Fótbolti

Jónatan Ingi skoraði og Valdimar lagði upp í tapi Sogndal

Árni Jóhannsson skrifar
Hörður Ingi, Valdimar Þór og Jónatan Ingi voru allir í byrjunarliði Sogndal.
Hörður Ingi, Valdimar Þór og Jónatan Ingi voru allir í byrjunarliði Sogndal. Sogndal

Sogndal fór í heimsókn til KFUM í næstefstu deild norska fótboltans í dag og tapaði. Okkar menn í liði Sogndal, Jónatan Ingi Jónsson, Hörður Ingi Gunnarsson og Valdimar Ingimundarson, stóðu sig vel en komu ekki í veg fyrir tap.

Íslendingarnir þrír byrjuðu allir leikinn en leikurinn byrjaði ekki gæfulega fyrir Sogndal. KFUM komst yfir strax á þriðju mínútu og voru komnir þremur mörkum yfir þegar 28 mínútur voru liðnar af leiknum og voru drengirnir í Sogndal rotaðir strax í upphafi leiks.

Á 40. mínútu komust gestirnir á blað þegar Valdimar Ingimundarson lagði upp mark fyrir Andreas van der Spa. Staðan 3-1 í hálfleik og Sogndalingar þurftu á kraftaverki að halda.

Jónatan Ingi gaf sínum mönnum von með því að skora mark og minnka muninn á 61. mínútu en allt kom fyrir ekki og KFUM sigldi stigunum heim. Jónatan Ingi er núna í 10. sæti yfir menn með samtals mörk og stoðsendingar en hann er kominn með fjögur mörk og tvær stoðsendingar í deildinni.

Valdimar var skipt útaf á 86. mínútu en Hörður og Jónatan spiluðu allan leikinn. Eftir leikinn er Sogndal í sjötta sæti með 20 stig en KFUM stökk yfir þá í það fimmta með 21 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×