Handbolti

Ómar Ingi lang­bestur í Þýska­landi

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Ómar Ingi átti frábært tímabil.
Ómar Ingi átti frábært tímabil. Gualter Fatia/Getty Images

Landsliðsmaðurinn Ómar Ingi Magnússon var í dag kjörinn besti leikmaður þýsku úrvalsdeildarinnar í handbolta en hann leikur með Þýskalandsmeisturum Magdeburg.

Ómar Ingi átti hreint út sagt frábært tímabil er Magdeburg vann þýsku úrvalsdeildina og fór alla leið í úrslit í Evrópudeildinni.

Hann var nálægt því að verða markahæsti leikmaður deildarinnar annað árið í röð en varð á endanum að sætta sig við að enda næst markahæstur.

Á vefsíðu þýsku úrvalsdeildarinnar var hægt að kjósa leikmann ársins en það kom engum á óvart að Ómar Ingi hefði verið valinn í lið ársins. Hann bar svo sigur úr bítum í kosningunni á leikmanni ársins. Raunar má segja að Ómar Ingi hafi slátrað kosningunni.

Ómar Ingi fékk hvorki meira né minna en 65 prósent heildaratkvæða. Þar á eftir komu Johannes Golla, línumaður Flensburg og fyrirliði þýska landsliðsins, og Hans Óttar Lindberg, markakóngur deildarinnar, með rétt tæplega 11 prósent atkvæði hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×