Katrín Tanja og Sara fá eitt tækifæri í viðbót en keppa um tvö sæti við 28 aðrar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. júní 2022 08:30 Sara Sigmundsdóttir og Katrín Tanja Davíðsdóttir fá eitt annað tækifæri til að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í ár. Instagram/@sarasigmunds og @katrintanja Þetta er gríðarlega mikilvæg vika fyrir tvær af þekktustu CrossFit konum landsins enda allra síðasti séns fyrir þær að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Söru Sigmundsdóttur tókst hvorugri að tryggja sér eitt af fimm sætunum í boði í sínum undankeppnum en voru nógu ofarlega til að tryggja sér þátttökurétt í Last-Chance Qualifier. Þar fá að keppa þær íþróttakonur og þeir íþróttamenn sem voru næst því að fá farseðilinn í undanúrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Alls eru þrjátíu konur og þrjátíu karlar sem keppa um tvö laus sæti hjá hvoru kyni. Last-Chance Qualifier fer fram frá 29. júní til 1. júlí næstkomandi. Keppnin fer fram í gegnum netið en keppendur þurfa vitanlega að fylgja ströngum reglum eins og þeir ættu að vera vanir eftir öll netmótinu undir kórónuveiruástandinu. Sara varð í sjötta sæti á CrossFit Lowlands Throwdown mótinu í Hollandi en allar fimm sem urðu á undan henni tryggðu sig inn á heimsleikana. Katrín Tanja varð í sjötta sæti á Strength in Depth mótinu í London og vantaði í raun aðeins sex stig til að ná einu af fimm efstu sætunum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Ísland á þegar þrjá keppendur á heimsleikunum í einstaklingskeppninni því þau Björgvin Karl Guðmundsson, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir tókst öllum að ná lausu sæti í undanúrslitamótunum. Lið CrossFit Reykjavíkur undir forystu Annie Mist Þórisdóttur eru einnig komin á heimsleikana eftir frábæra frammistöðu í undanúrslitunum. Þuríður Erla náði þriðja sætinu á Strength in Depth mótinu og Sólveig varð þar í fjórða sæti. Þuríður Erla er að fara á sína sjöundu leika í einstaklingskeppninni en þetta er í fyrsta sinn sem Sólveig keppir meðal þeirra bestu. Björgvin Karl varð í öðru sæti á Lowlands mótinu í Amsterdam og er því kominn á sína níundu heimsleika í röð sem er frábær árangur. Ísland mun einnig eiga fulltrúa meðal yngri keppenda því Rökkvi Hrafn Guðnason komst í úrslit í flokki sextán til sautján ára stráka og Bergrós Björnsdóttir komst í úrslitin í flokki fjórtán til fimmtán ára stelpna. CrossFit Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira
Katrínu Tönju Davíðsdóttur og Söru Sigmundsdóttur tókst hvorugri að tryggja sér eitt af fimm sætunum í boði í sínum undankeppnum en voru nógu ofarlega til að tryggja sér þátttökurétt í Last-Chance Qualifier. Þar fá að keppa þær íþróttakonur og þeir íþróttamenn sem voru næst því að fá farseðilinn í undanúrslitunum. View this post on Instagram A post shared by Katri n Tanja Davi ðsdo ttir (@katrintanja) Alls eru þrjátíu konur og þrjátíu karlar sem keppa um tvö laus sæti hjá hvoru kyni. Last-Chance Qualifier fer fram frá 29. júní til 1. júlí næstkomandi. Keppnin fer fram í gegnum netið en keppendur þurfa vitanlega að fylgja ströngum reglum eins og þeir ættu að vera vanir eftir öll netmótinu undir kórónuveiruástandinu. Sara varð í sjötta sæti á CrossFit Lowlands Throwdown mótinu í Hollandi en allar fimm sem urðu á undan henni tryggðu sig inn á heimsleikana. Katrín Tanja varð í sjötta sæti á Strength in Depth mótinu í London og vantaði í raun aðeins sex stig til að ná einu af fimm efstu sætunum. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) Ísland á þegar þrjá keppendur á heimsleikunum í einstaklingskeppninni því þau Björgvin Karl Guðmundsson, Þuríður Erla Helgadóttir og Sólveig Sigurðardóttir tókst öllum að ná lausu sæti í undanúrslitamótunum. Lið CrossFit Reykjavíkur undir forystu Annie Mist Þórisdóttur eru einnig komin á heimsleikana eftir frábæra frammistöðu í undanúrslitunum. Þuríður Erla náði þriðja sætinu á Strength in Depth mótinu og Sólveig varð þar í fjórða sæti. Þuríður Erla er að fara á sína sjöundu leika í einstaklingskeppninni en þetta er í fyrsta sinn sem Sólveig keppir meðal þeirra bestu. Björgvin Karl varð í öðru sæti á Lowlands mótinu í Amsterdam og er því kominn á sína níundu heimsleika í röð sem er frábær árangur. Ísland mun einnig eiga fulltrúa meðal yngri keppenda því Rökkvi Hrafn Guðnason komst í úrslit í flokki sextán til sautján ára stráka og Bergrós Björnsdóttir komst í úrslitin í flokki fjórtán til fimmtán ára stelpna.
CrossFit Mest lesið Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Íslenski boltinn Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Enski boltinn Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Körfubolti Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Enski boltinn Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Sport Ný keppni FIFA sem enginn virðist vilja spila í Fótbolti Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Björgvin Karl með loforð eftir vonbrigði helgarinnar Sport Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sport Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Körfubolti Fleiri fréttir „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Leik lokið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna Leik lokið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Leik lokið: Keflavík-Haukar 117-85 | Afhroð hjá gestunum Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Í beinni: Grótta - Haukar | Tvö lið í basli FH-ingar í fínum gír án Arons Í beinni: Grikkland - England | Ensku ljónin eiga harma að hefna Í beinni: Írland - Finnland | Írar stefna á annan sigur gegn Finnum Leik lokið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Ætla að auka framlög til afreksstarfs um 650 milljónir Sinnir herskyldu á netinu Fertug Vonn ætlar aftur á flug eftir sex ára hlé Tekur við Roma á ný 73 ára gamall Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Gagnrýnir Paul fyrir að berjast við afann Tyson Fljótasti Íslendingurinn er frá Hong Kong: „Meira en velkominn í landslið Íslands“ Nýstárlegur undirbúningur fyrir landsleik „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Kane gagnrýnir þá sem drógu sig út úr landsliðshópnum Tyson vill berjast við Tyson Fury Sjá meira