Samskipti Sigurðar Inga við borgina orðin mun betri Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 25. júní 2022 16:01 Sigurður Ingi hefur skipað starfshóp til að fara yfir það hvort uppbygging í hinum svokallaða Nýja Skerfjafirði ógni flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. vísir/vilhelm Reykjavíkurborg hefur fallist á að fresta áformum sínum um úthlutun lóða fyrir nýja byggð í Skerjafirði á meðan starfshópur innviðaráðuneytis skoðar áhrif hennar á flugöryggi. Oddviti Framsóknarflokksins í borginni segir vont að málið fresti uppbyggingu á félagslegu húsnæði. Innviðaráðherra hefur nú skipað starfshóp til að greina það hvort uppbygging nýja hverfisins í Skerjafirði ógni flugöryggi eins og Isavia og ráðuneytið hafa haldið fram. Hingað til hefur borgin þvertekið fyrir að það sé rétt. „Við teljum þau áhrif ekki hafa mjög mikil áhrif á flugvöllinn þannig að... en það er rétt að taka þátt í starfi þessa hóps,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og starfandi borgarstjóri. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sem er í sumarfríi, hefur hingað til verið mjög ósammála innviðaráðherra um rétta borgarinnar til að ráðast í uppbyggingu á svæðinu. Framsókn nú beggja vegna borðsins Það að borgin sé nú tilbúin að fresta uppbyggingunni á meðan málið er rannsakað frekar telur ráðherrann marka kaflaskipti í samskiptum ríkis og borgar. Hans flokkur er enda kominn í borgarstjórn. Þakkar ráðherrann honum þessa viðhorfsbreytingu? „Eigum við ekki bara að segja að þau samskipti sem við eigum núna milli ríkis og borgar eru talsvert breytt frá því sem stundum hefur verið áður og það er til bóta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Er það vegna þess að Framsóknarflokkurinn er beggja vegna borðsins? „Ég skal ekkert segja um það en þetta er allavega eðlilegt samstarf milli höfuðborgarinnar, sem hýsir aðalinnanlandsflugvöll landsins, og ríkisins sem hefur auðvitað ábyrgð og áhyggjur af því að það sama innanlandsflug geti starfað í landinu,“ segir Sigurður Ingi. Ekki góð töf á uppbyggingu félagslegs húsnæðis Framsókn í borginni telur málið þó óheppilega seinkun á byggingu húsnæðis. „Þetta hefur þau áhrif að þetta tefst allt um þennan tíma. Og það er náttúrulega ekki gott vegna þess að það skiptir miklu máli að hraða allri byggingu íbúðarhúsnæðis og sérstaklega fyrir þessa hópa sem um ræðir; þetta er félagsstofnun stúdenta, þetta er Bjarg og sú uppbygging sem fellur undir hagkvæmt húsnæði,“ segir Einar Þorsteinsson. Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknar í Reykjavík.vísir/vilhelm Ráðherrann er sammála honum þar. „Sem ráðherra húsnæðismála þá hvet ég auðvitað til sem mestrar uppbyggingar og sem hraðastrar. En það má hins vegar ekki verða á kostnað grunninnviða í samgöngukerfi landsins,“ segir Sigurður Ingi. Þannig þú ert ekki á móti áformunum um nýjan Skerjafjörð sem slíkum? „Ég hvet nú heldur til húsbyggingar eins og hægt er. En eins og ég segi þá má hún ekki hafa áhrif á grundvallar innviði eins og megininnanlandsflugvöll okkar Íslendinga,“ segir hann. Hann vonar að starfshópurinn, sem á að skila af sér niðurstöðum 1. október næstkomandi finni leið til uppbyggingar án þess að hún ógni flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli. Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Framsóknarflokkurinn Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira
Innviðaráðherra hefur nú skipað starfshóp til að greina það hvort uppbygging nýja hverfisins í Skerjafirði ógni flugöryggi eins og Isavia og ráðuneytið hafa haldið fram. Hingað til hefur borgin þvertekið fyrir að það sé rétt. „Við teljum þau áhrif ekki hafa mjög mikil áhrif á flugvöllinn þannig að... en það er rétt að taka þátt í starfi þessa hóps,“ segir Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins og starfandi borgarstjóri. Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri sem er í sumarfríi, hefur hingað til verið mjög ósammála innviðaráðherra um rétta borgarinnar til að ráðast í uppbyggingu á svæðinu. Framsókn nú beggja vegna borðsins Það að borgin sé nú tilbúin að fresta uppbyggingunni á meðan málið er rannsakað frekar telur ráðherrann marka kaflaskipti í samskiptum ríkis og borgar. Hans flokkur er enda kominn í borgarstjórn. Þakkar ráðherrann honum þessa viðhorfsbreytingu? „Eigum við ekki bara að segja að þau samskipti sem við eigum núna milli ríkis og borgar eru talsvert breytt frá því sem stundum hefur verið áður og það er til bóta,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson. Er það vegna þess að Framsóknarflokkurinn er beggja vegna borðsins? „Ég skal ekkert segja um það en þetta er allavega eðlilegt samstarf milli höfuðborgarinnar, sem hýsir aðalinnanlandsflugvöll landsins, og ríkisins sem hefur auðvitað ábyrgð og áhyggjur af því að það sama innanlandsflug geti starfað í landinu,“ segir Sigurður Ingi. Ekki góð töf á uppbyggingu félagslegs húsnæðis Framsókn í borginni telur málið þó óheppilega seinkun á byggingu húsnæðis. „Þetta hefur þau áhrif að þetta tefst allt um þennan tíma. Og það er náttúrulega ekki gott vegna þess að það skiptir miklu máli að hraða allri byggingu íbúðarhúsnæðis og sérstaklega fyrir þessa hópa sem um ræðir; þetta er félagsstofnun stúdenta, þetta er Bjarg og sú uppbygging sem fellur undir hagkvæmt húsnæði,“ segir Einar Þorsteinsson. Einar Þorsteinsson er oddviti Framsóknar í Reykjavík.vísir/vilhelm Ráðherrann er sammála honum þar. „Sem ráðherra húsnæðismála þá hvet ég auðvitað til sem mestrar uppbyggingar og sem hraðastrar. En það má hins vegar ekki verða á kostnað grunninnviða í samgöngukerfi landsins,“ segir Sigurður Ingi. Þannig þú ert ekki á móti áformunum um nýjan Skerjafjörð sem slíkum? „Ég hvet nú heldur til húsbyggingar eins og hægt er. En eins og ég segi þá má hún ekki hafa áhrif á grundvallar innviði eins og megininnanlandsflugvöll okkar Íslendinga,“ segir hann. Hann vonar að starfshópurinn, sem á að skila af sér niðurstöðum 1. október næstkomandi finni leið til uppbyggingar án þess að hún ógni flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli.
Reykjavíkurflugvöllur Reykjavík Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Samgöngur Framsóknarflokkurinn Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Með eitt og hálft kíló falið innvortis Landsfundi ekki frestað Hlaup hafið úr Grímsvötnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Jón Magnús og Guðríður Lára til aðstoðar Ölmu Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Sjá meira