Viðsnúningurinn mikil afturför í mannréttindum Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar 24. júní 2022 21:30 Silja Bára Ómarsdóttir, prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Fyrr í dag sneri Hæstiréttur Bandaríkjanna við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs. Silja Bára Ómarsdóttir prófessor í stjórnmálafræði og sérfræðingur í bandarískum stjórnmálum segir viðsnúning Hæstaréttar mikla afturför í mannréttindum. Niðurstaða Hæstaréttarins um að leyfa lögum í Mississippi sem banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu að standa gengur gegn áratugagömlu fordæmi sem var sett í máli Roe gegn Wade frá 1973. Á grundvelli þess og síðari hæstaréttardóma hafa konur verið taldar eiga rétt til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Fyrr í dag ávarpaði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna þjóð sína og sagði Hæstarétt vera að færa bandarísku þjóðina aftur um 150 ár. Aðspurð hvort viðsnúningurinn sé arfleifð forsetatíðar Donald Trump segir Silja Bára svo vera. „Já auðvitað hefði þessi dómstóll ekki verið svona skipaður nema vegna þess að Trump var kosinn og þetta var kosningamál hjá honum og hjá Repúblikanaflokknum með fyrirheiti um það að þessu dómafordæmi yrði hnekkt.“ Hún segir að verði dómstólnum ekki breytt á einhvern hátt, eða margir hætti á meðan demókratar séu við völd, séu atburðir dagsins fyrirheit um það sem koma skal. Þá sérstaklega hvað varðar samfélagslega mikilvæg málefni. „Það sem Repúblikanar hafa gert frekar en Demókratar hingað til er að setja þessi mál sem að má kannski að einhverju leyti kalla mórölsk álitamál, eða siðferðisleg álitamál á dagskrá og virkja þannig sína kjósendur með því að höfða til þess að þeir vilji vernda, þá ófædd börn í þessu tilviki.“ Silja Bára skrifaði sjálf bók um þungunarrof og segir hún eina af ástæðunum fyrir því að hún hafi skrifað bókina vera að hún hafi séð hvað væri að gerast. Hún segist hafa talið mikilvægt að Ísland hefði frjálslyndari löggjöf sem að verndaði réttinn sem tryggði að manneskjan sem þyrfti á þessari ákveðnu heilbrigðisþjónustu að halda gæti tekið ákvörðunina sjálf. Hún segir tilhneiginguna til þess að þrengja að réttindum kvenna til þess að taka ákvarðanir um eigin líkama mjög áberandi. „Ég tel þetta vera mikla afturför í mannréttindum og geta haft mun víðtækari áhrif en þau sem við getum rætt á svona stuttum tíma,“ segir Silja að lokum. Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Tengdar fréttir Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Niðurstaða Hæstaréttarins um að leyfa lögum í Mississippi sem banna þungunarrof eftir fimmtándu viku meðgöngu að standa gengur gegn áratugagömlu fordæmi sem var sett í máli Roe gegn Wade frá 1973. Á grundvelli þess og síðari hæstaréttardóma hafa konur verið taldar eiga rétt til þungunarrofs í Bandaríkjunum. Fyrr í dag ávarpaði Joe Biden, forseti Bandaríkjanna þjóð sína og sagði Hæstarétt vera að færa bandarísku þjóðina aftur um 150 ár. Aðspurð hvort viðsnúningurinn sé arfleifð forsetatíðar Donald Trump segir Silja Bára svo vera. „Já auðvitað hefði þessi dómstóll ekki verið svona skipaður nema vegna þess að Trump var kosinn og þetta var kosningamál hjá honum og hjá Repúblikanaflokknum með fyrirheiti um það að þessu dómafordæmi yrði hnekkt.“ Hún segir að verði dómstólnum ekki breytt á einhvern hátt, eða margir hætti á meðan demókratar séu við völd, séu atburðir dagsins fyrirheit um það sem koma skal. Þá sérstaklega hvað varðar samfélagslega mikilvæg málefni. „Það sem Repúblikanar hafa gert frekar en Demókratar hingað til er að setja þessi mál sem að má kannski að einhverju leyti kalla mórölsk álitamál, eða siðferðisleg álitamál á dagskrá og virkja þannig sína kjósendur með því að höfða til þess að þeir vilji vernda, þá ófædd börn í þessu tilviki.“ Silja Bára skrifaði sjálf bók um þungunarrof og segir hún eina af ástæðunum fyrir því að hún hafi skrifað bókina vera að hún hafi séð hvað væri að gerast. Hún segist hafa talið mikilvægt að Ísland hefði frjálslyndari löggjöf sem að verndaði réttinn sem tryggði að manneskjan sem þyrfti á þessari ákveðnu heilbrigðisþjónustu að halda gæti tekið ákvörðunina sjálf. Hún segir tilhneiginguna til þess að þrengja að réttindum kvenna til þess að taka ákvarðanir um eigin líkama mjög áberandi. „Ég tel þetta vera mikla afturför í mannréttindum og geta haft mun víðtækari áhrif en þau sem við getum rætt á svona stuttum tíma,“ segir Silja að lokum.
Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Mannréttindi Tengdar fréttir Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47 Mest lesið Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Innlent Ofbeldi í garð fangavarða eykst Innlent Dettifoss komið til hafnar Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Tímamótadómi ýmist lýst sem „sigri lífsins“ eða „grimmilegum“ Viðbrögð eftir tímamótadóm Hæstaréttar Bandaríkjanna um að konur hafi ekki rétt til þungunarrofs hafa streymt inn í dag. Fyrrverandi varaforseti segir dóminn „sigur lífsins“ en einn leiðtoga demókrata segir hann „grimmilegan“. 24. júní 2022 15:47