Jordan Peterson í straffi frá Twitter þar til hann eyðir hatursfullri færslu Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. júlí 2022 11:20 Samkvæmt Twitter hefur Peterson gerst sekur um hatursfulla orðræðu og því hefur hann verið settur í tímabundið straff. Vísir Jordan Peterson hefur verið settur í straff á Twitter í kjölfar færslu sem hann skrifaði um Elliot Page og fór gegn reglum miðilsins um hatursfullt efni. Peterson má ekki skrifa neinar færslur í hálfan sólarhring nema hann eyði færslunni fyrst. Jordan Peterson hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár, sérstaklega hjá ungum karlmönnum, fyrir skrif sín um ýmis mál, sálfræði og heimspeki einna helst. Hann hefur einnig vakið mikla athygli fyrir skrif sín og neikvæðar skoðanir á trans-fólki en hann hefur lýst því að vera trans sem sambærilegu „satanískri helgisiðamisnotkun“ (e. satanic ritual abuse). Neikvæðar skoðanir á transfólki Færsla Peterson um Page er hluti af málflutningi hans um transfólk. Í færslunni spyr hann hvort fólk muni eftir því þegar stolt (e. pride) var synd. Með vísuninni tengir hann pride-göngur og hátíðir hinseginfólks í nútímanum við drambsemi sem dauðasynd í Biblíunni. Færslan heldur áfram og segir „Og Ellen Page lét fjarlægja brjóst sín af glæpsamlegum lækni.“ Þar vísar hann í það þegar leikarinn Elliot Page kom út sem trans árið 2020 og tilkynnti að hán vildi láta kalla sig Elliot en ekki Ellen. Með færslunni dauðnefnir Peterson því Page en það er þegar maður kallar transfólk nafninu sem það bar áður en það tók upp nýtt trans-nafn sitt. Þar að auki segir Peterson aðgerðina sem hán gekk undir glæpsamlega. Færslan fellur undir reglur Twitter um hatursfullt efni að því leyti að hún inniheldur hatursorðræðu sem beinist gegn kynvitund fólks. Því hefur miðillinn sett Peterson í tímabundið straff í hálfan sólarhing eða þar til hann eyðir færslunni. Telur kynleiðréttingaraðgerðir glæpsamlegar Peterson hefur farið mikinn um kynleiðréttingaraðgerðir undanfarið og sagði m.a. í viðtali í Ísland í dag að heilbrigðisstarfsfólk væri að limlesta börn með slíkum skurðaðgerðum. Ugla Stefanía, kynjafræðingur og fyrrum formaður Trans Ísland, skrifaði færslu á Facebook nýlega þar sem hún svaraði orðum Peterson og sagði hann ekki hafa neina sérþekkingu á málefnum transfólks né hafi hann unnið með trans ungmennum eða trans fólki almennt. Málefni trans fólks Twitter Tengdar fréttir „Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. 28. júní 2022 21:57 „Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Jordan Peterson hefur notið mikilla vinsælda undanfarin ár, sérstaklega hjá ungum karlmönnum, fyrir skrif sín um ýmis mál, sálfræði og heimspeki einna helst. Hann hefur einnig vakið mikla athygli fyrir skrif sín og neikvæðar skoðanir á trans-fólki en hann hefur lýst því að vera trans sem sambærilegu „satanískri helgisiðamisnotkun“ (e. satanic ritual abuse). Neikvæðar skoðanir á transfólki Færsla Peterson um Page er hluti af málflutningi hans um transfólk. Í færslunni spyr hann hvort fólk muni eftir því þegar stolt (e. pride) var synd. Með vísuninni tengir hann pride-göngur og hátíðir hinseginfólks í nútímanum við drambsemi sem dauðasynd í Biblíunni. Færslan heldur áfram og segir „Og Ellen Page lét fjarlægja brjóst sín af glæpsamlegum lækni.“ Þar vísar hann í það þegar leikarinn Elliot Page kom út sem trans árið 2020 og tilkynnti að hán vildi láta kalla sig Elliot en ekki Ellen. Með færslunni dauðnefnir Peterson því Page en það er þegar maður kallar transfólk nafninu sem það bar áður en það tók upp nýtt trans-nafn sitt. Þar að auki segir Peterson aðgerðina sem hán gekk undir glæpsamlega. Færslan fellur undir reglur Twitter um hatursfullt efni að því leyti að hún inniheldur hatursorðræðu sem beinist gegn kynvitund fólks. Því hefur miðillinn sett Peterson í tímabundið straff í hálfan sólarhing eða þar til hann eyðir færslunni. Telur kynleiðréttingaraðgerðir glæpsamlegar Peterson hefur farið mikinn um kynleiðréttingaraðgerðir undanfarið og sagði m.a. í viðtali í Ísland í dag að heilbrigðisstarfsfólk væri að limlesta börn með slíkum skurðaðgerðum. Ugla Stefanía, kynjafræðingur og fyrrum formaður Trans Ísland, skrifaði færslu á Facebook nýlega þar sem hún svaraði orðum Peterson og sagði hann ekki hafa neina sérþekkingu á málefnum transfólks né hafi hann unnið með trans ungmennum eða trans fólki almennt.
Málefni trans fólks Twitter Tengdar fréttir „Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. 28. júní 2022 21:57 „Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
„Hann er bókstaflega að dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum“ Ummæli Jordan Peterson um transbörn og aðgerðir þeirra, sem hann lét falla í Íslandi í dag á sunnudag, hafa vakið reiði meðal transsamfélagsins á Íslandi. Sérfræðingur í málefnum hinsegin fólks segir Peterson dreifa misvísandi og hættulegum upplýsingum sem geti valdið ungu fólki skaða, sé þeim fylgt. 28. júní 2022 21:57
„Af samfélagsmiðlum að dæma eru allir á móti mér – en það er ekki satt“ Kanadíski sálfræðingurinn Jordan Peterson flutti fyrirlestur fyrir fullum sal í Háskólabíó í gærkvöldi. Ísland í dag ræddi við hann morguninn fyrir fyrirlesturinn. 26. júní 2022 19:57