Facebook fjarlægir færslur um þungunarrofspillur eftir hæstaréttardóm Kjartan Kjartansson skrifar 28. júní 2022 08:40 Kassar með lyfinu mifepristone sem í daglegu tali er kallað þungunarrofspillan. AP/Allen G. Breed Færslur þar sem konum eru boðnar svonefndar þungunarrofspillur hafa verið fjarlægðar af samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram frá því að umdeildur hæstaréttardómur féll í Bandaríkjunum sem svipti konur stjórnarskrárvörðum rétti til þungunarrofs. Útlit er fyrir að þungunarrof verði bannað eða aðgangur að því verulega takmarkaður í helmingi ríkja Bandaríkjanna eftir að Hæstiréttur sneri við niðurstöðu sinni í prófmálinu Roe gegn Wade frá 1973 á föstudag. Eftirspurn og leit að svonefndri þungunarrofspillu hefur aukist gríðarlega frá því að dómurinn féll. Facebook og Instagram byrjuðu nær samstundis að fjarlægja margar færslur á miðlunum um slíkar pillur, að sögn AP-fréttastofunnar. Fréttamaður AP reyndi sjálfur að skrifa færslu á Facebook. „Ef þú sendir mér heimilisfangið sendi ég þér þungunarrofspillur í pósti,“ stóð í færslunni. Hún var fjarlægð innan einnar mínútu og notandinn fékk strax viðvörun frá Facebook. Færslan stríddi gegn notendaskilmála um „byssur, dýr og varning sem reglur gilda um“. Þegar fréttamaðurinn birti nákvæmlega eins orðaða færslu en skipti orðinu „þungunarrofspillur“ út fyrir „byssu“ gerðist ekkert. Heldur ekki þegar hann skrifaði „gras“ í staðinn. Engu að síður er maríjúana ólöglegt samkvæmt bandarískum alríkislögum og ólöglegt er að senda það í pósti. Þungunarrofspillur má hins vegar kaupa í gegnum netið af seljendum sem hafa til þess leyfi og fá þær sendar í pósti. Viðurkennir mistök við framfylgd stefnunnar Meta, móðurfyrirtæki Facebook og Instagram, segir að stefna fyrirtækisins banni sölu á ákveðnum hlutum eins og byssum, áfengi, fíkniefnum og lyfjum á miðlunum. Andy Stone, talsmaður Meta, sagði í gær að fyrirtækið myndi ekki leyfa einstaklingum að gefa eða selja lyf á miðlunum en færslur með upplýsingum um hvar nálgast megi þungunarrofspillur verði leyfðar. Viðurkenndi Stone að fyrirtækið hefði átt í vandræðum með að framfylgja stefnu sinni. Í einhverjum tilfellum hefðu færslur verið teknar ranglega niður en það yrði leiðrétt. Talið er að ríki sem banna þungunarof ætli að reyna að koma í veg fyrir að konur geti fengið senda þungunarrofspillur. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur engu að síður sagt að ríki geti ekki bannað lyfið mifepristone, sem nefnt er þungunarrofspillan, á grundvelli ágrenings við Matvæla- og lyfjastofnunina (FDA) um öryggi og gagnsemi þess. Samfélagsmiðlar Meta Facebook Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35 Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Útlit er fyrir að þungunarrof verði bannað eða aðgangur að því verulega takmarkaður í helmingi ríkja Bandaríkjanna eftir að Hæstiréttur sneri við niðurstöðu sinni í prófmálinu Roe gegn Wade frá 1973 á föstudag. Eftirspurn og leit að svonefndri þungunarrofspillu hefur aukist gríðarlega frá því að dómurinn féll. Facebook og Instagram byrjuðu nær samstundis að fjarlægja margar færslur á miðlunum um slíkar pillur, að sögn AP-fréttastofunnar. Fréttamaður AP reyndi sjálfur að skrifa færslu á Facebook. „Ef þú sendir mér heimilisfangið sendi ég þér þungunarrofspillur í pósti,“ stóð í færslunni. Hún var fjarlægð innan einnar mínútu og notandinn fékk strax viðvörun frá Facebook. Færslan stríddi gegn notendaskilmála um „byssur, dýr og varning sem reglur gilda um“. Þegar fréttamaðurinn birti nákvæmlega eins orðaða færslu en skipti orðinu „þungunarrofspillur“ út fyrir „byssu“ gerðist ekkert. Heldur ekki þegar hann skrifaði „gras“ í staðinn. Engu að síður er maríjúana ólöglegt samkvæmt bandarískum alríkislögum og ólöglegt er að senda það í pósti. Þungunarrofspillur má hins vegar kaupa í gegnum netið af seljendum sem hafa til þess leyfi og fá þær sendar í pósti. Viðurkennir mistök við framfylgd stefnunnar Meta, móðurfyrirtæki Facebook og Instagram, segir að stefna fyrirtækisins banni sölu á ákveðnum hlutum eins og byssum, áfengi, fíkniefnum og lyfjum á miðlunum. Andy Stone, talsmaður Meta, sagði í gær að fyrirtækið myndi ekki leyfa einstaklingum að gefa eða selja lyf á miðlunum en færslur með upplýsingum um hvar nálgast megi þungunarrofspillur verði leyfðar. Viðurkenndi Stone að fyrirtækið hefði átt í vandræðum með að framfylgja stefnu sinni. Í einhverjum tilfellum hefðu færslur verið teknar ranglega niður en það yrði leiðrétt. Talið er að ríki sem banna þungunarof ætli að reyna að koma í veg fyrir að konur geti fengið senda þungunarrofspillur. Merrick Garland, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, hefur engu að síður sagt að ríki geti ekki bannað lyfið mifepristone, sem nefnt er þungunarrofspillan, á grundvelli ágrenings við Matvæla- og lyfjastofnunina (FDA) um öryggi og gagnsemi þess.
Samfélagsmiðlar Meta Facebook Bandaríkin Þungunarrof Hæstiréttur Bandaríkjanna Tengdar fréttir Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35 Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23 Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt Innlent Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Erlent Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Erlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent Fleiri fréttir Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Sjá meira
Byrjað að loka heilsugæslustöðvum sem gerðu þungunarrof Þungunarrof hefur þegar verið bannað í nokkrum ríkjum Bandaríkjanna eftir að hæstiréttur landsins felldi úr gildi rétt kvenna til þess í gær. Byrjað var að loka heilsugæslustöðvum sem hafa gert þungunarrof. 25. júní 2022 09:35
Hafnaði rétti kvenna til þungunarrofs Hæstiréttur Bandaríkjanna sneri við fordæmi sínu sem hefur tryggt konum rétt til þungunarrofs í dag. Eftir dóminn hafa ríki frjálsari hendur til þess að setja verulegar takmarkanir á þungunarrof eða banna það alfarið. 24. júní 2022 14:23