„Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ólafur Björn Sverrisson skrifar 28. júní 2022 21:57 Ugla Stefanía segir Jordan Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum um transfólk. Shannon Kilgannon/Vísir Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó á laugardagskvöld en Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. Talið barst að málefnum transfólks þar sem Peterson sagði heilbrigðisstarfsfólk limlesta börn með skurðaðgerðum. Hann vill banna transaðgerðir barna innan við 18 ára og gera þeim kleift að lögsækja heilbrigðisstarfsfólk sem vogi sér að grípa inn í. Hægt er að horfa á viðtalið við Jordan Peterson í heild sinni hér að neðan en talið berst að málefnum transfólks þegar um ellefu mínutur og þrjátíu sekúndur eru liðnar. Djúpstæðir fordómar Ugla Stefánía K. Jónsdóttir, kynjafræðingur, skrifaði færslu á Facebook í kjölfar viðtalsins þar sem hún ítrekar að Jordan Peterson hafi enga sérþekkingu á málefnum transfólks, „né hefur unnið með trans ungmennum eða í heilbrigðisþjónustu fyrir trans ungmenni eða trans fólk almennt.“ Í samtali við fréttastofu segir Ugla að Peterson sé að mæla fyrir einhverju sem sé byggt á djúpstæðum fordómum og gangi út á að draga kynvitund fólks í efa og afneita henni. „Við sem samfélag myndum aldrei sætta okkur við slíka orðræðu ef hann væri að tala um samkynhneigð, og þess vegna ættum við ekki að sætta okkur við það varðandi transfólk heldur,“ segir Ugla. Hún segir staðhæfingar Petersons um aðferðir heilbrigðisstarfsfólks þvert á aðferðir sérfræðinga og fólks sem vinnur með börnum í þessum málaflokki. „Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geta valdið ungu fólki skaða ef þeim er fylgt.“ Öfgahyggja aukist samhliða auknum réttindum Ugla biðlar til fólks að mæta ungmennum með umhyggju, skilningi og hluttekningu. „Það að bæla niður kynvitund hefur valdið transfólki ómældum skaða svo lengi, og það að hann sé til dæmis að leggja til að foreldrar trúi ekki transungmennum og reyni að fá þau ofan af því að vera trans er mjög hættuleg orðræða sem kemur til með að skaða ungmenni.“ Varðandi fordóma gagnvart transfólki segir Ugla öfgahyggju gegn transfólki hafa færst í aukana, samhliða auknum réttindum transfólks og hærri röddu í opinberri umræðu. „Þó svo að við séum alltaf að ná árangri í baráttunni, þá er andstaðan líka að aukast,“ segir Ugla að lokum. Málefni trans fólks Hinsegin Tengdar fréttir „Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó á laugardagskvöld en Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. Talið barst að málefnum transfólks þar sem Peterson sagði heilbrigðisstarfsfólk limlesta börn með skurðaðgerðum. Hann vill banna transaðgerðir barna innan við 18 ára og gera þeim kleift að lögsækja heilbrigðisstarfsfólk sem vogi sér að grípa inn í. Hægt er að horfa á viðtalið við Jordan Peterson í heild sinni hér að neðan en talið berst að málefnum transfólks þegar um ellefu mínutur og þrjátíu sekúndur eru liðnar. Djúpstæðir fordómar Ugla Stefánía K. Jónsdóttir, kynjafræðingur, skrifaði færslu á Facebook í kjölfar viðtalsins þar sem hún ítrekar að Jordan Peterson hafi enga sérþekkingu á málefnum transfólks, „né hefur unnið með trans ungmennum eða í heilbrigðisþjónustu fyrir trans ungmenni eða trans fólk almennt.“ Í samtali við fréttastofu segir Ugla að Peterson sé að mæla fyrir einhverju sem sé byggt á djúpstæðum fordómum og gangi út á að draga kynvitund fólks í efa og afneita henni. „Við sem samfélag myndum aldrei sætta okkur við slíka orðræðu ef hann væri að tala um samkynhneigð, og þess vegna ættum við ekki að sætta okkur við það varðandi transfólk heldur,“ segir Ugla. Hún segir staðhæfingar Petersons um aðferðir heilbrigðisstarfsfólks þvert á aðferðir sérfræðinga og fólks sem vinnur með börnum í þessum málaflokki. „Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geta valdið ungu fólki skaða ef þeim er fylgt.“ Öfgahyggja aukist samhliða auknum réttindum Ugla biðlar til fólks að mæta ungmennum með umhyggju, skilningi og hluttekningu. „Það að bæla niður kynvitund hefur valdið transfólki ómældum skaða svo lengi, og það að hann sé til dæmis að leggja til að foreldrar trúi ekki transungmennum og reyni að fá þau ofan af því að vera trans er mjög hættuleg orðræða sem kemur til með að skaða ungmenni.“ Varðandi fordóma gagnvart transfólki segir Ugla öfgahyggju gegn transfólki hafa færst í aukana, samhliða auknum réttindum transfólks og hærri röddu í opinberri umræðu. „Þó svo að við séum alltaf að ná árangri í baráttunni, þá er andstaðan líka að aukast,“ segir Ugla að lokum.
Málefni trans fólks Hinsegin Tengdar fréttir „Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Erlent Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Erlent Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Innlent Fleiri fréttir Deilan í algjörum hnút Rúntað um borgina í leit að holum Telur ljóst að fundinum skuli ekki frestað „Ég man ekki eftir álíka faraldri“ Fjöldi tilkynninga vegna fuglaflensu Skúr varð eldi að bráð Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Metfjöldi útkalla þyrlusveitar Gæslunnar Vill leggja fram nýja rammaáætlun á hverju þingi út kjörtímabilið Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Einelti, óvelkomnir og öskur í heimahúsi Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Nefndir þingsins að taka á sig mynd Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjallakerfinu Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Sjá meira
„Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57