Malarköflum fækkar um tvo á hringleiðinni um Vestfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2022 23:22 Nýi vegurinn úr Vatnsfirði og upp á Dynjandisheiði liggur um Pennusneiðing. Gamli vegurinn hlykkjast í hlíðinni fyrir neðan. Gamla brúin yfir Þverdalsá sést fyrir miðri mynd. Fjær sést út á Breiðafjörð. Borgarverk/Jón Þórólfur Fyrsti kaflinn á Dynjandisheiði sem lagður er bundnu slitlagi var opnaður umferð um helgina og hefur malarköflum á Vestfjarðahringnum núna fækkað um átta kílómetra. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá framkvæmdum sem Íslenskir aðalverktakar hófu haustið 2020, annars vegar á kafla ofan Flókalundar og hinsvegar á kafla í botni Arnarfjarðar. Fyrir tveimur árum voru sjötíu kílómetrar ómalbikaðir milli Flókalundar og Þingeyrar og var þetta þá einn lengsti samfelldi malarkaflinn á þjóðvegakerfi landsins. Dýrafjarðargöng styttu Vestfjarðahringinn um 27 kílómetra fyrir nærri tveimur árum en með þeim hætti 33 kílómetra malarkafli milli Þingeyrar og Mjólkár um Hrafnseyrarheiði að vera hluti Vestfjarðavegar. Klæðningarflokkur Borgarverks leggur slitlagið á nýja veginn ofan Flókalundar í Vatnsfirði.Borgarverk/Jón Þórólfur Síðastliðið haust var fyrra lag klæðningar lagt á rúma fjóra kílómetra í Dynjandisvogi og efra lagið kom svo á um helgina. Og núna getur vegfarendur á leið um Vestfirði fagnað enn einum vegarbótunum. Klæðningarflokkur Borgarverks, undirverktaka Íslenskra aðalverktaka, lauk á föstudag að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla úr Vatnsfirði og upp á Dynjandisheiði um svokallaðan Pennusneiðing og var vegarkaflinn sópaður í gær og síðan opnaður. Horft upp á Dynjandisheiði frá Þverdal í átt til Helluskarðs. Nýi vegurinn með bundnu slitlagi til vinstri en til hægri sést gamli malarvegurinn. Bíldudalsgatnamótin eru í skarðinu.Borgarverk/Jón Þórólfur Fyrir verslunarmannahelgi er svo vonast til að aðrir fjórir kílómetrar slitlags bætist við í framhaldinu, á kafla sem nær norður fyrir Bíldudalsgatnamót í Helluskarði að Norðdalsá. Það er þó ekki öruggt að það náist að klæða allan kaflann fyrir þá tímasetningu, að sögn Bjarka Laxdals, verkstjóra ÍAV. Framundan er svo einn stærsti verkþátturinn í endurbótum þjóðvegarins um Dynjandisheiði en tilboð í þrettán kílómetra kafla um háheiðina verða opnuð í næstu viku. Sá kafli á að vera tilbúinn með bundnu slitlagi eftir tvö ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Vesturbyggð Ísafjarðarbær Tálknafjörður Samgöngur Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. 1. júní 2022 22:44 Nýr vegarkafli að opnast á leiðinni ofan Flókalundar Stefnt er að því að nýr kafli Vestfjarðavegar á leiðinni upp á Dynjandisheiði ofan Flókalundar verði opnaður umferð í næstu viku. Þar með leggst af einn varasamasti hluti vesturleiðarinnar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur; einbreiða brúin yfir Þverdalsá og beygjurnar við brúna. 16. nóvember 2021 22:22 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá framkvæmdum sem Íslenskir aðalverktakar hófu haustið 2020, annars vegar á kafla ofan Flókalundar og hinsvegar á kafla í botni Arnarfjarðar. Fyrir tveimur árum voru sjötíu kílómetrar ómalbikaðir milli Flókalundar og Þingeyrar og var þetta þá einn lengsti samfelldi malarkaflinn á þjóðvegakerfi landsins. Dýrafjarðargöng styttu Vestfjarðahringinn um 27 kílómetra fyrir nærri tveimur árum en með þeim hætti 33 kílómetra malarkafli milli Þingeyrar og Mjólkár um Hrafnseyrarheiði að vera hluti Vestfjarðavegar. Klæðningarflokkur Borgarverks leggur slitlagið á nýja veginn ofan Flókalundar í Vatnsfirði.Borgarverk/Jón Þórólfur Síðastliðið haust var fyrra lag klæðningar lagt á rúma fjóra kílómetra í Dynjandisvogi og efra lagið kom svo á um helgina. Og núna getur vegfarendur á leið um Vestfirði fagnað enn einum vegarbótunum. Klæðningarflokkur Borgarverks, undirverktaka Íslenskra aðalverktaka, lauk á föstudag að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla úr Vatnsfirði og upp á Dynjandisheiði um svokallaðan Pennusneiðing og var vegarkaflinn sópaður í gær og síðan opnaður. Horft upp á Dynjandisheiði frá Þverdal í átt til Helluskarðs. Nýi vegurinn með bundnu slitlagi til vinstri en til hægri sést gamli malarvegurinn. Bíldudalsgatnamótin eru í skarðinu.Borgarverk/Jón Þórólfur Fyrir verslunarmannahelgi er svo vonast til að aðrir fjórir kílómetrar slitlags bætist við í framhaldinu, á kafla sem nær norður fyrir Bíldudalsgatnamót í Helluskarði að Norðdalsá. Það er þó ekki öruggt að það náist að klæða allan kaflann fyrir þá tímasetningu, að sögn Bjarka Laxdals, verkstjóra ÍAV. Framundan er svo einn stærsti verkþátturinn í endurbótum þjóðvegarins um Dynjandisheiði en tilboð í þrettán kílómetra kafla um háheiðina verða opnuð í næstu viku. Sá kafli á að vera tilbúinn með bundnu slitlagi eftir tvö ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Vesturbyggð Ísafjarðarbær Tálknafjörður Samgöngur Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. 1. júní 2022 22:44 Nýr vegarkafli að opnast á leiðinni ofan Flókalundar Stefnt er að því að nýr kafli Vestfjarðavegar á leiðinni upp á Dynjandisheiði ofan Flókalundar verði opnaður umferð í næstu viku. Þar með leggst af einn varasamasti hluti vesturleiðarinnar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur; einbreiða brúin yfir Þverdalsá og beygjurnar við brúna. 16. nóvember 2021 22:22 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Mest lesið Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Fleiri fréttir Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Sjá meira
Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. 1. júní 2022 22:44
Nýr vegarkafli að opnast á leiðinni ofan Flókalundar Stefnt er að því að nýr kafli Vestfjarðavegar á leiðinni upp á Dynjandisheiði ofan Flókalundar verði opnaður umferð í næstu viku. Þar með leggst af einn varasamasti hluti vesturleiðarinnar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur; einbreiða brúin yfir Þverdalsá og beygjurnar við brúna. 16. nóvember 2021 22:22
Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46