Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Magnús Jochum Pálsson skrifar 25. júní 2022 03:28 Tveir eru látnir og að minnsta kosti nítján særðir, þar af eru ellefu alvarlega særðir. EPA/Javad Parsa Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. To personer er bekreftet døde i skyteepisoden. Det er flere alvorlig skadde. Politiet definerte oppdraget som en PLIVO hendelse.— OPS Politiet Oslo (@oslopolitiops) June 24, 2022 Korter yfir eitt í nótt að staðartíma bárust lögreglunni í Osló ábendingar um að skotið hefði verið af byssu í miðbæ Osló. Rúmum hálftíma síðar tilkynnti lögreglan á Twitter að tveir hefðu verið skotnir og fleiri væru alvarlega særðir. Rétt fyrir klukkan tvö birtist svo tilkynning frá lögreglunni um að einn hefði verið handtekinn á vettvangi skömmu eftir árásina. Fjöldi fólks særður, þrír alvarlega Hedda Holth, upplýsingafulltrúi Háskólasjúkrahússins í Osló, staðfesti við NRK að nítján hefðu fengið aðhlynningu hjá heilbrigðisstofnunum. Þar af hefðu sjö verið lagðir inn á Ullevål-spítala, einn verið sendur til Ahus og að ellefu væru á bráðamóttökunni. Tore Barstad, talsmaður lögreglunnar og yfirmaður rannsóknarinnar á vettvangi, greindi frá því að þrír væru alvarlega særðir. Einn handtekinn Árásin virðist hafa átt sér stað á þremur stöðum, við London Pub, á skemmtistaðnum Herr Nilsen og á skyndibitastað í nágrenninu. Tore Barstad fer fyrir viðbrögðum og rannsókn lögreglunnar á staðnum.EPA/Javad Parsa Barstad sagði í viðtali við Aftenposten að vettvangur glæpsins hefði náð frá London Pub að nærliggjandi götu þar sem hinn grunaði var handtekinn nokkrum mínútum eftir að skotárásin byrjaði. Barstad sagði allt benda til að hinn grunaði hefði verið einn að verki. Fjölmargir vitni að árásinni NRK greinir frá því að Olav Rønneberg, blaðamaður fréttamiðilsins, hafi verið vitni að árásinni. Hann segist hafa séð mann koma að staðnum með poka, taka upp byssu og byrja að skjóta. Fjölmargir voru vitni að árásinni og hefur um 40 vitnum verið safnað saman á hóteli í nágrenninu fyrir skýrslutöku. Einnig hefur fjöldi fólks safnast saman fyrir utan London Pub með regnbogalitaða fána til að sýna fórnarlömbum árásarinnar og hinsegin samfélaginu stuðning. Rohan Sandemo Fernando, upplýsingafulltrúi Oslo Pride, sagði í viðtali við NRK að framkvæmdastjórn samtakanna hafi virkjað áfallateymi eftir árásina. Þá séu skipuleggjendur í virku samtali við lögregluna og aðra aðila sem koma að málinu. Skotárás við London Pub í Osló Noregur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira
To personer er bekreftet døde i skyteepisoden. Det er flere alvorlig skadde. Politiet definerte oppdraget som en PLIVO hendelse.— OPS Politiet Oslo (@oslopolitiops) June 24, 2022 Korter yfir eitt í nótt að staðartíma bárust lögreglunni í Osló ábendingar um að skotið hefði verið af byssu í miðbæ Osló. Rúmum hálftíma síðar tilkynnti lögreglan á Twitter að tveir hefðu verið skotnir og fleiri væru alvarlega særðir. Rétt fyrir klukkan tvö birtist svo tilkynning frá lögreglunni um að einn hefði verið handtekinn á vettvangi skömmu eftir árásina. Fjöldi fólks særður, þrír alvarlega Hedda Holth, upplýsingafulltrúi Háskólasjúkrahússins í Osló, staðfesti við NRK að nítján hefðu fengið aðhlynningu hjá heilbrigðisstofnunum. Þar af hefðu sjö verið lagðir inn á Ullevål-spítala, einn verið sendur til Ahus og að ellefu væru á bráðamóttökunni. Tore Barstad, talsmaður lögreglunnar og yfirmaður rannsóknarinnar á vettvangi, greindi frá því að þrír væru alvarlega særðir. Einn handtekinn Árásin virðist hafa átt sér stað á þremur stöðum, við London Pub, á skemmtistaðnum Herr Nilsen og á skyndibitastað í nágrenninu. Tore Barstad fer fyrir viðbrögðum og rannsókn lögreglunnar á staðnum.EPA/Javad Parsa Barstad sagði í viðtali við Aftenposten að vettvangur glæpsins hefði náð frá London Pub að nærliggjandi götu þar sem hinn grunaði var handtekinn nokkrum mínútum eftir að skotárásin byrjaði. Barstad sagði allt benda til að hinn grunaði hefði verið einn að verki. Fjölmargir vitni að árásinni NRK greinir frá því að Olav Rønneberg, blaðamaður fréttamiðilsins, hafi verið vitni að árásinni. Hann segist hafa séð mann koma að staðnum með poka, taka upp byssu og byrja að skjóta. Fjölmargir voru vitni að árásinni og hefur um 40 vitnum verið safnað saman á hóteli í nágrenninu fyrir skýrslutöku. Einnig hefur fjöldi fólks safnast saman fyrir utan London Pub með regnbogalitaða fána til að sýna fórnarlömbum árásarinnar og hinsegin samfélaginu stuðning. Rohan Sandemo Fernando, upplýsingafulltrúi Oslo Pride, sagði í viðtali við NRK að framkvæmdastjórn samtakanna hafi virkjað áfallateymi eftir árásina. Þá séu skipuleggjendur í virku samtali við lögregluna og aðra aðila sem koma að málinu.
Skotárás við London Pub í Osló Noregur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Sjá meira