Óttast að hjónabönd samkynhneigðra og fleiri réttindi séu í hættu næst Kjartan Kjartansson skrifar 25. júní 2022 14:39 Dómararnir níu við Hæstarétt Bandaríkjanna. Fimm þeirra samþykktu að svipta konur réttinum til þungunarrofs í gær. Vísir/EPA Frjáslyndir dómarar við Hæstarétt Bandaríkjanna vöruðu við því að hjónabönd samkynhneigðra og aðgangur að getnaðarvörnum gæti verið á meðal annarra réttinda í hættu eftir að rétturinn felldi niður rétt kvenna til þungunarrofs í gær. Einn íhaldssömu dómaranna sagðist vilja endurskoða þau réttindi í séráliti sínu. Tímamótadómi Hæstaréttar sem sneri við tæplega hálfrar aldra gömlu dómafordæmi um að stjórnarskrá Bandaríkjanna tryggi konum rétt til þungunarrofs hefur verið tekið fagnandi af andstæðingum þungunarrofs. Stuðningsfólk réttinda kvenna segja dóminn hins vegar svipta konur grundvallarfrelsi til að ráða eigin líkama. Þá óttast margir að íhaldsmennirnir við Hæstarétt, sem eru í öruggum meirihluta, eigi eftir að halda áfram að svipta fólk réttindum sem þeim hafa fram að þessu verið túlkuð í stjórnarskrá. Sum þeirra byggja enda á sömu forsendum og réttur kvenna til þungunarrofs fyrir viðsnúninginn í gær. Frjálslyndu dómararnir þrír sem skiluðu séráliti eru á meðal þeirra sem deila þeim áhyggjum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Önnur réttindi sem byggja á fjórtánda viðauka stjórnarskrárinnar um að ríki megi ekki skerða réttindi borgaranna án réttlátrar málsmeðferðar geti nú verið í hættu ef rétturinn beitir sömu túlkun til að endurskoða eldri tímamótadóma. Á meðal þeirra er dómur frá 1965 um að hjón eigi rétt á að kaupa getnaðarvarnir, dómur frá 1967 um hjónabönd fólks af ólíkum kynþáttum, dómur frá 2003 um kynlíf samkynhneigðra og dómur frá 2015 um hjónabönd samkynhneigðra. Eins og að lofa að Jenga-turninn hrynji ekki Dómararnir þrír gáfu lítið fyrir fullyrðingar Samuels Alito, íhaldsdómarans sem skrifaði meirihlutaálitið, um að dómurinn hefði ekki þýðingu fyrir fordæmi um önnur mál en þungunarrof. „Hugsið ykkur einhvern sem segir ykkur að Jenga-turninn muni einfaldlega ekki hrynja,“ sögðu dómararnir í minnihlutaáliti sínu og vísuðu til leiksins Jenga sem gengur út á að raða upp trébitum í turn sem hrynur óhjákvæmilega á endanum. „Annað hvort er lunginn af meirihlutaálitinu hræsni eða öðrum stjórnarskrárvörðum réttindum er ógnað, það er annað tveggja,“ skrifuðu þau Stephen Breyer, Elena Kagan og Sonia Sotomayor. "Either the mass of the majority's opinion is hypocrisy, or additional constitutional rights are under threat. It is one or the other." pic.twitter.com/mQ77HWhPp3— southpaw (@nycsouthpaw) June 24, 2022 Sérálit sem Clarence Thomas, einn íhaldsamasti dómarinn við Hæstarétt, skilaði í málinu grefur einnig nokkuð undan fullyrðingum Alito um að dómurinn í málinu gær hafi ekki áhrif á önnur dómafordæmi réttarins. Thomas skrifaði þannig að að hans mati ætti rétturinn að endurskoð öll önnur fordæmi sem byggja á rétti til sanngjarnrar málsmeðferðir til að leiðrétta mistök sem hefðu verið gerð í fyrir dómum. Nefndi hann sérstaklega dómana um rétt fólks til getnaðarvarna, hjónabönd samkynhneigðra og um að ríki megi ekki banna kynlíf samkynhneigðra. In a solo concurring opinion, Thomas says the court should reconsider rulings that protect contraception, same-sex relationships, and same-sex marriage. pic.twitter.com/zcQNko6NVR— Matt Ford (@fordm) June 24, 2022 Hinsegin Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35 Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Tímamótadómi Hæstaréttar sem sneri við tæplega hálfrar aldra gömlu dómafordæmi um að stjórnarskrá Bandaríkjanna tryggi konum rétt til þungunarrofs hefur verið tekið fagnandi af andstæðingum þungunarrofs. Stuðningsfólk réttinda kvenna segja dóminn hins vegar svipta konur grundvallarfrelsi til að ráða eigin líkama. Þá óttast margir að íhaldsmennirnir við Hæstarétt, sem eru í öruggum meirihluta, eigi eftir að halda áfram að svipta fólk réttindum sem þeim hafa fram að þessu verið túlkuð í stjórnarskrá. Sum þeirra byggja enda á sömu forsendum og réttur kvenna til þungunarrofs fyrir viðsnúninginn í gær. Frjálslyndu dómararnir þrír sem skiluðu séráliti eru á meðal þeirra sem deila þeim áhyggjum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Önnur réttindi sem byggja á fjórtánda viðauka stjórnarskrárinnar um að ríki megi ekki skerða réttindi borgaranna án réttlátrar málsmeðferðar geti nú verið í hættu ef rétturinn beitir sömu túlkun til að endurskoða eldri tímamótadóma. Á meðal þeirra er dómur frá 1965 um að hjón eigi rétt á að kaupa getnaðarvarnir, dómur frá 1967 um hjónabönd fólks af ólíkum kynþáttum, dómur frá 2003 um kynlíf samkynhneigðra og dómur frá 2015 um hjónabönd samkynhneigðra. Eins og að lofa að Jenga-turninn hrynji ekki Dómararnir þrír gáfu lítið fyrir fullyrðingar Samuels Alito, íhaldsdómarans sem skrifaði meirihlutaálitið, um að dómurinn hefði ekki þýðingu fyrir fordæmi um önnur mál en þungunarrof. „Hugsið ykkur einhvern sem segir ykkur að Jenga-turninn muni einfaldlega ekki hrynja,“ sögðu dómararnir í minnihlutaáliti sínu og vísuðu til leiksins Jenga sem gengur út á að raða upp trébitum í turn sem hrynur óhjákvæmilega á endanum. „Annað hvort er lunginn af meirihlutaálitinu hræsni eða öðrum stjórnarskrárvörðum réttindum er ógnað, það er annað tveggja,“ skrifuðu þau Stephen Breyer, Elena Kagan og Sonia Sotomayor. "Either the mass of the majority's opinion is hypocrisy, or additional constitutional rights are under threat. It is one or the other." pic.twitter.com/mQ77HWhPp3— southpaw (@nycsouthpaw) June 24, 2022 Sérálit sem Clarence Thomas, einn íhaldsamasti dómarinn við Hæstarétt, skilaði í málinu grefur einnig nokkuð undan fullyrðingum Alito um að dómurinn í málinu gær hafi ekki áhrif á önnur dómafordæmi réttarins. Thomas skrifaði þannig að að hans mati ætti rétturinn að endurskoð öll önnur fordæmi sem byggja á rétti til sanngjarnrar málsmeðferðir til að leiðrétta mistök sem hefðu verið gerð í fyrir dómum. Nefndi hann sérstaklega dómana um rétt fólks til getnaðarvarna, hjónabönd samkynhneigðra og um að ríki megi ekki banna kynlíf samkynhneigðra. In a solo concurring opinion, Thomas says the court should reconsider rulings that protect contraception, same-sex relationships, and same-sex marriage. pic.twitter.com/zcQNko6NVR— Matt Ford (@fordm) June 24, 2022
Hinsegin Hæstiréttur Bandaríkjanna Bandaríkin Þungunarrof Tengdar fréttir Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35 Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24 Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Einungis einn miðill samþykkti nýjar reglur ráðherrans Keaton lést úr lungnabólgu Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Segir Indverja ætla að hætta að kaupa olíu af Rússum Hamas aðeins skilað tveimur líkum til viðbótar en ekki sagðir hafa svikið samkomulag Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Pakistan og Afganistan gera vopnahlé eftir mannskæðustu átök í langan tíma Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Metaukning koltvísýrings rakin til losunar manna og gróðurelda Biður Pútín um að afhenda Assad Hæstiréttur hafnar Alex Jones Lecornu eygir von eftir ákvörðun um að fresta hækkun eftirlaunaaldursins Segja eitt líkanna ekki vera gísl Dónatal í desember Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Viðkvæmur friður þegar í hættu? Ræðumaður á íslenskri friðarráðstefnu rannsakaður fyrir valdaránsáætlun Vona að Trump sé til í að auka pressuna á Pútín Aftur heppnast geimskot Starship Hegseth í stríði við blaðamenn Forseti Madagaskar flúinn og herinn við völd Sjá meira
Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35
Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23
Óttast að fleiri réttindi gætu fallið eftir þungunarrofsdóm Fleiri dómafordæmi sem tryggja grundvallarréttindi gætu verið í hættu ef Hæstiréttur Bandaríkjanna sviptir konur rétti til þungunarrofs. Ýmis önnur réttindi byggjast á forsendum sem meirihluti réttarins býr sig nú undir að hafna. 5. maí 2022 14:24