tug þeirra hafa nú þegar lög sem virkja bann eða verulegar takmarkanir á þungunarrof þegar Hæstiréttur hefur snúið við Roe gegn Wade. AP-fréttastofan segir að dómurinn leiði líklega til þess að þungunarrof verði bannað í helmingi ríkja Bandaríkjanna. Af dómurunum fimm sem stóðu að meirihlutaálitinu eru fjórir karlar en ein kona. Auk Alito skrifuðu Brett Kavanaugh, Amy Coney Barrett, Clarence Thomas og Neil Gorsuch undir álitið. Donald Trump skipaði þrjú þeirra. John Roberts, forseti réttarins og sjötti íhaldsmaðurinn, tók undir meirihlutaálitið að hluta. Hann vildi þó aðeins staðfesta lögin frá Mississippi en ekki ganga svo langt að afnema með öllu réttinn til þungunarrofs. Í samræmi við leka á meirihlutaáliti Dómurinn kemur ekki á óvart þar sem efni meirihlutaálitsins var lekið í fjölmiðla í síðasta mánuði. Rannsókn stendur enn yfir á uppruna lekans. Samkvæmt fordæmi Roe gegn Wade áttu konur rétt á að gangast undir þungunarrof áður en fóstur er talið lífvænlegt, yfirleitt í kringum 24 viku. Undanfarin ár hafa ríki þar sem repúblikanar fara með völd sett upp sífellt strangari takmarkanir á þungunarrof. Miklar vangaveltur voru uppi um að Hæstiréttur myndi næst snúa við Roe gegn Wade eftir að íhaldssamir dómarar leyfðu lögum frá Texas að standa þrátt fyrir að þau bönnuðu þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita að þær eru barnshafandi. Niðurstaðan í dag er stórsigur fyrir andstæðinga þungunarrofs og kristilega íhaldsmenn sem hafa um áratugaskeið barist gegn því. Þeir hafa nú um nokkurt skeið eygt möguleikann á að Hæstiréttur afnæmi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs eftir að íhaldsmenn komust í öruggan meirihluta í réttinum í forsetatíð Donalds Trump. Fréttin hefur verið uppfærð til að skýra hvernig akvæði féllu í Hæstarétti. Fimm dómarar af níu greiddu atkvæði með því að snúa við Roe gegn Wade. Sex af níu greiddu atkvæði með því að staðfesta þungunartakmarkanir Mississippi-ríkis. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Niðurstaða Hæstaréttarins um að leyfa lögum í Mississippi sem banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu að standa gengur gegn áratugagömlu fordæmi sem var sett í máli Roe gegn Wade frá 1973. Á grundvelli þess og síðari hæstaréttardóma hafa konur verið taldar eiga stjórnarskrárvarinn rétt til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Í meirihlutaáliti fimm íhaldssamra dómara við réttinn skrifar Samuel Alito að dómurinn í máli Roe gegn Wade hafi verið algerlega rangur frá upphafi. Rökstuðningur hans hafi verið sérstaklega veikur og að hann hafi haft skaðlegar afleiðingar. Tími væri kominn til þess að hlýða stjórnarskránni og vísa málefninu til kjörinna fulltrúa þjóðarinnar. Frjálslyndu dómararnir þrír sögðu réttinn svíkja grundvallarhugsjónir sínar með dómnum í dag. Dómurinn hefur áhrif samstundis í fjölda ríkja. Á annan tug þeirra hafa nú þegar lög sem virkja bann eða verulegar takmarkanir á þungunarrof þegar Hæstiréttur hefur snúið við Roe gegn Wade. AP-fréttastofan segir að dómurinn leiði líklega til þess að þungunarrof verði bannað í helmingi ríkja Bandaríkjanna. Af dómurunum fimm sem stóðu að meirihlutaálitinu eru fjórir karlar en ein kona. Auk Alito skrifuðu Brett Kavanaugh, Amy Coney Barrett, Clarence Thomas og Neil Gorsuch undir álitið. Donald Trump skipaði þrjú þeirra. John Roberts, forseti réttarins og sjötti íhaldsmaðurinn, tók undir meirihlutaálitið að hluta. Hann vildi þó aðeins staðfesta lögin frá Mississippi en ekki ganga svo langt að afnema með öllu réttinn til þungunarrofs. Í samræmi við leka á meirihlutaáliti Dómurinn kemur ekki á óvart þar sem efni meirihlutaálitsins var lekið í fjölmiðla í síðasta mánuði. Rannsókn stendur enn yfir á uppruna lekans. Samkvæmt fordæmi Roe gegn Wade áttu konur rétt á að gangast undir þungunarrof áður en fóstur er talið lífvænlegt, yfirleitt í kringum 24 viku. Undanfarin ár hafa ríki þar sem repúblikanar fara með völd sett upp sífellt strangari takmarkanir á þungunarrof. Miklar vangaveltur voru uppi um að Hæstiréttur myndi næst snúa við Roe gegn Wade eftir að íhaldssamir dómarar leyfðu lögum frá Texas að standa þrátt fyrir að þau bönnuðu þungunarrof eftir sjöttu viku meðgöngu, áður en margar konur vita að þær eru barnshafandi. Niðurstaðan í dag er stórsigur fyrir andstæðinga þungunarrofs og kristilega íhaldsmenn sem hafa um áratugaskeið barist gegn því. Þeir hafa nú um nokkurt skeið eygt möguleikann á að Hæstiréttur afnæmi stjórnarskrárvarinn rétt kvenna til þungunarrofs eftir að íhaldsmenn komust í öruggan meirihluta í réttinum í forsetatíð Donalds Trump. Fréttin hefur verið uppfærð til að skýra hvernig akvæði féllu í Hæstarétti. Fimm dómarar af níu greiddu atkvæði með því að snúa við Roe gegn Wade. Sex af níu greiddu atkvæði með því að staðfesta þungunartakmarkanir Mississippi-ríkis.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Innlent Fleiri fréttir Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Sjá meira
Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24
Hæstiréttur hyggst snúa niðurstöðunni í Roe gegn Wade Það stefnir í öldu mótmæla í Bandaríkjunum eftir að Politico greindi frá því að hæstiréttur landsins hyggst snúa dómnum í máli Roe gegn Wade. Í umræddu máli komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að réttur kvenna til að gangast undir þungunarrof ætti stoð í stjórnarskrá landsins en íhaldsmenn hafa barist fyrir því í áratugi að fá dómnum hnekkt. 3. maí 2022 06:53