Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Kjartan Kjartansson skrifar 24. júní 2022 15:47 Andstæðingar þungunarrofs fagna sigri fyrir utan hæstaréttarbygginguna í Washington-borg í dag. AP/Jose Luis Magana Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. Sex íhaldssamir dómarar við Hæstaréttinn ákváðu í dag að stjórnarskrá Bandaríkjanna tryggði konum ekki rétt til þungunarrofs, þvert á dómafordæmi sem hefur staðið í nærri hálfa öld og er kennt við Roe gegn Wade. Dómurinn þýðir að ríkjum er nú frjálst að banna eða takmarka verulega þungunarrof. Það gerist samstundis í fjölda ríkja sem eru með lög sem virkjuðust þegar dómurinn féll. Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, var einna fyrstur til að tjá sig um dóminn. „Í dag sigraði lífið,“ sagði Pence í yfirlýsingu og lofaði hæstaréttardómarana. Hvatti hann andstæðinga þungunarrofs jafnframt til þess að berjast fyrir því að það yrði bannað í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sem á líklega stærri þátt en flestir aðrir í núverandi skipan Hæstaréttarins, sagðist deila gleði andstæðinga þungunarrofs sem hafi um áratugaskeið barist til að upplifa þennan dag. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og demókrati, sagði dóminn grimmilegan. „Réttur kvenna og allra Bandaríkjamanna verður á kjörseðlinum í nóvember,“ sagði Pelosi og vísaði til þingskosninga sem fara fram í haust. Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú, birti yfirlýsingu þar sem hún sagðist harmi lostin fyrir hönd allra þeirra sem hefðu misst grundvallarrétt til þess að taka upplýstar ákvarðanir um eigin líkama. „Ég er er harmi slegin að við gætum nú átt það fyrir okkur að þurfa að upplifa sársaukafullan lærdóm tímans áður en Roe varð að landslögum, tíma þegar konur hættu lífi sínu með því að fara í ólöglegt þungunarrof,“ sagði Obama. Eric Adams, borgarstjóri New York og demókrati, bauð borg sína fram sem örugga höfn fyrir konur sem sækjast eftir þungunarrofi. Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður ætla að halda ávarp nú síðdegis að íslenskum tíma. My thoughts on the Supreme Court's decision to overturn Roe v. Wade. pic.twitter.com/9ALSbapHDY— Michelle Obama (@MichelleObama) June 24, 2022 Missouri fyrst til að banna þungunarrof New York Times segir að hvorki Biden forseti né dómsmálaráðuneyti hans hafi úrræði til að mæta hæstaréttardómnum. Hins vegar hafi lögfræðingar ráðuneytisins undirbúið sig fyrir að grípa inn í reyni einhver ríki að banna konum að fara á milli ríkja til að sækja sér þungunarrof. Eins og áður segir hefur fjöldi ríkja þar sem repúblikanar eru við völd með lög sem banna eða setja verulega skorður við þungunarrofi nú þegar. Talið er að það sé um helmingur ríkjanna. Eric Schmitt, dómsmálaráðherra Missouri, sagði að hann hefði gefið út álit sem virkjaði ákvæði laga um bann við þungunarrofi í ríkinu, nema þegar læknisfræðilega nauðsyn krefur. Missouri hafi þannig orðið fyrsta ríkið í Bandaríkjunum til þess að banna þungunarrof. Svartasti dagurinn fyrir kvenréttindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, orðaði vonbrigði sín með dóminn í Bandaríkjunum á Twitter. Í tísti á ensku sagðist hún niðurbrotin yfir að hæstirétturinn hefði snúið fordæmi sínu við. „Við ættum að víkka út réttindi kvenna, ekki þrengja að þeim,“ tísti forsætisráðherra. Gravely disappointed and heartbroken to see the US Supreme Court overturning #RoeVsWade. We should be expanding women s rights, not restricting them.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) June 24, 2022 Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, lýsti deginum í dag sem einum þeim dimmasta fyrir réttindi kvenna um hennar daga. „Augljóslega verða verða fyrstu afleiðingarnar fyrir konur í Bandaríkjunum en þetta mun gefa andstæðingum þungunarrofs og kvenhatursöflum í öðrum löndum byr undir báða vængi líka,“ tísti hún. One of the darkest days for women s rights in my lifetime. Obviously the immediate consequences will be suffered by women in the US - but this will embolden anti-abortion & anti-women forces in other countries too. Solidarity doesn t feel enough right now - but it is necessary. https://t.co/T1656BPQuL— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) June 24, 2022 Þungunarrof Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Sex íhaldssamir dómarar við Hæstaréttinn ákváðu í dag að stjórnarskrá Bandaríkjanna tryggði konum ekki rétt til þungunarrofs, þvert á dómafordæmi sem hefur staðið í nærri hálfa öld og er kennt við Roe gegn Wade. Dómurinn þýðir að ríkjum er nú frjálst að banna eða takmarka verulega þungunarrof. Það gerist samstundis í fjölda ríkja sem eru með lög sem virkjuðust þegar dómurinn féll. Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, var einna fyrstur til að tjá sig um dóminn. „Í dag sigraði lífið,“ sagði Pence í yfirlýsingu og lofaði hæstaréttardómarana. Hvatti hann andstæðinga þungunarrofs jafnframt til þess að berjast fyrir því að það yrði bannað í öllum ríkjum Bandaríkjanna. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sem á líklega stærri þátt en flestir aðrir í núverandi skipan Hæstaréttarins, sagðist deila gleði andstæðinga þungunarrofs sem hafi um áratugaskeið barist til að upplifa þennan dag. Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings og demókrati, sagði dóminn grimmilegan. „Réttur kvenna og allra Bandaríkjamanna verður á kjörseðlinum í nóvember,“ sagði Pelosi og vísaði til þingskosninga sem fara fram í haust. Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú, birti yfirlýsingu þar sem hún sagðist harmi lostin fyrir hönd allra þeirra sem hefðu misst grundvallarrétt til þess að taka upplýstar ákvarðanir um eigin líkama. „Ég er er harmi slegin að við gætum nú átt það fyrir okkur að þurfa að upplifa sársaukafullan lærdóm tímans áður en Roe varð að landslögum, tíma þegar konur hættu lífi sínu með því að fara í ólöglegt þungunarrof,“ sagði Obama. Eric Adams, borgarstjóri New York og demókrati, bauð borg sína fram sem örugga höfn fyrir konur sem sækjast eftir þungunarrofi. Joe Biden Bandaríkjaforseti er sagður ætla að halda ávarp nú síðdegis að íslenskum tíma. My thoughts on the Supreme Court's decision to overturn Roe v. Wade. pic.twitter.com/9ALSbapHDY— Michelle Obama (@MichelleObama) June 24, 2022 Missouri fyrst til að banna þungunarrof New York Times segir að hvorki Biden forseti né dómsmálaráðuneyti hans hafi úrræði til að mæta hæstaréttardómnum. Hins vegar hafi lögfræðingar ráðuneytisins undirbúið sig fyrir að grípa inn í reyni einhver ríki að banna konum að fara á milli ríkja til að sækja sér þungunarrof. Eins og áður segir hefur fjöldi ríkja þar sem repúblikanar eru við völd með lög sem banna eða setja verulega skorður við þungunarrofi nú þegar. Talið er að það sé um helmingur ríkjanna. Eric Schmitt, dómsmálaráðherra Missouri, sagði að hann hefði gefið út álit sem virkjaði ákvæði laga um bann við þungunarrofi í ríkinu, nema þegar læknisfræðilega nauðsyn krefur. Missouri hafi þannig orðið fyrsta ríkið í Bandaríkjunum til þess að banna þungunarrof. Svartasti dagurinn fyrir kvenréttindi Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, orðaði vonbrigði sín með dóminn í Bandaríkjunum á Twitter. Í tísti á ensku sagðist hún niðurbrotin yfir að hæstirétturinn hefði snúið fordæmi sínu við. „Við ættum að víkka út réttindi kvenna, ekki þrengja að þeim,“ tísti forsætisráðherra. Gravely disappointed and heartbroken to see the US Supreme Court overturning #RoeVsWade. We should be expanding women s rights, not restricting them.— Katrín Jakobsdóttir (@katrinjak) June 24, 2022 Nicola Sturgeon, forsætisráðherra Skotlands, lýsti deginum í dag sem einum þeim dimmasta fyrir réttindi kvenna um hennar daga. „Augljóslega verða verða fyrstu afleiðingarnar fyrir konur í Bandaríkjunum en þetta mun gefa andstæðingum þungunarrofs og kvenhatursöflum í öðrum löndum byr undir báða vængi líka,“ tísti hún. One of the darkest days for women s rights in my lifetime. Obviously the immediate consequences will be suffered by women in the US - but this will embolden anti-abortion & anti-women forces in other countries too. Solidarity doesn t feel enough right now - but it is necessary. https://t.co/T1656BPQuL— Nicola Sturgeon (@NicolaSturgeon) June 24, 2022
Þungunarrof Bandaríkin Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Sjá meira
Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23