Nei eða já: Jokic vinnur ekki titil með Nuggets og Clippers betri á pappír en Warriors Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 28. júní 2022 23:30 Strákarnir í Lögmáli leiksins fóru um víðan völl í hinum vinsæla dagskrárlið Nei eða já. Stöð 2 Sport Hinn stórskemmtilegi liður Nei eða já var að sjálfsögðu á sínum stað í seinasta þætti að Lögmál leiksins þar sem stjórnandi þáttarins, Kjartan Atli Kjartansson, fékk sérfæðinga í setti til að svara laufléttum nei eða já spurningum um NBA-deildina í körfubolta. Farið var um víðan völl eins og oft áður og í þetta skipti voru umræðuefnin fjögur. Kjartan Atli byrjaði á því að spyrja sérfræðingana hvort Nikola Jokic myndi vinna titil með Denver Nuggets, en þeir Sigurður Orri Kristjánsson og Hörður Unnsteinsson voru sammála um að það muni ekki gerast. „Nei. Það er ekkert diss á Nikola Jokic sem er stórkostlegur leikmaður, en ég held bara að Michael Porter samningurinn verði of erfiður fyrir þá þegar fram í líður,“ sagði Sigurður Orri. „Það er bara erfitt að byggja lið í kringum menn þar sem er verið að fá stjarnfræðilegar upphæðir borgaðar þannig að nei, Nikola Jokic binnur ekki titil í Denver.“ Hörður var sammála kollega sínum og sagði það ekki vænlegt til árangurs þegar lið eru ekki tilbúin að reiða fram stóru seðlana. „Sagnfræðilega séð þá vinna svona „Small-market“ lið ekki titilinn. Það þarf alveg sérstakar aðstæður. Þú þarft Giannis, þú þarft ár eins og Toronto átti með Kawhi til þess að lið á þessum markaði nái að vinna. Eða þá að þú þarft einstakt lið. Nikola Jokic er einstakur leikmaður, en liðið sem er byggt upp í kringum hann er langt frá því að vera einstakt.“ Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já Næst fóru strákarnir í það að bera saman lið, nánar tiltekið Los Angeles Clippers og nýkrýnda NBA-meistara í Golden State Warriors. „Körfubolti er spilaður á parketi, en í þessari hugarleikfimi ætlum við að spila hann á pappír,“ sagði Kjartan Atli. „Clippers er með betra lið en Warriors á pappír, nei eða já?“ Sigurður og Hörður virtust ekki beint sammála um þetta mál, en Hörður vildi meina að Clippers myndi vinna ef liðunum væri stillt upp í tölvuleik og engar utanaðkomandi aðstæður myndu hafa áhrif á leikinn. „Já, það gæti alveg verið,“ sagði Hörður. „Þeir eru komnir með Paul George og Kawhi Leonard til baka og það er betra heldur en tvennan sem þú getur sett upp hjá Warriors. Besti einstaki leikmaðurinn í þessum tveimur liðum er samt ennþá Steph Curry þangað til við sjáum hvernig Kawhi kemur til baka.“ Þrátt fyrir að vera sammála Herði um hver besti leikmaðurinn í þessum tveimur liðum væri var Sigurður þó ekki sammála Herði um hvort liðið væri betra á pappírum. „Ég segi bara nei,“ sagði Sigurður. „Jú jú, ég er sammála Herði að Steph Curry er besti gaurinn af öllum þessum sem er að spila. Paul George er frábær leikmaður en ég veit ekki hvað hann hefur gert fyrir mig undanfarin ár, Kawhi Leonard, ég held að hans tíma sem svona ofur-dóminerandi leikmaður séu bara búnir.“ „Við erum að tala um á pappír. Augljóslega eru Clippers ekki betra lið en Warriors, en ef þú setur upp í NBA2k leik þar sem þú lætur leikinn bara spila og það eru engar ytri aðstæður með þá vinna Clippers,“ svaraði Hörður. Að lokum ræddu strákarnir um það hvort sólin væri sest í Phoenix og hvort Christian Wood, eða Stjáni Viðars eins og þeir kalla hann, muni verða dásamlegur í Dallas, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. Lögmál leiksins NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira
Farið var um víðan völl eins og oft áður og í þetta skipti voru umræðuefnin fjögur. Kjartan Atli byrjaði á því að spyrja sérfræðingana hvort Nikola Jokic myndi vinna titil með Denver Nuggets, en þeir Sigurður Orri Kristjánsson og Hörður Unnsteinsson voru sammála um að það muni ekki gerast. „Nei. Það er ekkert diss á Nikola Jokic sem er stórkostlegur leikmaður, en ég held bara að Michael Porter samningurinn verði of erfiður fyrir þá þegar fram í líður,“ sagði Sigurður Orri. „Það er bara erfitt að byggja lið í kringum menn þar sem er verið að fá stjarnfræðilegar upphæðir borgaðar þannig að nei, Nikola Jokic binnur ekki titil í Denver.“ Hörður var sammála kollega sínum og sagði það ekki vænlegt til árangurs þegar lið eru ekki tilbúin að reiða fram stóru seðlana. „Sagnfræðilega séð þá vinna svona „Small-market“ lið ekki titilinn. Það þarf alveg sérstakar aðstæður. Þú þarft Giannis, þú þarft ár eins og Toronto átti með Kawhi til þess að lið á þessum markaði nái að vinna. Eða þá að þú þarft einstakt lið. Nikola Jokic er einstakur leikmaður, en liðið sem er byggt upp í kringum hann er langt frá því að vera einstakt.“ Klippa: Lögmál leiksins: Nei eða já Næst fóru strákarnir í það að bera saman lið, nánar tiltekið Los Angeles Clippers og nýkrýnda NBA-meistara í Golden State Warriors. „Körfubolti er spilaður á parketi, en í þessari hugarleikfimi ætlum við að spila hann á pappír,“ sagði Kjartan Atli. „Clippers er með betra lið en Warriors á pappír, nei eða já?“ Sigurður og Hörður virtust ekki beint sammála um þetta mál, en Hörður vildi meina að Clippers myndi vinna ef liðunum væri stillt upp í tölvuleik og engar utanaðkomandi aðstæður myndu hafa áhrif á leikinn. „Já, það gæti alveg verið,“ sagði Hörður. „Þeir eru komnir með Paul George og Kawhi Leonard til baka og það er betra heldur en tvennan sem þú getur sett upp hjá Warriors. Besti einstaki leikmaðurinn í þessum tveimur liðum er samt ennþá Steph Curry þangað til við sjáum hvernig Kawhi kemur til baka.“ Þrátt fyrir að vera sammála Herði um hver besti leikmaðurinn í þessum tveimur liðum væri var Sigurður þó ekki sammála Herði um hvort liðið væri betra á pappírum. „Ég segi bara nei,“ sagði Sigurður. „Jú jú, ég er sammála Herði að Steph Curry er besti gaurinn af öllum þessum sem er að spila. Paul George er frábær leikmaður en ég veit ekki hvað hann hefur gert fyrir mig undanfarin ár, Kawhi Leonard, ég held að hans tíma sem svona ofur-dóminerandi leikmaður séu bara búnir.“ „Við erum að tala um á pappír. Augljóslega eru Clippers ekki betra lið en Warriors, en ef þú setur upp í NBA2k leik þar sem þú lætur leikinn bara spila og það eru engar ytri aðstæður með þá vinna Clippers,“ svaraði Hörður. Að lokum ræddu strákarnir um það hvort sólin væri sest í Phoenix og hvort Christian Wood, eða Stjáni Viðars eins og þeir kalla hann, muni verða dásamlegur í Dallas, en innslagið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Lögmál leiksins NBA Mest lesið Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Körfubolti Uppgjörið: N-Írland - Ísland 0-2 | Varnarjaxlarnir tryggðu sigur Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Körfubolti „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Körfubolti Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum Körfubolti Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Körfubolti Vildu fagna endalaust með Frey: „Þetta lið hættir aldrei að heilla“ Fótbolti Dæmd fyrir að stela greiðslukorti liðsfélaga Sport Vestri og KR mætast á fyrsta degi vetrar: „Vona að það snjói ekki í nótt“ Íslenski boltinn Byrjunarlið Íslands: Ein breyting frá lokaleiknum á EM en ekkert óvænt Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Leik lokið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Músin Ragnar og stemning Stólanna Keflavík fær erlendan leikmann Keflvíkingar komu til baka í seinni hálfleik Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 99-93 | Álftanes vann Njarðvík í bikarnum í hörkuleik Sjá meira