Marcos er sonur og alnafni fyrrverandi einræðisherra landsins sem hrakinn var frá völdum í byltingu árið 1986. Hann sigraði með yfirburðum í kosningum sem fram fóru í síðasta mánuði enda naut hann stuðnings Dutertes í embættið og varaforseti hans verður dóttir Dutertes, Sara.
Hin 64 ára gamli Marcos, sem kallaður er Bongbong, sagði í ávarpi sínu í morgun að hann væri þakklátur fyrir það umboð sem honum hefði verið veitt og hvatti til þess að landsmenn sameinist og hætti að deila um það sem gerðist í fortíðinni.