Í kveðju sinni sagði Einar, sem gegnir embætti borgarstjóra í fjarveru Dags B. Eggertssonar, að nú sem aldrei fyrr þyrfti að standa vörð um þau grunngildi sem samfélög okkar byggi á.
„Við látum hvergi bugast í baráttunni gegn ótta og hatri og upphefjum kærleika og umburðarlyndi,“ sagði í kveðjunni.
Ítrekaði starfandi borgarstjóri að hugur og hjörtu Reykvíkinga væru nú sérstaklega hjá þeim sem syrgðu ástvini, þeim særðu og hinsegin samfélaginu sem hafi orðið fyrir enn einn árásinni.
Tveir karlmenn voru skotnir til bana í árásinni sem er rannsökuð sem hryðjuverk. Rúmlega tuttugu særðust, þar af tíu alvarlega, en enginn er talinn í lífshættu.
Fjörutíu og tveggja ára gamall karlmaður er í haldi lögreglu. Hann hefur neita að gefa lögreglu skýrslu. Lögregla og leyniþjónusta Noregs telur að maðurinn hafi verið í sambandi við öfgatrúaða íslamista.