Brjálað að gera hjá glæsilegri prjónastofu á Hvammstanga Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 28. júní 2022 21:05 Kristinn Karlsson með teppi með íslenska fánanum, sem rjúka út hjá Kidka eins og heitar lummur. Magnús Hlynur Hreiðarsson Ein glæsilegasta prjónastofa landsins er á Hvammstanga en þar er meira en nóg að gera við að framleiða vörur úr íslenskri ull. Teppi með íslenska fánanum rjúka út eins og heitar lummur. Þegar komið er inn í verslunina og prjónastofuna Kidka á Hvammstanga taka tveir skemmtilegir hundar á móti gestum, Týra og Píla og vekja þær alltaf mikla athygli hjá viðskiptavinum, ekki síst útlendingum. „Þetta hefur bara gengið ótrúlega vel og við erum með skemmtilegar vörur og íslenska framleiðslu algjörlega. Það er íslenskt band og það er allt framleidd hér og það er það, sem er að hjálpa okkur mikið í sölu,“ segir Kristinn Karlsson, annar eigandi Kidka með á Hvammstanga. Þannig að það er íslenska sauðkindin, sem selur svona vel þegar ullin er annars vegar eða? „Já, algjörlega, íslenska sauðkindin. Það er aðal vandamálið hjá okkur í dag, sem er lúxus vandamál að við höfum bara ekki undan að framleiða, það er bara þannig,“ bætir Kristinn við. Íslenski fáninn á rúmteppum frá Kidka hafa slagið í gegn. „Já, þau teppi eru mjög flott og það kemur manni á óvart hvað þetta selst ofboðslega mikið, það er endalaust verið að kaupa þetta af túristum,“ segir Kristinn. Kidka hefur verið í sérstakri vöruþróun með hestavörur, sem hafa slegið í gegn eins og undirdýnu undir hnakka, hestaábreiður og fleira og fleira. Irina Kamp með Týru og Pílu, sem taka vel á móti gestum í verslun Kidku á Hvammstanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er rosalega erfitt að segja til um hvað eru vinsælustu hestavörurnar okkar, þær eru allar rosalegar vinsælar hjá okkur og rjúka út,“ segir Irina Kamp, hinn eigandi Kidka á Hvammstanga „Ertu ekki stolt að eiga þetta fyrirtæki með Kristni? „Jú, mjög svo, það gengur vel og ég er rosalega ánægð með það og þetta er líka skemmtileg vinna.“ Átta starfsmenn vinna á Prjónastofunni og eru þeir mjög ánægðir í vinnunni sinni. „Þetta er rosalega flott fyrirtæki, það er í sér klassa,“ segir Ólína Austfjörð Jónsdóttir, starfsmaður. Ólína Austfjörð, sem er alsæl með að vinna hjá Kidka á prjónastofunni á Hvammstanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kidka, heimasíða fyrirtækisins Húnaþing vestra Prjónaskapur Landbúnaður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Þegar komið er inn í verslunina og prjónastofuna Kidka á Hvammstanga taka tveir skemmtilegir hundar á móti gestum, Týra og Píla og vekja þær alltaf mikla athygli hjá viðskiptavinum, ekki síst útlendingum. „Þetta hefur bara gengið ótrúlega vel og við erum með skemmtilegar vörur og íslenska framleiðslu algjörlega. Það er íslenskt band og það er allt framleidd hér og það er það, sem er að hjálpa okkur mikið í sölu,“ segir Kristinn Karlsson, annar eigandi Kidka með á Hvammstanga. Þannig að það er íslenska sauðkindin, sem selur svona vel þegar ullin er annars vegar eða? „Já, algjörlega, íslenska sauðkindin. Það er aðal vandamálið hjá okkur í dag, sem er lúxus vandamál að við höfum bara ekki undan að framleiða, það er bara þannig,“ bætir Kristinn við. Íslenski fáninn á rúmteppum frá Kidka hafa slagið í gegn. „Já, þau teppi eru mjög flott og það kemur manni á óvart hvað þetta selst ofboðslega mikið, það er endalaust verið að kaupa þetta af túristum,“ segir Kristinn. Kidka hefur verið í sérstakri vöruþróun með hestavörur, sem hafa slegið í gegn eins og undirdýnu undir hnakka, hestaábreiður og fleira og fleira. Irina Kamp með Týru og Pílu, sem taka vel á móti gestum í verslun Kidku á Hvammstanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það er rosalega erfitt að segja til um hvað eru vinsælustu hestavörurnar okkar, þær eru allar rosalegar vinsælar hjá okkur og rjúka út,“ segir Irina Kamp, hinn eigandi Kidka á Hvammstanga „Ertu ekki stolt að eiga þetta fyrirtæki með Kristni? „Jú, mjög svo, það gengur vel og ég er rosalega ánægð með það og þetta er líka skemmtileg vinna.“ Átta starfsmenn vinna á Prjónastofunni og eru þeir mjög ánægðir í vinnunni sinni. „Þetta er rosalega flott fyrirtæki, það er í sér klassa,“ segir Ólína Austfjörð Jónsdóttir, starfsmaður. Ólína Austfjörð, sem er alsæl með að vinna hjá Kidka á prjónastofunni á Hvammstanga.Magnús Hlynur Hreiðarsson Kidka, heimasíða fyrirtækisins
Húnaþing vestra Prjónaskapur Landbúnaður Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira