Verðbólgan étur upp kaupmáttinn og skapar óvissu fyrir kjarasamningaviðræður í haust Fanndís Birna Logadóttir skrifar 1. júlí 2022 12:03 Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans. Vísir Mikil verðbólga hefur minnkað kaupmátt töluvert og er mjög löngu tímabili aukins kaupmáttar nú lokið að mati hagfræðideildar Landsbankans. Hagfræðingur hjá bankanum segir viðbúið að það taki einhver ár að ná verðbólgunni niður og að erfið staða blasi við í kjarasamningsviðræðum í haust. Í nýjustu greiningu Landsbankans kemur fram að launavísitalan hafi hækkað um 8,6 prósent á síðustu tólf mánuðum og kaupmáttur launa aukist um 0,9 prósent milli maímánaða 2021 og 2022. Kaupmáttur var engu að síður 1,5 prósentustigum minni en hann var í janúar, þegar kaupmáttur var sá mesti í sögunni. Verðbólga hefur undanfarið hækkað óvenju mikið en hún mældist 7,6 prósent í maí og ársverðbólgan er nú 8,8 prósent. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir landsmenn hafa búið við nokkuð einstakar aðstæður þar sem kaupmáttur hafi aukist stöðugt í hið minnsta frá árinu 2015. „Stundum hefur kaupmátturinn aukist verulega mikið á hverju ári, minna núna, hann stendur í stað en svo koma áfangahækkanir inn á milli eins og gerðist núna í janúar og aftur í apríl og þá hoppar kaupmátturinn aðeins en annars er hann á leiðinni niður og ástæðan er auðvitað þessi mikla verðbólga,“ segir Ari. Langt á milli aðila Verðbólgan éti nú kaupmáttinn upp smám saman og ljóst sé að ekki væri von á frekari launahækkunum á þessu samningstímabili, sem ljúki í lok október. Þannig eigi kaupmáttur aðeins eftir að fara niður á við það sem eftir væri af þessu ári og viðbúið að verðbólga héldi áfram að hækka. „Það er alveg útilokað að nokkrar launahækkanir haldi í við þessa verðbólgu sem er. Markmiðið hjá okkur er að vera með tvö til þrjú prósent verðbólgu en við erum núna í átta til níu prósent. Að ná henni niður í tvö til þrjú prósent tekur alla vega tvö ár þannig við verðum í þessari stöðu áfram,“ segir Ari. Ari segir ljóst að erfið staða blasi við í kjaraviðræðum í haust. „Það verður bara mjög erfitt að ná endum saman og langt á milli aðila. Aðstæður eru auðvitað þannig að það er mikil óvissa og við erum í umhverfi sem við þekkjum ekkert sérstaklega vel,“ segir hann. Laun verkafólks hækka mest Ef litið er til launaþróunar ákveðinna hópa má sjá að laun hafa hækkað eilítið meira á opinbera markaðinum en hinum almenna frá því á fyrsta ársfjórðungi 2021. Launabreytingar hafa því jafnast milli markaða eftir að óvenju mikið bil myndaðist í upphafi árs 2021 og stendur nú í sjö prósentum á hinum almenna og 7,5 prósent á hinum opinbera. Ef litið er til starfsstétta skera tvær stéttir sig nokkuð úr. Laun verkafólks hafa hækkað mest, um 9,1 prósent, og því næst laun þjónustu-, afgreiðslu- og sölufólks, 7,9 prósent, en laun annarra stétta hafa hækkað í kringum sex prósent. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 6,2 prósent þannig kaupmáttur hafði annað hvort lækkað eilítið eða staðið í stað meðal sumra hópa. Hægt er að nálgast Hagsjá Landsbankans í heild sinni hér. Kjaramál Verðlag Stéttarfélög Tengdar fréttir Mikilvægast að spenna bogann ekki of hátt við lántöku Hagfræðingur segir ólíklegt að verðbólga hjaðni á næstunni, þótt hægja muni á henni. Vaxtabyrði óverðtryggða húsnæðislána hafi aukist verulega vegna vaxtahækkana að undanförnu og fólk verði að varast að spenna bogann of hátt. 30. júní 2022 22:00 „Við þessar aðstæður þurfa stjórnvöld að fara að stjórna“ Verðbólga hefur ekki mælst meiri síðan haustið 2009, og spár benda til þess að hún hækki enn frekar. Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að vel sé fylgst með stöðunni en þingmaður stjórnarandstöðunnar telur að grípa þurfi til aðgerða áður en það verður of seint. 29. júní 2022 22:00 Spá því að verðbólgan nálgist tíu prósent í næsta mánuði Landsbankinn reiknar með að ársverðbólga mælist 9,5 prósent í næsta mánuði, en fari svo hjaðnandi eftir það. 29. júní 2022 13:01 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Í nýjustu greiningu Landsbankans kemur fram að launavísitalan hafi hækkað um 8,6 prósent á síðustu tólf mánuðum og kaupmáttur launa aukist um 0,9 prósent milli maímánaða 2021 og 2022. Kaupmáttur var engu að síður 1,5 prósentustigum minni en hann var í janúar, þegar kaupmáttur var sá mesti í sögunni. Verðbólga hefur undanfarið hækkað óvenju mikið en hún mældist 7,6 prósent í maí og ársverðbólgan er nú 8,8 prósent. Ari Skúlason, hagfræðingur hjá hagfræðideild Landsbankans, segir landsmenn hafa búið við nokkuð einstakar aðstæður þar sem kaupmáttur hafi aukist stöðugt í hið minnsta frá árinu 2015. „Stundum hefur kaupmátturinn aukist verulega mikið á hverju ári, minna núna, hann stendur í stað en svo koma áfangahækkanir inn á milli eins og gerðist núna í janúar og aftur í apríl og þá hoppar kaupmátturinn aðeins en annars er hann á leiðinni niður og ástæðan er auðvitað þessi mikla verðbólga,“ segir Ari. Langt á milli aðila Verðbólgan éti nú kaupmáttinn upp smám saman og ljóst sé að ekki væri von á frekari launahækkunum á þessu samningstímabili, sem ljúki í lok október. Þannig eigi kaupmáttur aðeins eftir að fara niður á við það sem eftir væri af þessu ári og viðbúið að verðbólga héldi áfram að hækka. „Það er alveg útilokað að nokkrar launahækkanir haldi í við þessa verðbólgu sem er. Markmiðið hjá okkur er að vera með tvö til þrjú prósent verðbólgu en við erum núna í átta til níu prósent. Að ná henni niður í tvö til þrjú prósent tekur alla vega tvö ár þannig við verðum í þessari stöðu áfram,“ segir Ari. Ari segir ljóst að erfið staða blasi við í kjaraviðræðum í haust. „Það verður bara mjög erfitt að ná endum saman og langt á milli aðila. Aðstæður eru auðvitað þannig að það er mikil óvissa og við erum í umhverfi sem við þekkjum ekkert sérstaklega vel,“ segir hann. Laun verkafólks hækka mest Ef litið er til launaþróunar ákveðinna hópa má sjá að laun hafa hækkað eilítið meira á opinbera markaðinum en hinum almenna frá því á fyrsta ársfjórðungi 2021. Launabreytingar hafa því jafnast milli markaða eftir að óvenju mikið bil myndaðist í upphafi árs 2021 og stendur nú í sjö prósentum á hinum almenna og 7,5 prósent á hinum opinbera. Ef litið er til starfsstétta skera tvær stéttir sig nokkuð úr. Laun verkafólks hafa hækkað mest, um 9,1 prósent, og því næst laun þjónustu-, afgreiðslu- og sölufólks, 7,9 prósent, en laun annarra stétta hafa hækkað í kringum sex prósent. Á sama tíma hækkaði vísitala neysluverðs um 6,2 prósent þannig kaupmáttur hafði annað hvort lækkað eilítið eða staðið í stað meðal sumra hópa. Hægt er að nálgast Hagsjá Landsbankans í heild sinni hér.
Kjaramál Verðlag Stéttarfélög Tengdar fréttir Mikilvægast að spenna bogann ekki of hátt við lántöku Hagfræðingur segir ólíklegt að verðbólga hjaðni á næstunni, þótt hægja muni á henni. Vaxtabyrði óverðtryggða húsnæðislána hafi aukist verulega vegna vaxtahækkana að undanförnu og fólk verði að varast að spenna bogann of hátt. 30. júní 2022 22:00 „Við þessar aðstæður þurfa stjórnvöld að fara að stjórna“ Verðbólga hefur ekki mælst meiri síðan haustið 2009, og spár benda til þess að hún hækki enn frekar. Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að vel sé fylgst með stöðunni en þingmaður stjórnarandstöðunnar telur að grípa þurfi til aðgerða áður en það verður of seint. 29. júní 2022 22:00 Spá því að verðbólgan nálgist tíu prósent í næsta mánuði Landsbankinn reiknar með að ársverðbólga mælist 9,5 prósent í næsta mánuði, en fari svo hjaðnandi eftir það. 29. júní 2022 13:01 Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Sjá meira
Mikilvægast að spenna bogann ekki of hátt við lántöku Hagfræðingur segir ólíklegt að verðbólga hjaðni á næstunni, þótt hægja muni á henni. Vaxtabyrði óverðtryggða húsnæðislána hafi aukist verulega vegna vaxtahækkana að undanförnu og fólk verði að varast að spenna bogann of hátt. 30. júní 2022 22:00
„Við þessar aðstæður þurfa stjórnvöld að fara að stjórna“ Verðbólga hefur ekki mælst meiri síðan haustið 2009, og spár benda til þess að hún hækki enn frekar. Formaður fjárlaganefndar Alþingis segir að vel sé fylgst með stöðunni en þingmaður stjórnarandstöðunnar telur að grípa þurfi til aðgerða áður en það verður of seint. 29. júní 2022 22:00
Spá því að verðbólgan nálgist tíu prósent í næsta mánuði Landsbankinn reiknar með að ársverðbólga mælist 9,5 prósent í næsta mánuði, en fari svo hjaðnandi eftir það. 29. júní 2022 13:01