Hvað eru mörg fífl í heiminum? Arna Pálsdóttir skrifar 27. júní 2022 07:01 „Hvað eru mörg fífl í heiminum?“ spurði 6 ára dóttir mín mig í bílnum á leiðinni heim. Við vorum að hlusta á Kalla á þakinu og spurningin kom án nokkurs aðdraganda. Þetta fékk svolítið á mig, hvaðan kom þetta? Ég vissi ekki alveg hvert ég ætti að fara með þetta samtal og reyndi því að svara spurningunni með örlítið umburðarlyndari spurning: „Eru til fífl í heiminum?“ Jú, það hélt hún nú. „Það eru til fullt af þeim!“ svaraði hún. Allt í lagi. Þetta var afdráttarlaust. Það stóð því lítið annað til boða en að taka þetta samtal. En hvernig átti ég að svara þessu? Gat ég afgreitt þetta með því að segja að það væru engin fífl í heiminum eða gat ég sagt henni að allir geta verið fífl. Fyrra svarið hefði kannski betur hentað 6 ára barni en seinna svarið er vafalaust mun nær sannleikanum. Eftir nokkra íhugun byrjaði ég á því að segja að kannski ætti maður ekkert að vera að kalla aðra fífl. Það væri eins og að kasta steini, ef þú kastar steini í einhvern þá getur þú fengið stein í þig á móti. Allir geta verið fífl einhvern tímann. Í bílnum ríkti þrúgandi þögn þegar hún dæsti út úr sér: „Ég skil þig ekki“ (og ég sá skyndilega eftir því að hafa ekki stokkið á fyrra svarið og hreinsað heiminn af öllum fíflum). En hvað gerir fífl að fífli? Við eigum það til að vera ansi fljót að kasta fyrsta steininum. Umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum er gjarnan of lítið sem gerir það að verkum að samtalið verður takmarkað og við minna upplýst fyrir vikið. En ólíkar skoðanir gera okkur varla að fíflum? Hins vegar hefur dóttir mín rétt fyrir sér. Það eru til fífl í heiminum. Fífl með völd. Fífl sem með fantaskapi, pólitík og valdabaráttu hafa af okkur grundvallarréttindi. Fífl sem nota völd til að sleikja gömul pólitísk sár. Fífl sem meta vægi getnaðar meira en líf kvenna. Fífl sem fara aftur í tímann og hrifsa til baka réttindi sem varin hafa verið í áratugi (með sömu stjórnarskrá og þeir byggja fíflaskap sinn á í dag). Já, það eru svo sannarlega til fífl og nú er ljóst að fíflaskap er engin takmörk sett. Ég leit í baksýnisspegilinn og sá að ég var búin að tapa henni. Hún horfði út um gluggan og var eflaust farin að hugsa upp einhverja aðra spurningu um stóru málin í lífinu og skildi mig því eftir eina með hugsunum mínum. Það var lítið annað að gera en að hækka aftur í Kalla á þakinu og halda áfram förinni heim. Þegar við runnum í hlað fór dóttir mín út úr bílnum og hljóp á grasblett sem liggur við húsið okkar sem þakinn er gulum túnfíflum. Á meðan hún hljóp kallaði hún „Sjáðu bara! Það eru fífl út um allt!“ Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Arna Pálsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Sjá meira
„Hvað eru mörg fífl í heiminum?“ spurði 6 ára dóttir mín mig í bílnum á leiðinni heim. Við vorum að hlusta á Kalla á þakinu og spurningin kom án nokkurs aðdraganda. Þetta fékk svolítið á mig, hvaðan kom þetta? Ég vissi ekki alveg hvert ég ætti að fara með þetta samtal og reyndi því að svara spurningunni með örlítið umburðarlyndari spurning: „Eru til fífl í heiminum?“ Jú, það hélt hún nú. „Það eru til fullt af þeim!“ svaraði hún. Allt í lagi. Þetta var afdráttarlaust. Það stóð því lítið annað til boða en að taka þetta samtal. En hvernig átti ég að svara þessu? Gat ég afgreitt þetta með því að segja að það væru engin fífl í heiminum eða gat ég sagt henni að allir geta verið fífl. Fyrra svarið hefði kannski betur hentað 6 ára barni en seinna svarið er vafalaust mun nær sannleikanum. Eftir nokkra íhugun byrjaði ég á því að segja að kannski ætti maður ekkert að vera að kalla aðra fífl. Það væri eins og að kasta steini, ef þú kastar steini í einhvern þá getur þú fengið stein í þig á móti. Allir geta verið fífl einhvern tímann. Í bílnum ríkti þrúgandi þögn þegar hún dæsti út úr sér: „Ég skil þig ekki“ (og ég sá skyndilega eftir því að hafa ekki stokkið á fyrra svarið og hreinsað heiminn af öllum fíflum). En hvað gerir fífl að fífli? Við eigum það til að vera ansi fljót að kasta fyrsta steininum. Umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum er gjarnan of lítið sem gerir það að verkum að samtalið verður takmarkað og við minna upplýst fyrir vikið. En ólíkar skoðanir gera okkur varla að fíflum? Hins vegar hefur dóttir mín rétt fyrir sér. Það eru til fífl í heiminum. Fífl með völd. Fífl sem með fantaskapi, pólitík og valdabaráttu hafa af okkur grundvallarréttindi. Fífl sem nota völd til að sleikja gömul pólitísk sár. Fífl sem meta vægi getnaðar meira en líf kvenna. Fífl sem fara aftur í tímann og hrifsa til baka réttindi sem varin hafa verið í áratugi (með sömu stjórnarskrá og þeir byggja fíflaskap sinn á í dag). Já, það eru svo sannarlega til fífl og nú er ljóst að fíflaskap er engin takmörk sett. Ég leit í baksýnisspegilinn og sá að ég var búin að tapa henni. Hún horfði út um gluggan og var eflaust farin að hugsa upp einhverja aðra spurningu um stóru málin í lífinu og skildi mig því eftir eina með hugsunum mínum. Það var lítið annað að gera en að hækka aftur í Kalla á þakinu og halda áfram förinni heim. Þegar við runnum í hlað fór dóttir mín út úr bílnum og hljóp á grasblett sem liggur við húsið okkar sem þakinn er gulum túnfíflum. Á meðan hún hljóp kallaði hún „Sjáðu bara! Það eru fífl út um allt!“ Höfundur er lögfræðingur.
Skoðun Alþjóðadómstóllinn segir öll viðskipti íslenskra aðila við Rapyd vera ólögleg Björn B Björnsson skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar