Fimm laus pláss í næstu umferð forkeppni HM í körfubolta Árni Jóhannsson skrifar 3. júlí 2022 13:30 Elvar Már flýgur í gegnum háloftin. Vísir/Hulda Margrét Eins og frægt er orðið þá eru Íslendingar komnir í næstu umferð forkeppni HM og gerði sigurinn á móti Hollandi að verkum að þeir fara með haug af stigum með sér á næsta stig. Ein umferð er eftir í undankeppninni og ræðst það í dag hvernig forkeppnin lítur út. Íslendingar eru á leiðinni í riðil með Spánverjum, Georgíumönnum og Úkraínumönnum en báðir þessir riðlar, G-riðill og H-riðill, eru ráðnir þó það eigi eftir að leik fjóra leiki samtals í báðum riðlum. Sömu sögu er að segja af A - riðli, B - riðli og E - riðli. Því hafa nú þegar 19 lið tryggt sér sæti í næstu umferð en átta lið munu berjast um síðustu fimm sætin í leikjum sem fara fram í dag, á morgun og í næstu viku. Í C - riðli eru Króatar í brasi en þeir hafa oftar en ekki staðið sig betur í körfubolta en þeir hafa unnið einn leik af fimm. Slóvenar og Finnar hafa tryggt sér farseðilinn í næstu umferð en Króatar berjast við Svía um síðasta sætið og nægir Svíum að vinna eða þá að Króatar tapi til að komast í næstu umferð. Króatar verða að vinna og treysta á að Svíþjóð tapi. Króatar taka á móti Finnum í dag og Svíar spila við Slóvena. Það er mikil spenna í D - riðli en þar hafa Þjóðverjar unnið sér inn rétt til að spila í næstu umferð og tróna á toppi riðilsins. Pólland, Ísrael og Eistland berjast um síðustu tvö sætin í næstu umferð. Pólland tryggir sæti sitt með sigri á Þjóðverjum. Ísraelar þurfa að vinnan eða að Póllandi tapi en þeir mæta Eistum en Eistum dugir einnig sigur eða tap hjá Póllandi til að komast áfram. Pólverjarnir því með sín örlög algjörlega í sínum höndum en öll liðin eru með sjö stig. Flóknust er staðan í F-riðli en þar er það öruggt að Litháar fara áfram í næstu umferð. Tékkland, Bosnía og Hersegóvína og Búlgaría berjast um síðustu sætin í næstu umferð. Tékkar og Bosníumenn eru með sjö stig og Búlgarar með sex stig og þurftu menn að rífa upp reiknivélarnar til að finna út hvernig liðin geta farið áfram. Tékkar fara áfram ef þeir vinna Litháa eða ef Búlgaría tapar fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Þá komast Tékkar áfram ef þeir tapa ef Búlgaría vinnur með 1-2 stigum eða með sex stigum eða meira. Bosnía og Hersegóvína fara áfram ef þeir vinna eða ef þeir tapa fyrir Búlgörum með fimm stigum eða minna. Þá komast þeir aftur ef þeir tapa með minna en níu stigum eða ef Tékkar vinna. Búlgaría fer áfram ef þeir vinna Bosníu og Hersegóvínu með 10 stigum eða meira. Búlgararnir komast einnig áfram ef þeir vinna með þremur stigum eða meira ef Tékkarnir tapa fyrir Litháen. Hægt er að skoða stöðuna í riðlunum, hvaða leikir eru eftir og hvernig landið liggur á vefsíðu FIBA með því að smella hér. HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira
Íslendingar eru á leiðinni í riðil með Spánverjum, Georgíumönnum og Úkraínumönnum en báðir þessir riðlar, G-riðill og H-riðill, eru ráðnir þó það eigi eftir að leik fjóra leiki samtals í báðum riðlum. Sömu sögu er að segja af A - riðli, B - riðli og E - riðli. Því hafa nú þegar 19 lið tryggt sér sæti í næstu umferð en átta lið munu berjast um síðustu fimm sætin í leikjum sem fara fram í dag, á morgun og í næstu viku. Í C - riðli eru Króatar í brasi en þeir hafa oftar en ekki staðið sig betur í körfubolta en þeir hafa unnið einn leik af fimm. Slóvenar og Finnar hafa tryggt sér farseðilinn í næstu umferð en Króatar berjast við Svía um síðasta sætið og nægir Svíum að vinna eða þá að Króatar tapi til að komast í næstu umferð. Króatar verða að vinna og treysta á að Svíþjóð tapi. Króatar taka á móti Finnum í dag og Svíar spila við Slóvena. Það er mikil spenna í D - riðli en þar hafa Þjóðverjar unnið sér inn rétt til að spila í næstu umferð og tróna á toppi riðilsins. Pólland, Ísrael og Eistland berjast um síðustu tvö sætin í næstu umferð. Pólland tryggir sæti sitt með sigri á Þjóðverjum. Ísraelar þurfa að vinnan eða að Póllandi tapi en þeir mæta Eistum en Eistum dugir einnig sigur eða tap hjá Póllandi til að komast áfram. Pólverjarnir því með sín örlög algjörlega í sínum höndum en öll liðin eru með sjö stig. Flóknust er staðan í F-riðli en þar er það öruggt að Litháar fara áfram í næstu umferð. Tékkland, Bosnía og Hersegóvína og Búlgaría berjast um síðustu sætin í næstu umferð. Tékkar og Bosníumenn eru með sjö stig og Búlgarar með sex stig og þurftu menn að rífa upp reiknivélarnar til að finna út hvernig liðin geta farið áfram. Tékkar fara áfram ef þeir vinna Litháa eða ef Búlgaría tapar fyrir Bosníu og Hersegóvínu. Þá komast Tékkar áfram ef þeir tapa ef Búlgaría vinnur með 1-2 stigum eða með sex stigum eða meira. Bosnía og Hersegóvína fara áfram ef þeir vinna eða ef þeir tapa fyrir Búlgörum með fimm stigum eða minna. Þá komast þeir aftur ef þeir tapa með minna en níu stigum eða ef Tékkar vinna. Búlgaría fer áfram ef þeir vinna Bosníu og Hersegóvínu með 10 stigum eða meira. Búlgararnir komast einnig áfram ef þeir vinna með þremur stigum eða meira ef Tékkarnir tapa fyrir Litháen. Hægt er að skoða stöðuna í riðlunum, hvaða leikir eru eftir og hvernig landið liggur á vefsíðu FIBA með því að smella hér.
HM 2023 í körfubolta Landslið karla í körfubolta Mest lesið Ten Hag segir leikmenn í dag of viðkvæma Enski boltinn Orri og félagar þurfa að koma til baka á Santiago Bernabéu Fótbolti Komnir með þrettán stiga forskot Enski boltinn Elísabet byrjar á tveimur töpum Fótbolti „Okkur langar virkilega að vinna titla hérna“ Sport Sektins hans Messi er leyndarmál Fótbolti Ólympíufari dæmdur í 21 árs fangelsi fyrir barnaníð Sport Uppgjörið: Fram - Afturelding 36-33 | Fram í bikarúrslit eftir framlengingu Handbolti Orri með fjögur gegn strákunum hans Guðmundar Handbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Fleiri fréttir „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ Sjá meira