Malarköflum fækkar um tvo á hringleiðinni um Vestfirði Kristján Már Unnarsson skrifar 27. júní 2022 23:22 Nýi vegurinn úr Vatnsfirði og upp á Dynjandisheiði liggur um Pennusneiðing. Gamli vegurinn hlykkjast í hlíðinni fyrir neðan. Gamla brúin yfir Þverdalsá sést fyrir miðri mynd. Fjær sést út á Breiðafjörð. Borgarverk/Jón Þórólfur Fyrsti kaflinn á Dynjandisheiði sem lagður er bundnu slitlagi var opnaður umferð um helgina og hefur malarköflum á Vestfjarðahringnum núna fækkað um átta kílómetra. Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá framkvæmdum sem Íslenskir aðalverktakar hófu haustið 2020, annars vegar á kafla ofan Flókalundar og hinsvegar á kafla í botni Arnarfjarðar. Fyrir tveimur árum voru sjötíu kílómetrar ómalbikaðir milli Flókalundar og Þingeyrar og var þetta þá einn lengsti samfelldi malarkaflinn á þjóðvegakerfi landsins. Dýrafjarðargöng styttu Vestfjarðahringinn um 27 kílómetra fyrir nærri tveimur árum en með þeim hætti 33 kílómetra malarkafli milli Þingeyrar og Mjólkár um Hrafnseyrarheiði að vera hluti Vestfjarðavegar. Klæðningarflokkur Borgarverks leggur slitlagið á nýja veginn ofan Flókalundar í Vatnsfirði.Borgarverk/Jón Þórólfur Síðastliðið haust var fyrra lag klæðningar lagt á rúma fjóra kílómetra í Dynjandisvogi og efra lagið kom svo á um helgina. Og núna getur vegfarendur á leið um Vestfirði fagnað enn einum vegarbótunum. Klæðningarflokkur Borgarverks, undirverktaka Íslenskra aðalverktaka, lauk á föstudag að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla úr Vatnsfirði og upp á Dynjandisheiði um svokallaðan Pennusneiðing og var vegarkaflinn sópaður í gær og síðan opnaður. Horft upp á Dynjandisheiði frá Þverdal í átt til Helluskarðs. Nýi vegurinn með bundnu slitlagi til vinstri en til hægri sést gamli malarvegurinn. Bíldudalsgatnamótin eru í skarðinu.Borgarverk/Jón Þórólfur Fyrir verslunarmannahelgi er svo vonast til að aðrir fjórir kílómetrar slitlags bætist við í framhaldinu, á kafla sem nær norður fyrir Bíldudalsgatnamót í Helluskarði að Norðdalsá. Það er þó ekki öruggt að það náist að klæða allan kaflann fyrir þá tímasetningu, að sögn Bjarka Laxdals, verkstjóra ÍAV. Framundan er svo einn stærsti verkþátturinn í endurbótum þjóðvegarins um Dynjandisheiði en tilboð í þrettán kílómetra kafla um háheiðina verða opnuð í næstu viku. Sá kafli á að vera tilbúinn með bundnu slitlagi eftir tvö ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Vesturbyggð Ísafjarðarbær Tálknafjörður Samgöngur Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. 1. júní 2022 22:44 Nýr vegarkafli að opnast á leiðinni ofan Flókalundar Stefnt er að því að nýr kafli Vestfjarðavegar á leiðinni upp á Dynjandisheiði ofan Flókalundar verði opnaður umferð í næstu viku. Þar með leggst af einn varasamasti hluti vesturleiðarinnar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur; einbreiða brúin yfir Þverdalsá og beygjurnar við brúna. 16. nóvember 2021 22:22 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 voru sýndar myndir frá framkvæmdum sem Íslenskir aðalverktakar hófu haustið 2020, annars vegar á kafla ofan Flókalundar og hinsvegar á kafla í botni Arnarfjarðar. Fyrir tveimur árum voru sjötíu kílómetrar ómalbikaðir milli Flókalundar og Þingeyrar og var þetta þá einn lengsti samfelldi malarkaflinn á þjóðvegakerfi landsins. Dýrafjarðargöng styttu Vestfjarðahringinn um 27 kílómetra fyrir nærri tveimur árum en með þeim hætti 33 kílómetra malarkafli milli Þingeyrar og Mjólkár um Hrafnseyrarheiði að vera hluti Vestfjarðavegar. Klæðningarflokkur Borgarverks leggur slitlagið á nýja veginn ofan Flókalundar í Vatnsfirði.Borgarverk/Jón Þórólfur Síðastliðið haust var fyrra lag klæðningar lagt á rúma fjóra kílómetra í Dynjandisvogi og efra lagið kom svo á um helgina. Og núna getur vegfarendur á leið um Vestfirði fagnað enn einum vegarbótunum. Klæðningarflokkur Borgarverks, undirverktaka Íslenskra aðalverktaka, lauk á föstudag að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla úr Vatnsfirði og upp á Dynjandisheiði um svokallaðan Pennusneiðing og var vegarkaflinn sópaður í gær og síðan opnaður. Horft upp á Dynjandisheiði frá Þverdal í átt til Helluskarðs. Nýi vegurinn með bundnu slitlagi til vinstri en til hægri sést gamli malarvegurinn. Bíldudalsgatnamótin eru í skarðinu.Borgarverk/Jón Þórólfur Fyrir verslunarmannahelgi er svo vonast til að aðrir fjórir kílómetrar slitlags bætist við í framhaldinu, á kafla sem nær norður fyrir Bíldudalsgatnamót í Helluskarði að Norðdalsá. Það er þó ekki öruggt að það náist að klæða allan kaflann fyrir þá tímasetningu, að sögn Bjarka Laxdals, verkstjóra ÍAV. Framundan er svo einn stærsti verkþátturinn í endurbótum þjóðvegarins um Dynjandisheiði en tilboð í þrettán kílómetra kafla um háheiðina verða opnuð í næstu viku. Sá kafli á að vera tilbúinn með bundnu slitlagi eftir tvö ár. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Vesturbyggð Ísafjarðarbær Tálknafjörður Samgöngur Dýrafjarðargöng Tengdar fréttir Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. 1. júní 2022 22:44 Nýr vegarkafli að opnast á leiðinni ofan Flókalundar Stefnt er að því að nýr kafli Vestfjarðavegar á leiðinni upp á Dynjandisheiði ofan Flókalundar verði opnaður umferð í næstu viku. Þar með leggst af einn varasamasti hluti vesturleiðarinnar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur; einbreiða brúin yfir Þverdalsá og beygjurnar við brúna. 16. nóvember 2021 22:22 Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Fleiri fréttir Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Sjá meira
Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. 1. júní 2022 22:44
Nýr vegarkafli að opnast á leiðinni ofan Flókalundar Stefnt er að því að nýr kafli Vestfjarðavegar á leiðinni upp á Dynjandisheiði ofan Flókalundar verði opnaður umferð í næstu viku. Þar með leggst af einn varasamasti hluti vesturleiðarinnar milli Ísafjarðar og Reykjavíkur; einbreiða brúin yfir Þverdalsá og beygjurnar við brúna. 16. nóvember 2021 22:22
Keppast við vegabætur áður en holskefla ferðamanna ríður yfir Vestfirðingar gleðjast yfir því í dag að ferðabókaútgefandinn Lonely Planet hafi sett fjórðunginn í efsta sæti yfir þau svæði heims sem best sé að heimsækja á næsta ári. Ferðamanna bíða hins vegar holóttir malarvegir og einbreiðar brýr fyrir vestan og það stefnir í bið eftir næsta áfanga á Dynjandisheiði. 28. október 2021 22:46