Tólf dagar í EM: Mjög hrædd við hunda og er of tapsár til að spila tölvuleiki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. júní 2022 11:00 Berglind Björg Þorvaldsdóttir hefur skorað tíu mörk fyrir íslenska landsliðið og þar á meðal voru mikilvæg mörk í undankeppni EM. Vísir/Hulda Margrét Vísir telur niður í Evrópumót kvenna í fótbolta sem fram fer í Englandi í júlí og kynnir leikmenn íslenska landsliðsins. Nú er komið að markadrottningunni Berglindi Björgu Þorvaldsdóttur. Hin þrítuga Berglind Björg hefur náð sér í mikla reynslu á síðustu árum því eftir að hafa raðað inn mörkum í íslensku deildinni með Breiðabliki, 62 mörk í 61 deildarleik frá 2017 til 2020, þá hefur reynt fyrir sér hjá AC Milan á Ítalíu, Le Havre í Frakklandi, Hammarby IF í Svíþjóð og nú síðast hjá Brann í Noregi. Berglind spilaði fyrstu fjögur tímabilin sín í efstu deild með Blikum en fór síðan í ÍBV í tvö ár. Hún spilaði einnig í eitt og hálft tímabil með Fylki áður en hún kom aftur til Blika. Áður en Berglind fór út í atvinnumennsku þá náði hún tvisvar að verða markadrottning deildarinnar. Hún varð tvisvar Íslandsmeistari með Breiðabliki. Berglind hefur alls náð að spila í efstu deild í sex löndum að Íslandi meðtöldu því hún spilaði einnig með PSV í hollensku deildinni. Frammistaða hennar hjá AC Milan vakti mikla athygli þar sem hún skoraði fimm mörk í fimm leikjum vorið 2020. Berglind samdi við norsku meistarana í Brann fyrir þetta tímabil en hefur verið óheppin með meiðsli þar sem af er sumri. Hún er leikfær nú og vonandi klár í alvöru verkefni á EM. Berglind Björg skoraði tvö af mikilvægustu mörkum íslenska liðsins í undankeppninni og það með aðeins fimm daga millibili. Fyrst jafnaði hún metin í 1-1 og kom íslenska liðinu á bragðið á móti Slóvakíu og svo skoraði hún sigurmarkið á móti Ungverjalandi, markið sem endanlega tryggði íslensku stelpunum sæti á EM. Berglind lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Bandaríkjunum 24. febrúar 2010 eða rétt eftir átján ára afmælið sitt. Hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á móti Slóvakíu í apríl 2017 og hefur alls skorað 10 mörk í 62 landsleikjum. Berglind Björg var í hópnum á síðasta Evrópumóti sem fram fór í Hollandi 2017 og kom við sögu í einum leik eftir að hafa komið inn á sem varamaður á móti Austurríki. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki sínu gegn Tékklandi á Laugardalsvellinum en með henni er Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.Vísir/Hulda Margrét Fyrsti meistaraflokksleikur? Árið 2007 með Breiðablik og í leik á móti Val. Var nýorðin 15 ára og var sett inn á til að elta Kötu Jóns á miðjunni. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Ég hef lært af mörgum í gegnum tíðina en pabbi hefur kennt mér mest. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Mörg lög sem gera það! En það helsta er „Ég lifi í voninni“ með Stjórninni. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já fjölskyldan, kærasti og vinir mæta út. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Ég er með BA gráðu í sálfræði og BSc gráðu í félagsvísindum. Í hvernig skóm spilarðu? Nike mercurial vapor. Uppáhalds lið í enska? Manchester United.Uppáhalds tölvuleikur? Spila ekki tölvuleiki. Ég hef reynt að spila FIFA í PlayStation en verð allt of tapsár þannig ég hætti strax.Uppáhalds matur? Mexíkóskur maturFyndnust í landsliðinu? Hallbera (Guðný Gísladóttir) og Cessa (Cecilía Rán Rúnarsdóttir) er rosa fyndnar.Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda (Gunnlaugsdóttir) og Guðrún (Arnardóttir).Óstundvísust í landsliðinu? Elín Metta (Jensen).Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Spánn.Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Við erum nokkrar í liðinu sem elska að fara á kaffihús.Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur: Ekkert nafn sem kemur upp, en það er hundleiðinlegt að spila á móti góðum markmönnum.Átrúnaðargoð í æsku? Ruud van Nistelrooy.Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Er mjög hrædd við hunda. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira
Hin þrítuga Berglind Björg hefur náð sér í mikla reynslu á síðustu árum því eftir að hafa raðað inn mörkum í íslensku deildinni með Breiðabliki, 62 mörk í 61 deildarleik frá 2017 til 2020, þá hefur reynt fyrir sér hjá AC Milan á Ítalíu, Le Havre í Frakklandi, Hammarby IF í Svíþjóð og nú síðast hjá Brann í Noregi. Berglind spilaði fyrstu fjögur tímabilin sín í efstu deild með Blikum en fór síðan í ÍBV í tvö ár. Hún spilaði einnig í eitt og hálft tímabil með Fylki áður en hún kom aftur til Blika. Áður en Berglind fór út í atvinnumennsku þá náði hún tvisvar að verða markadrottning deildarinnar. Hún varð tvisvar Íslandsmeistari með Breiðabliki. Berglind hefur alls náð að spila í efstu deild í sex löndum að Íslandi meðtöldu því hún spilaði einnig með PSV í hollensku deildinni. Frammistaða hennar hjá AC Milan vakti mikla athygli þar sem hún skoraði fimm mörk í fimm leikjum vorið 2020. Berglind samdi við norsku meistarana í Brann fyrir þetta tímabil en hefur verið óheppin með meiðsli þar sem af er sumri. Hún er leikfær nú og vonandi klár í alvöru verkefni á EM. Berglind Björg skoraði tvö af mikilvægustu mörkum íslenska liðsins í undankeppninni og það með aðeins fimm daga millibili. Fyrst jafnaði hún metin í 1-1 og kom íslenska liðinu á bragðið á móti Slóvakíu og svo skoraði hún sigurmarkið á móti Ungverjalandi, markið sem endanlega tryggði íslensku stelpunum sæti á EM. Berglind lék sinn fyrsta A-landsleik á móti Bandaríkjunum 24. febrúar 2010 eða rétt eftir átján ára afmælið sitt. Hún skoraði sitt fyrsta landsliðsmark á móti Slóvakíu í apríl 2017 og hefur alls skorað 10 mörk í 62 landsleikjum. Berglind Björg var í hópnum á síðasta Evrópumóti sem fram fór í Hollandi 2017 og kom við sögu í einum leik eftir að hafa komið inn á sem varamaður á móti Austurríki. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fagnar marki sínu gegn Tékklandi á Laugardalsvellinum en með henni er Karólína Lea Vilhjálmsdóttir.Vísir/Hulda Margrét Fyrsti meistaraflokksleikur? Árið 2007 með Breiðablik og í leik á móti Val. Var nýorðin 15 ára og var sett inn á til að elta Kötu Jóns á miðjunni. Hver hefur kennt þér mest í fótbolta? Ég hef lært af mörgum í gegnum tíðina en pabbi hefur kennt mér mest. Lag sem kemur þér í gírinn fyrir leik? Mörg lög sem gera það! En það helsta er „Ég lifi í voninni“ með Stjórninni. Mætir einhver af fjölskyldu/vinum til að styðja þig á EM? Já fjölskyldan, kærasti og vinir mæta út. Hvaða námi eða vinnu hefur þú sinnt (fyrir utan fótbolta)? Ég er með BA gráðu í sálfræði og BSc gráðu í félagsvísindum. Í hvernig skóm spilarðu? Nike mercurial vapor. Uppáhalds lið í enska? Manchester United.Uppáhalds tölvuleikur? Spila ekki tölvuleiki. Ég hef reynt að spila FIFA í PlayStation en verð allt of tapsár þannig ég hætti strax.Uppáhalds matur? Mexíkóskur maturFyndnust í landsliðinu? Hallbera (Guðný Gísladóttir) og Cessa (Cecilía Rán Rúnarsdóttir) er rosa fyndnar.Gáfuðust í landsliðinu? Áslaug Munda (Gunnlaugsdóttir) og Guðrún (Arnardóttir).Óstundvísust í landsliðinu? Elín Metta (Jensen).Hvaða lið vinnur EM (ef ekki Ísland)? Spánn.Hvað er skemmtilegast að gera milli æfinga og leikja í landsliðsferðum? Við erum nokkrar í liðinu sem elska að fara á kaffihús.Besti andstæðingur/leiðinlegasti andstæðingur: Ekkert nafn sem kemur upp, en það er hundleiðinlegt að spila á móti góðum markmönnum.Átrúnaðargoð í æsku? Ruud van Nistelrooy.Nefndu eina staðreynd um þig sem fáir vita: Er mjög hrædd við hunda.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Enski boltinn Mögnuðu frammistaða Dinkins: Skoraði eiginlega bara að vild Körfubolti „Viljum sýna hvað við erum góðir“ Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Guðbjörg formaður lætur af störfum hjá KKÍ Körfubolti Frakkland og Þýskaland í átta liða úrslit Handbolti Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Fótbolti Alfreð missti föður sinn sama dag og hann mætti Dönum á HM Handbolti Komu til baka eftir skelfilega byrjun Enski boltinn Einbeittur brotavilji Víkinga Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Dýrmætt dramamark fyrir Ísak og Valgeir „Okkar fljótasti og harðasti maður ákvað að fara“ Joey Barton sparkaði í höfuð eiginkonu sinnar Tveggja marka tap í toppslagnum ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Lífið leikur við Kessler Ancelotti segir það góðar fréttir ef Man. City komist ekki áfram Sjáðu skrýtna sjálfsmarkið og sigurmark Fernandes Róbert Frosti seldur til GAIS: „Kem síðan til baka að láta hinn rætast“ Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Kastaði sýru í andlit Wissa og reyndi að stela barninu Óhófleg eyðsla Rauðu djöflanna undanfarin ár að koma í bakið á þeim „Hjá þessu félagi þarftu að vinna alla leiki“ Orri Steinn kom ekki við sögu í tapi Sociedad Loks vann Tottenham Bruno til bjargar Úr frystinum og til Juventus Segir Betu vera brjálæðing en á jákvæðan hátt Sjá meira