Strætó og Hopp vilja sameina krafta sína Snorri Másson skrifar 1. júlí 2022 08:16 Hopp og Strætó eiga nú í samstarfi og vonast til að geta gert fólki kleift að samtengja ferð með rafskútu og strætisvagni. Svona ferðir gætu orðið mikilvægur þáttur í starfsemi rafskútufyrirtækisins þegar fram í sækir. Þegar Hoppið kom fram á sjónarsviðið fyrir örfáum árum sáu margir fyrir sér að þar væri kominn nýr erkióvinur Strætó. En það er ekki rétt hugsun, heldur vilja þessir samgöngumátar vera vinir. Samhæfingin er hafin; þegar má sjá hvar rafskútur leynast nærri stoppistöðvum á Strætó.is Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, segir að þar að auki telji hún að til standi að láta nærliggjandi Hopphjól birtast á skjám Strætó á Hlemmi. „Það er náttúrulega gríðarlega mikilvægt, vegna þess að við vitum að fólk er byrjað að taka upp Hopp-appið og leita sér að skútu þegar það er í Strætó að koma, inn í höfuðborgina til dæmis. Þannig að það skiptir miklu máli að fá skúturnar inn í Strætó-appið, að sjálfsögðu,“ segir Sæunn. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Hopp.Vísir/Egill Bæði Hopp og Strætó vilja að hægt sé að nota sömu tækni til að greiða fyrir heildarferðina. „Hvort það verði inneign hjá Hopp eða hvort þetta leiði þig inn í Hopp-appið, þetta eru bara tækniútfærslur sem þurfa að eiga sér stað þegar samtalið byrjar. En það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að við förum að tala um þetta,“ segir Sæunn. Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir í samtali við fréttastofu að nú þegar Klappið - nýtt greiðslukerfi Strætó - er komið í gagnið, sé stefnt að því að þróa lausn til að leyfa farþegum að skipuleggja alla ferðina á einum stað. Tæknin sé til, næsta skref er að hefja ferlið. Þar koma líka önnur rafskútufyrirtæki inn í myndina, en Hopp er óneitanlega risi á markaðnum. Stofnað 2019 og starfsmennirnir orðnir um 50. „Rafskúturnar sem eru að fara núna 6.000 ferðir á dag, þið getið ímyndað ykkur hversu mikilvægt þetta er í samgönguflórunni. Þannig að það að það séu ekki rafskútustæði fyrir utan hverja einustu strætóstoppistöð, það bara skil ég ekki,“ segir Sæunn. Sagt var frá því að Borgarlínu seinkar. En Hopp er á fleygiferð; Hopphjólum er nú að fjölga úr 1000 í 3000 og næst á dagskrá er að hefja starfsemi í Árbæ og Grafarvogi. Nýtt verkstæði Hopp; nokkur af þeim 1.000 rafhlaupahjólum sem þegar eru í þjónustu fyrirtækisins.Vísir/Egill Rafhlaupahjól Samgöngur Strætó Tengdar fréttir 2.050 krónur fyrir fjörutíu mínútna verslunarferð í IKEA á nýjum deilibíl Tíu deilibílar frá rafskútuleigunni Hopp verða teknir í gagnið á höfuðborgarsvæðinu í dag. Framkvæmdastjóri Hopps segir deilibílana frábrugðna öðrum sambærilegum lausnum sem þegar eru í boði og óttast hvorki samkeppni né skort á eftirspurn. 18. mars 2022 13:54 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Þegar Hoppið kom fram á sjónarsviðið fyrir örfáum árum sáu margir fyrir sér að þar væri kominn nýr erkióvinur Strætó. En það er ekki rétt hugsun, heldur vilja þessir samgöngumátar vera vinir. Samhæfingin er hafin; þegar má sjá hvar rafskútur leynast nærri stoppistöðvum á Strætó.is Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Hopp, segir að þar að auki telji hún að til standi að láta nærliggjandi Hopphjól birtast á skjám Strætó á Hlemmi. „Það er náttúrulega gríðarlega mikilvægt, vegna þess að við vitum að fólk er byrjað að taka upp Hopp-appið og leita sér að skútu þegar það er í Strætó að koma, inn í höfuðborgina til dæmis. Þannig að það skiptir miklu máli að fá skúturnar inn í Strætó-appið, að sjálfsögðu,“ segir Sæunn. Sæunn Ósk Unnsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Hopp.Vísir/Egill Bæði Hopp og Strætó vilja að hægt sé að nota sömu tækni til að greiða fyrir heildarferðina. „Hvort það verði inneign hjá Hopp eða hvort þetta leiði þig inn í Hopp-appið, þetta eru bara tækniútfærslur sem þurfa að eiga sér stað þegar samtalið byrjar. En það er ekkert sem stendur í vegi fyrir því að við förum að tala um þetta,“ segir Sæunn. Jóhannes Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir í samtali við fréttastofu að nú þegar Klappið - nýtt greiðslukerfi Strætó - er komið í gagnið, sé stefnt að því að þróa lausn til að leyfa farþegum að skipuleggja alla ferðina á einum stað. Tæknin sé til, næsta skref er að hefja ferlið. Þar koma líka önnur rafskútufyrirtæki inn í myndina, en Hopp er óneitanlega risi á markaðnum. Stofnað 2019 og starfsmennirnir orðnir um 50. „Rafskúturnar sem eru að fara núna 6.000 ferðir á dag, þið getið ímyndað ykkur hversu mikilvægt þetta er í samgönguflórunni. Þannig að það að það séu ekki rafskútustæði fyrir utan hverja einustu strætóstoppistöð, það bara skil ég ekki,“ segir Sæunn. Sagt var frá því að Borgarlínu seinkar. En Hopp er á fleygiferð; Hopphjólum er nú að fjölga úr 1000 í 3000 og næst á dagskrá er að hefja starfsemi í Árbæ og Grafarvogi. Nýtt verkstæði Hopp; nokkur af þeim 1.000 rafhlaupahjólum sem þegar eru í þjónustu fyrirtækisins.Vísir/Egill
Rafhlaupahjól Samgöngur Strætó Tengdar fréttir 2.050 krónur fyrir fjörutíu mínútna verslunarferð í IKEA á nýjum deilibíl Tíu deilibílar frá rafskútuleigunni Hopp verða teknir í gagnið á höfuðborgarsvæðinu í dag. Framkvæmdastjóri Hopps segir deilibílana frábrugðna öðrum sambærilegum lausnum sem þegar eru í boði og óttast hvorki samkeppni né skort á eftirspurn. 18. mars 2022 13:54 Mest lesið „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Biskup lætur Rúv heyra það vegna umræðunnar í gær Innlent „Halló kríp, ég er með slæmar fréttir fyrir þig“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
2.050 krónur fyrir fjörutíu mínútna verslunarferð í IKEA á nýjum deilibíl Tíu deilibílar frá rafskútuleigunni Hopp verða teknir í gagnið á höfuðborgarsvæðinu í dag. Framkvæmdastjóri Hopps segir deilibílana frábrugðna öðrum sambærilegum lausnum sem þegar eru í boði og óttast hvorki samkeppni né skort á eftirspurn. 18. mars 2022 13:54