Árásarmaðurinn úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald Magnús Jochum Pálsson skrifar 27. júní 2022 15:26 Zaniar Matapour, sem skaut tvo til bana á aðfaranótt laugardags, hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Rodrigo Freitas/Getty Zaniar Matapour, árásarmaðurinn sem skaut tvo til bana í skotárás í miðborg Oslóar aðfaranótt laugardags, var úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald í dag. Matapour er hvorki leyft að eiga samskipti við fjölmiðla né aðra og er gert að sæta einangrun í tvær vikur. Matapour hóf skothríð fyrir framan skemmtistaðinn The London Pub í miðborg Oslóar upp úr eittleytinu á föstudagsnótt með þeim afleiðingum að tveir létust og fjöldi fólks særðist. Hann var handtekinn skömmu eftir árásina og hefur verið ákærður fyrir morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk. Bannað að eiga samskipti Í gær vakti það athygli að hann neitaði að vera yfirheyrður, nema upptaka af yfirheyrslunni yrði birt opinbererlega. Lögreglan sagðist virða rétt hans til að neita því að útskýra mál sitt en sögðust vera að vinna í því að fá hann til að tjá sig. Skjákskot af myndbandi sem náðist af Zaniar Matapour á aðfaranórr sunndags eftir skotárásina.Skjáskot NRK greindi frá því í dag að Matapour hafi verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þá er honum ekki leyft að eiga samskipti við aðra af ótta við að það muni eyðileggja rannsókn málsins. Af þessum sökum má hann ekki fá bréf, heimsóknir eða tala við fjölmiðla og er gert að sæta einangrun í tvær vikur. Hætta við stuðningsfund Í kvöld ætluðu nokkur samtök hinseginfólks að halda sameiginlegan stuðningsfund fyrir framan ráhúsið í Osló þar sem átti að flytja ræður og tónlistaratriði. Að ráðleggingum lögreglunnar hefur hins vegar verið hætt við viðburðinn. Lögreglustjórinn Benedicte Bjørnland sagði á blaðamannafundi á mánudag að lögregla legði stranglega til að Pride-viðburðinum sem átti að halda í Osló í kvöld yrði frestað og að öllum öðrum Pride-viðburðum annars staðar í landinu yrði frestað uns annað verður ákveðið. Skotárás við London Pub í Osló Noregur Tengdar fréttir Neitar að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptökuna Maðurinn sem er ákærður fyrir hryðjuverk í miðborg Oslóar í fyrrinótt hefur neitað að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptöku af yfirheyrslunni í heild sinni opinberlega. Lögmaður hans segir hann óttast að lögreglan snúi út úr orðum sínum. 26. júní 2022 13:18 Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Matapour hóf skothríð fyrir framan skemmtistaðinn The London Pub í miðborg Oslóar upp úr eittleytinu á föstudagsnótt með þeim afleiðingum að tveir létust og fjöldi fólks særðist. Hann var handtekinn skömmu eftir árásina og hefur verið ákærður fyrir morð, tilraun til manndráps og hryðjuverk. Bannað að eiga samskipti Í gær vakti það athygli að hann neitaði að vera yfirheyrður, nema upptaka af yfirheyrslunni yrði birt opinbererlega. Lögreglan sagðist virða rétt hans til að neita því að útskýra mál sitt en sögðust vera að vinna í því að fá hann til að tjá sig. Skjákskot af myndbandi sem náðist af Zaniar Matapour á aðfaranórr sunndags eftir skotárásina.Skjáskot NRK greindi frá því í dag að Matapour hafi verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Þá er honum ekki leyft að eiga samskipti við aðra af ótta við að það muni eyðileggja rannsókn málsins. Af þessum sökum má hann ekki fá bréf, heimsóknir eða tala við fjölmiðla og er gert að sæta einangrun í tvær vikur. Hætta við stuðningsfund Í kvöld ætluðu nokkur samtök hinseginfólks að halda sameiginlegan stuðningsfund fyrir framan ráhúsið í Osló þar sem átti að flytja ræður og tónlistaratriði. Að ráðleggingum lögreglunnar hefur hins vegar verið hætt við viðburðinn. Lögreglustjórinn Benedicte Bjørnland sagði á blaðamannafundi á mánudag að lögregla legði stranglega til að Pride-viðburðinum sem átti að halda í Osló í kvöld yrði frestað og að öllum öðrum Pride-viðburðum annars staðar í landinu yrði frestað uns annað verður ákveðið.
Skotárás við London Pub í Osló Noregur Tengdar fréttir Neitar að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptökuna Maðurinn sem er ákærður fyrir hryðjuverk í miðborg Oslóar í fyrrinótt hefur neitað að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptöku af yfirheyrslunni í heild sinni opinberlega. Lögmaður hans segir hann óttast að lögreglan snúi út úr orðum sínum. 26. júní 2022 13:18 Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28 Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Sjá meira
Neitar að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptökuna Maðurinn sem er ákærður fyrir hryðjuverk í miðborg Oslóar í fyrrinótt hefur neitað að láta yfirheyra sig nema lögregla birti upptöku af yfirheyrslunni í heild sinni opinberlega. Lögmaður hans segir hann óttast að lögreglan snúi út úr orðum sínum. 26. júní 2022 13:18
Tveir látnir eftir skotárás í miðbæ Oslóar Tveir eru látnir og að minnsta kosti 19 særðir eftir skotárás á skemmtistaðnum London Pub í miðbæ Oslóar. Lögreglan hefur handtekið einn mann vegna árásarinnar og talið er að hann sé einn að verki. London Pub er vinsæll hinsegin-bar en á laugardaginn verður gleðiganga Oslo Pride gengin. 25. júní 2022 03:28