Félagið skrifaði undir sinn stærsta styrktarsamning við veðmálafyrirtækið Stake.com á dögunum, en eins og áður segir hefur það farið misvel í stuðningsmenn félagsins. Einn stuðningsmaður, Ben Melvin, segir að félagið sé að „selja sál félagsins.“
Melvin er óvirkur spilafíkill, en á rúmlum áratug tapaði hann hundruð þúsundum punda í gegnum veðmál. Hann skilur viðskiptahliðina á samningnum, en telur ákvörðunina hins vega koma illa út fyrir félagið.
„Mér brá þegar ég heyrði að Everton hafi samið við Stake.com af því að það er eitthvað sem mér finnst ekki passa inn í það sem félagið stendur fyrir,“ sagði Melvin.
„Margir hafa sagt að við þurfum á peningunum að halda, en það þýðir samt ekki að við þurfum að selja sál félagsins til að fá þá.“
„Þetta er að gerast á tímum þar sem mörg félög eru að reyna að aðskilja sig frá veðmálafyrirtækjum og mér finnst það jákvætt. Everton hefur hins vegar tekið stórt skref í átt til þeirra til að taka út feitan tékka.“
Forráðamenn Everton segja hins vegar að félagið muni halda áfram að styðja við viðkvæma hópa, líkt og félagið hefur gert fyrir þá sem glíma við alkóhólisma eftir að tælenski bjórframleiðandinn Chang varð aðalstyrktaraðili liðsins.