Æfingarnar sem Katrín og Sara verða að klára með stæl til að ná inn á leikana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. júní 2022 08:30 Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir eiga fyrir höndum mjög krefjandi æfingar á nætu tveimur sólarhringum. vísir/daníel Last Chance Qualifier hefst í dag en þar keppa þrjátíu karlar og þrjátíu konur um fjögur laus sæti á heimsleikunum í CrossFit, tvö hjá hvoru kyni. Eftir þessa keppni verður það endanlega ljóst hverjir keppa um heimsmeistaratitilinn í CrossFit í ár. Okkar fulltrúar eru þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir sem báðar voru einu sæti frá því að tryggja sér farseðilinn í undanúrslitunum. Katrín Tanja og Sara hafa margoft keppt á heimsleikunum, komist báðar á pall og Katrín hefur unnið þá tvisvar. Það yrðu mikil vonbrigði fyrir þær báðar að missa af heimsleikunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Þær geta enn báðar komist á heimsleikana en það myndi þýða að íslensku CrossFit konurnar þyrftu að enda í fyrsta og öðru sæti á Last Chance Qualifier mótinu. Keppendur þurfa að klára fjórar æfingar, tvær á miðvikudegi og tvær á fimmtudegi. Miðvikudagsæfingunum tveimur þarf að skila milli hádegis í dag og hádegis á morgun. Fimmtudagsæfingunum tveimur þarf að skila milli hádegis á fimmtudag og hádegis á föstudag. Þar erum við að tala um Kyrrahafstíma en Katrín Tanja er hér á Íslandi en Sara er úti í Bandaríkjunum. Hádegi að Kyrrahafstíma er klukkan sjö að kvöldi að íslenskum tíma. Keppendur vita allt um æfingarnar fyrir fram enda þarf að undirbúa allt vel þegar keppt er í gegnum netið. Það er ljóst að þessar fjórar æfingar munu taka vel á hjá keppendum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wQaJZW2tWSY">watch on YouTube</a> Í dag er fyrri æfingin tvískipt. Fyrst þurfa þær að skila tuttugu hnébeygjum með og axlapressu í sömu hreyfingu (thrusters) en stöngin mun vega tæp 57 kíló hjá konunum. Þær hafa tvær mínútur til að klára þær og geta síðan gert upplyftingar (muscle-up) restina af tímanum. Eftir tveggja mínútna hvíld eiga þær að skila tuttugu upplyftingum og geta síðan bætt við eins mörgum hnébeygjum, með og axlapressu í sömu hreyfingu, eins og þær ná á tveimur mínútum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=W1EQOz0rV5A">watch on YouTube</a> Seinni æfing miðvikudagsins er síðan tvö þúsund metra róður sem þarf að kára á níu mínútum og ef þær ná því að klára áður þá geta þær reynt að ganga sem lengst á höndum áður en níu mínúturnar eru liðnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=VQ0OT3D5-Sg">watch on YouTube</a> Fyrri æfing fimmtudagsins er sambland af jafnhendingu með sjötíu kílóa stöng og fimmtán metra spretti. Keppendur eiga að gera endurtekningar upp á 1-2-3-4-5-6-7-8-9-10 og hafa tuttugu mínútur til að klára. Fyrst einu sinni, svo tvisvar, þá þrisvar og svo áfram þar til að þær gera þetta tíu sinnum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=NjoYedqFxQc">watch on YouTube</a> Seinni æfing fimmtudagsins og jafnframt lokaæfing keppninnar er sambland af þremur æfingum. Fyrst fimmtíu burpee hopp yfir 51 sentímetra kassa, þá 75 sipp og að lokum eiga þær að kasta sex kílóa bolta hundrað sinnum í vegg. Þetta þarf að klára allt á tuttugu mínútum. Það má sjá frekari skýringu á æfingunum í færslu Morning Chalk Up hér fyrir ofan. Hér fyrir ofan má líka sjá myndbönd frá Youtube síðu heimsleikanna sem sýnir líka þessar krefjandi æfingar. Það er ljóst að það þarf alvöru viljastyrk og mikla keppnishörku til að klára þennan pakka í dag og á morgun. Vonandi tekst okkar konum vel upp en nú er að duga eða drepast fyrir þær báðar. CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja og Sara fá eitt tækifæri í viðbót en keppa um tvö sæti við 28 aðrar Þetta er gríðarlega mikilvæg vika fyrir tvær af þekktustu CrossFit konum landsins enda allra síðasti séns fyrir þær að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. 27. júní 2022 08:30 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Okkar fulltrúar eru þær Katrín Tanja Davíðsdóttir og Sara Sigmundsdóttir sem báðar voru einu sæti frá því að tryggja sér farseðilinn í undanúrslitunum. Katrín Tanja og Sara hafa margoft keppt á heimsleikunum, komist báðar á pall og Katrín hefur unnið þá tvisvar. Það yrðu mikil vonbrigði fyrir þær báðar að missa af heimsleikunum í ár. View this post on Instagram A post shared by Morning Chalk Up (@morningchalkup) Þær geta enn báðar komist á heimsleikana en það myndi þýða að íslensku CrossFit konurnar þyrftu að enda í fyrsta og öðru sæti á Last Chance Qualifier mótinu. Keppendur þurfa að klára fjórar æfingar, tvær á miðvikudegi og tvær á fimmtudegi. Miðvikudagsæfingunum tveimur þarf að skila milli hádegis í dag og hádegis á morgun. Fimmtudagsæfingunum tveimur þarf að skila milli hádegis á fimmtudag og hádegis á föstudag. Þar erum við að tala um Kyrrahafstíma en Katrín Tanja er hér á Íslandi en Sara er úti í Bandaríkjunum. Hádegi að Kyrrahafstíma er klukkan sjö að kvöldi að íslenskum tíma. Keppendur vita allt um æfingarnar fyrir fram enda þarf að undirbúa allt vel þegar keppt er í gegnum netið. Það er ljóst að þessar fjórar æfingar munu taka vel á hjá keppendum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=wQaJZW2tWSY">watch on YouTube</a> Í dag er fyrri æfingin tvískipt. Fyrst þurfa þær að skila tuttugu hnébeygjum með og axlapressu í sömu hreyfingu (thrusters) en stöngin mun vega tæp 57 kíló hjá konunum. Þær hafa tvær mínútur til að klára þær og geta síðan gert upplyftingar (muscle-up) restina af tímanum. Eftir tveggja mínútna hvíld eiga þær að skila tuttugu upplyftingum og geta síðan bætt við eins mörgum hnébeygjum, með og axlapressu í sömu hreyfingu, eins og þær ná á tveimur mínútum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=W1EQOz0rV5A">watch on YouTube</a> Seinni æfing miðvikudagsins er síðan tvö þúsund metra róður sem þarf að kára á níu mínútum og ef þær ná því að klára áður þá geta þær reynt að ganga sem lengst á höndum áður en níu mínúturnar eru liðnar. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=VQ0OT3D5-Sg">watch on YouTube</a> Fyrri æfing fimmtudagsins er sambland af jafnhendingu með sjötíu kílóa stöng og fimmtán metra spretti. Keppendur eiga að gera endurtekningar upp á 1-2-3-4-5-6-7-8-9-10 og hafa tuttugu mínútur til að klára. Fyrst einu sinni, svo tvisvar, þá þrisvar og svo áfram þar til að þær gera þetta tíu sinnum. <a href="https://www.youtube.com/watch?v=NjoYedqFxQc">watch on YouTube</a> Seinni æfing fimmtudagsins og jafnframt lokaæfing keppninnar er sambland af þremur æfingum. Fyrst fimmtíu burpee hopp yfir 51 sentímetra kassa, þá 75 sipp og að lokum eiga þær að kasta sex kílóa bolta hundrað sinnum í vegg. Þetta þarf að klára allt á tuttugu mínútum. Það má sjá frekari skýringu á æfingunum í færslu Morning Chalk Up hér fyrir ofan. Hér fyrir ofan má líka sjá myndbönd frá Youtube síðu heimsleikanna sem sýnir líka þessar krefjandi æfingar. Það er ljóst að það þarf alvöru viljastyrk og mikla keppnishörku til að klára þennan pakka í dag og á morgun. Vonandi tekst okkar konum vel upp en nú er að duga eða drepast fyrir þær báðar.
CrossFit Tengdar fréttir Katrín Tanja og Sara fá eitt tækifæri í viðbót en keppa um tvö sæti við 28 aðrar Þetta er gríðarlega mikilvæg vika fyrir tvær af þekktustu CrossFit konum landsins enda allra síðasti séns fyrir þær að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. 27. júní 2022 08:30 Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Sjá meira
Katrín Tanja og Sara fá eitt tækifæri í viðbót en keppa um tvö sæti við 28 aðrar Þetta er gríðarlega mikilvæg vika fyrir tvær af þekktustu CrossFit konum landsins enda allra síðasti séns fyrir þær að tryggja sér sæti á heimsleikunum í CrossFit í haust. 27. júní 2022 08:30