Sara um vonbrigðin að missa af heimsleikunum: Einu mistökin er að reyna ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júlí 2022 08:31 Sara Sigmundsdóttir var langt frá því að komast í gegnum Last-Chance Qualifier mótið og verður því ekki með á heimsleikunum í ár. Instagram/@sarasigmunds Sara Sigmundsdóttir verður ekki með á heimsleikunum í CrossFit í ár. Hún náði bara tólfta sætinu í Last-Chance Qualifier mótinu þar sem tvö efstu sætin tryggðu farseðil á heimsleikana. Sara náði öðru sætinu í einni af fjórum greinunum en í hinum þremur var hún í tíunda sæti eða neðar. Það þýddi að hún endaði með 237 stig og var heilum 103 stigum frá því að tryggja sig inn á heimsleikana. Sara missti af öllu síðasta tímabil vegna krossbandsslits en kom til baka í ár. Hún er ekkert búinn að gefa upp vonina þrátt fyrir mikið mótlæti að undanförnu. Með sérstaka þulu Sara gerði upp Last-Chance Qualifier mótið og vonbrigðin í færslu á samfélagsmiðlum sínum. „Einu mistökin er að reyna ekki,“ byrjaði Sara Sigmundsdóttir pistil sinn á Instagram reikningi sínum. „Þetta hefur þulan mín þegar ég hef efast um getu mína og viljað hætta vegna hræðslu, pressu eða neikvæða hugsana sem poppa upp í huga minn. Ég set mér alltaf krefjandi markmið og að þessu sinni náði ég þeim ekki. Það er í fínu lagi,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég hef verið í keppni við tímann við að byggja mig upp á ný og við að undirbúa mig til keppa á því getustigi ég verð að vera á. Ég er bara ekki kominn þangað aftur,“ skrifaði Sara. Átta mig á því hversu heppin er „Á meðan þessu tímabili hefur staðið þá hef ég ítrekað gleymt að huga um hversu langt ég var komin af því að ég var heltekin af draumnum sem ég var að elta. Núna eftir að tímabilið mitt er búið þá átta ég mig enn frekar á því hversu heppin ég er,“ skrifaði Sara. „Ég er svo heppin að vera með lið sem trúir á mig, gefur mér rétta sjónarhornið og minnir mig á hver ég sé og hvað ég get. Ég hef fólk í mínu horni sem rífur mig upp þegar ég er langt niðri og pressa líka á mig ég þarf á á því að halda,“ skrifaði Sara. Einbeitt og þolinmóð Sara sér ekki eftir að hafa flutt sig yfir til Georgíu fylkis í Bandaríkjunum og þakkar aðstoðarfólki sínu í Alpharetta. „Ég fann fyrir sterkum tengslum frá fyrsta degi og ég veit að ef ég held áfram á þessari braut, verð einbeitt og þolinmóð, þá mun ég komast þangað sem ég vil komast,“ skrifaði Sara. „Ég mun taka nokkra daga í frí. Hvíla mig og jafna mig. Síðan er það bara fulla ferð áfram. Sjáumst fljótlega,“ skrifaði Sara. Hún skrifaði pistilinn á ensku og hann má sjá hér fyrir ofan. CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Sjá meira
Sara náði öðru sætinu í einni af fjórum greinunum en í hinum þremur var hún í tíunda sæti eða neðar. Það þýddi að hún endaði með 237 stig og var heilum 103 stigum frá því að tryggja sig inn á heimsleikana. Sara missti af öllu síðasta tímabil vegna krossbandsslits en kom til baka í ár. Hún er ekkert búinn að gefa upp vonina þrátt fyrir mikið mótlæti að undanförnu. Með sérstaka þulu Sara gerði upp Last-Chance Qualifier mótið og vonbrigðin í færslu á samfélagsmiðlum sínum. „Einu mistökin er að reyna ekki,“ byrjaði Sara Sigmundsdóttir pistil sinn á Instagram reikningi sínum. „Þetta hefur þulan mín þegar ég hef efast um getu mína og viljað hætta vegna hræðslu, pressu eða neikvæða hugsana sem poppa upp í huga minn. Ég set mér alltaf krefjandi markmið og að þessu sinni náði ég þeim ekki. Það er í fínu lagi,“ skrifaði Sara. View this post on Instagram A post shared by Sara Sigmundsdo ttir (@sarasigmunds) „Ég hef verið í keppni við tímann við að byggja mig upp á ný og við að undirbúa mig til keppa á því getustigi ég verð að vera á. Ég er bara ekki kominn þangað aftur,“ skrifaði Sara. Átta mig á því hversu heppin er „Á meðan þessu tímabili hefur staðið þá hef ég ítrekað gleymt að huga um hversu langt ég var komin af því að ég var heltekin af draumnum sem ég var að elta. Núna eftir að tímabilið mitt er búið þá átta ég mig enn frekar á því hversu heppin ég er,“ skrifaði Sara. „Ég er svo heppin að vera með lið sem trúir á mig, gefur mér rétta sjónarhornið og minnir mig á hver ég sé og hvað ég get. Ég hef fólk í mínu horni sem rífur mig upp þegar ég er langt niðri og pressa líka á mig ég þarf á á því að halda,“ skrifaði Sara. Einbeitt og þolinmóð Sara sér ekki eftir að hafa flutt sig yfir til Georgíu fylkis í Bandaríkjunum og þakkar aðstoðarfólki sínu í Alpharetta. „Ég fann fyrir sterkum tengslum frá fyrsta degi og ég veit að ef ég held áfram á þessari braut, verð einbeitt og þolinmóð, þá mun ég komast þangað sem ég vil komast,“ skrifaði Sara. „Ég mun taka nokkra daga í frí. Hvíla mig og jafna mig. Síðan er það bara fulla ferð áfram. Sjáumst fljótlega,“ skrifaði Sara. Hún skrifaði pistilinn á ensku og hann má sjá hér fyrir ofan.
CrossFit Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Íslenski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fótbolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Fleiri fréttir Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Í beinni: ÍA - Breiðablik | Tími Skagamanna að renna út Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Fékk tveggja vikna bann og sekt fyrir að hrinda starfsmanni lyfjaeftirlits Dagleg mótmæli trufla Spánarhjólreiðarnar Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Vann Ólympíusilfur en ætlar núna að keppa á Steraleikunum Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Yankees heiðruðu Charlie Kirk Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Ómar Ingi fór áfram hamförum Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Sjá meira