Kosningaloforðið uppfyllt átta árum eftir að Betra Sigtún bauð fram Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 30. júní 2022 12:56 Sigtúnið var eina ómalbikaða gatan á Vopnafirði. Ekki lengur. Hún var malbikuð í vikunni. Mynd/Randver Páll Gunnarsson. Þau tíðindi urðu á Vopnafirði í vikunni að gatan Sigtún var malbikuð. Árið 2014 bauð framboðið Betra Sigtún þar sem malbikun götunnar var eitt helsta stefnumálið. Austurfrétt greinir frá því að vaskir malbikarar frá Malbikun Norðurlands hafi malbikað götuna í vikunni. Alla jafna væri það ekkert sérstaklega fréttnæmt að ein stök íbúðargata sé malbikuð, hvort sem það er í Reykjavík eða á Vopnafirði. Sigtúnið á Vopnafirði varð hins vegar landsfrægt árið 2014 þegar nokkrir íbúar götunnar stofnuðu framboð, Betra Sigtún, þar sem eitt af helstu stefnumálunum var að malbika götuna. Í viðtali við Lóu Pind Aldísardóttur í aðdraganda kosninganna árið 2014 sögðu forsvarsmenn framboðsins hafa verið svekktir með að gatan væri sú eina sem væri ekki malbikuð í götunni. Grínuðust þau með að þau þyrfti að fara í framboð til að fá þessu breytt. Framboðið hlaut ágæta kosningu í sveitarstjórnarkosningunum 2014 og myndaði meirihluta með K-lista félagshyggjufólks. Sá meirihluti sprakk árið 2017 og þá myndaði Betra Sigtún meirihluta með B-lista Framsóknarmanna. Framboðin tvo mynduðu svo áfram meirihluta eftir kosningarnar 2018 en Betra Sigtún bauð ekki fram í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Í frétt Austurfréttar kemur fram að malbikun Sigtúns hafi á undanförnum árum strandað á skipulagsmálum, sem úr hafi verið leyst á síðasta kjörtímabili. Því má segja að Betra Sigtúni hafi tekist að efna kosningaloforðið, átta árum eftir að framboðið leit dagsins ljós, þó það sé ekki lengur við völd. Vopnafjörður Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Framboð ungs fólks fékk tvo bæjarfulltrúa á Vopnafirði Framsókn er stærsti flokkurinn á Vopnafirði. Ljóst að nýr meirihluti verður myndaður. 1. júní 2014 02:54 Betra Sigtún á Vopnafirði Ungt fólk hefur sett saman lista til sveitarstjórnarkosninga á Vopnafirði og ætlar sér að fá þrjá menn inn í bæjarstjórn. 6. maí 2014 11:38 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira
Austurfrétt greinir frá því að vaskir malbikarar frá Malbikun Norðurlands hafi malbikað götuna í vikunni. Alla jafna væri það ekkert sérstaklega fréttnæmt að ein stök íbúðargata sé malbikuð, hvort sem það er í Reykjavík eða á Vopnafirði. Sigtúnið á Vopnafirði varð hins vegar landsfrægt árið 2014 þegar nokkrir íbúar götunnar stofnuðu framboð, Betra Sigtún, þar sem eitt af helstu stefnumálunum var að malbika götuna. Í viðtali við Lóu Pind Aldísardóttur í aðdraganda kosninganna árið 2014 sögðu forsvarsmenn framboðsins hafa verið svekktir með að gatan væri sú eina sem væri ekki malbikuð í götunni. Grínuðust þau með að þau þyrfti að fara í framboð til að fá þessu breytt. Framboðið hlaut ágæta kosningu í sveitarstjórnarkosningunum 2014 og myndaði meirihluta með K-lista félagshyggjufólks. Sá meirihluti sprakk árið 2017 og þá myndaði Betra Sigtún meirihluta með B-lista Framsóknarmanna. Framboðin tvo mynduðu svo áfram meirihluta eftir kosningarnar 2018 en Betra Sigtún bauð ekki fram í nýafstöðnum sveitarstjórnarkosningum. Í frétt Austurfréttar kemur fram að malbikun Sigtúns hafi á undanförnum árum strandað á skipulagsmálum, sem úr hafi verið leyst á síðasta kjörtímabili. Því má segja að Betra Sigtúni hafi tekist að efna kosningaloforðið, átta árum eftir að framboðið leit dagsins ljós, þó það sé ekki lengur við völd.
Vopnafjörður Samgöngur Vegagerð Tengdar fréttir Framboð ungs fólks fékk tvo bæjarfulltrúa á Vopnafirði Framsókn er stærsti flokkurinn á Vopnafirði. Ljóst að nýr meirihluti verður myndaður. 1. júní 2014 02:54 Betra Sigtún á Vopnafirði Ungt fólk hefur sett saman lista til sveitarstjórnarkosninga á Vopnafirði og ætlar sér að fá þrjá menn inn í bæjarstjórn. 6. maí 2014 11:38 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Fleiri fréttir Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Sjá meira
Framboð ungs fólks fékk tvo bæjarfulltrúa á Vopnafirði Framsókn er stærsti flokkurinn á Vopnafirði. Ljóst að nýr meirihluti verður myndaður. 1. júní 2014 02:54
Betra Sigtún á Vopnafirði Ungt fólk hefur sett saman lista til sveitarstjórnarkosninga á Vopnafirði og ætlar sér að fá þrjá menn inn í bæjarstjórn. 6. maí 2014 11:38