Rannsaka skotárásina í Osló sem mögulegt hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2022 07:50 Vopnaður lögreglumaður á vettvangi skotárásarinnar í Osló í nótt. Byssumaðurinn hóf skothríð fyrir utan bar sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks. AP/Javad Parsa/NTB Norska lögreglan segist rannsaka hvort að mannskæð skotárás við skemmtistað hinsegin fólks í miðborg Oslóar í nótt hafi verið hryðjuverkaárás. Gleðigöngu Oslóar sem átti að fara fram í dag hefur verið aflýst vegna árásarinnar. Tveir eru látnir og fjórtán særðir eftir að maður hóf skothríð við skemmtistaðinn London Pub sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks. Skipuleggjendur gleðigöngunnar tilkynntu á Facebook-síðu sinni að allir viðburðir tengdir henni færu ekki fram að ráðum lögreglunnar. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Hann er er norskur ríkisborgari af írönskum uppruna. Lögreglan segist þekkja til mannsins en ekki vegna stórglæpa. Hún lagði hald á skammbyssu og sjálfvirkt skotvopn. Átta þeirra sem særðust eru nú á sjúkrahúsi, að sögn Tore Barstad, talsmanns lögreglunnar. Norska ríkisútvarpið NRK segir að enginn þeirra særðu sé lengur talinn í lífshættu. Á fréttamannafundi í morgun sögðu fulltrúar lögreglunnar að maðurinn, sem er 42 ára gamall, sé sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk. Gengið sé út frá að fyrir honum hafi vakað að skapa ótta en ekki hefur verið útilokað að hann eigi við geðræn vandamál að stríða. Fréttamaður NRK sem varð vitni að árásinni segist hafa séð árásarmanninn taka skotvopn upp úr poka og byrja að skjóta. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir að þó að ekki liggi fyrir hvað vakti fyrir morðingjanum þá hafi árásin valdið hinsegin samfélaginu ótta og sorg. „Við stöndum öll með ykkur,“ skrifaðir Gahr Støre á Facebook-síðu sinni. Fréttin hefur verið uppfærð. Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Tveir eru látnir og fjórtán særðir eftir að maður hóf skothríð við skemmtistaðinn London Pub sem er vinsæll á meðal hinsegin fólks. Skipuleggjendur gleðigöngunnar tilkynntu á Facebook-síðu sinni að allir viðburðir tengdir henni færu ekki fram að ráðum lögreglunnar. Árásarmaðurinn var handtekinn á vettvangi. Hann er er norskur ríkisborgari af írönskum uppruna. Lögreglan segist þekkja til mannsins en ekki vegna stórglæpa. Hún lagði hald á skammbyssu og sjálfvirkt skotvopn. Átta þeirra sem særðust eru nú á sjúkrahúsi, að sögn Tore Barstad, talsmanns lögreglunnar. Norska ríkisútvarpið NRK segir að enginn þeirra særðu sé lengur talinn í lífshættu. Á fréttamannafundi í morgun sögðu fulltrúar lögreglunnar að maðurinn, sem er 42 ára gamall, sé sakaður um morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk. Gengið sé út frá að fyrir honum hafi vakað að skapa ótta en ekki hefur verið útilokað að hann eigi við geðræn vandamál að stríða. Fréttamaður NRK sem varð vitni að árásinni segist hafa séð árásarmanninn taka skotvopn upp úr poka og byrja að skjóta. Jonas Gahr Støre, forsætisráðherra Noregs, segir að þó að ekki liggi fyrir hvað vakti fyrir morðingjanum þá hafi árásin valdið hinsegin samfélaginu ótta og sorg. „Við stöndum öll með ykkur,“ skrifaðir Gahr Støre á Facebook-síðu sinni. Fréttin hefur verið uppfærð.
Noregur Hinsegin Skotárás við London Pub í Osló Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Hætta leitinni í Meradölum Innlent Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Innlent Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Innlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent „Svarta ekkjan“ fannst látin Erlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira