Álfar á sveimi í Eyjafirði í kringum Álfasetrið í Arnarnesi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 27. júní 2022 20:05 Eygló er alltaf hress og skemmtileg enda hlær hún mikið og hefur gaman af öllum álfunum sínum og þeim ferðamönnum, sem koma til hennar til að fræðast um þá og þeirra líferni. Magnús Hlynur Hreiðarsson Álfar eiga allan hug Eyglóar Jóhannesdóttur í Arnarnesi í Eyjafirði, sem hefur málað myndir af þeim og hittir þá reglulega í sveitinni sinni enda er hún með álfasetur á bænum. Eygló og maður hennar, Jósavin Heiðmann Arason eru með gistiheimili og ferðaþjónustu á bænum sínum, sem þau hafa rekið í nokkur ár. Alls staðar eru álfar eða eitthvað sem minnir á álfa og víddir þeirra á staðnum og upp á vegg eru nokkrar myndir af álfum, sem Eygló hefur málað. „Myndlistarkennarinn minn, hann Örn Ingi setti mér það verkefni að mála nágranna mína. Þetta eru sem sagt nágrannar mínir hérna. Ég tengdi mig inn á verurnar eða víddirnar hérna í kring og þeir komu og sögðu mér hvernig þeir lifðu og hvað þeir væru búnir að vera hérna lengi og annað,“ segir Eygló um leið og hún datt út í smástund því hún sá álf. Álfar, sem Eygló hefur teiknað og málað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eygló býður upp á álfagöngur við bæinn sinn, sem eru mjög vinsælar og svo er hægt að fá sérstaka álfafræðslu hjá henni, af hverju við trúum á álfa á Íslandi og hún er líka með álfaheilun en þá finnur fólk fyrir álfunum. En þá er spurningin, eru álfar til eða ekki? „Þetta er náttúrulega sitthvor víddin, við erum bara í einni vídd og þeir í annarri og það er ekkert víst, ég tel að þeir viti ekkert endilega af okkur frekar en við af þeim. Það er bara einn og einn af þeirra vídd, sem veit af okkur.“ Ertu að trúa þessu eða ertu í ruglinu? „Ég trúi þessu, ég get ekki ímyndað mér að maðurinn sé sá eini, sem hefur rétt til þess að lifa á þessari jörð, ég hef enga trú á því,“ segir Eygló brosandi. Hér má sjá upplýsingar um það sem er í boði í Arnarnesi í Eyjafirði Eyjafjarðarsveit Menning Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira
Eygló og maður hennar, Jósavin Heiðmann Arason eru með gistiheimili og ferðaþjónustu á bænum sínum, sem þau hafa rekið í nokkur ár. Alls staðar eru álfar eða eitthvað sem minnir á álfa og víddir þeirra á staðnum og upp á vegg eru nokkrar myndir af álfum, sem Eygló hefur málað. „Myndlistarkennarinn minn, hann Örn Ingi setti mér það verkefni að mála nágranna mína. Þetta eru sem sagt nágrannar mínir hérna. Ég tengdi mig inn á verurnar eða víddirnar hérna í kring og þeir komu og sögðu mér hvernig þeir lifðu og hvað þeir væru búnir að vera hérna lengi og annað,“ segir Eygló um leið og hún datt út í smástund því hún sá álf. Álfar, sem Eygló hefur teiknað og málað.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eygló býður upp á álfagöngur við bæinn sinn, sem eru mjög vinsælar og svo er hægt að fá sérstaka álfafræðslu hjá henni, af hverju við trúum á álfa á Íslandi og hún er líka með álfaheilun en þá finnur fólk fyrir álfunum. En þá er spurningin, eru álfar til eða ekki? „Þetta er náttúrulega sitthvor víddin, við erum bara í einni vídd og þeir í annarri og það er ekkert víst, ég tel að þeir viti ekkert endilega af okkur frekar en við af þeim. Það er bara einn og einn af þeirra vídd, sem veit af okkur.“ Ertu að trúa þessu eða ertu í ruglinu? „Ég trúi þessu, ég get ekki ímyndað mér að maðurinn sé sá eini, sem hefur rétt til þess að lifa á þessari jörð, ég hef enga trú á því,“ segir Eygló brosandi. Hér má sjá upplýsingar um það sem er í boði í Arnarnesi í Eyjafirði
Eyjafjarðarsveit Menning Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Erlent Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Fleiri fréttir Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík „Erum að sjá allt niður í níu og ellefu ára stúlkur“ Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Sjá meira