Braut reglurnar með því að vera í Jordan skóm: Geri bara það sem mér sýnist Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 5. júlí 2022 12:30 Nick Kyrgios er afar duglegur að koma sér í vandræði. AP/Kirsty Wigglesworth Tenniskappinn Nick Kyrgios er oftar en ekki í fréttum vegna hegðunar sinnar en ekki vegna góðrar spilamennsku. Meira segja á dögum þar sem hann hegðar sér vel þá er hann líka með uppsteyt. Kyrgios er 27 ára Ástrali sem hefur tryggt sér viðurnefnið slæmi strákurinn í tennisheiminum með öfgafullri framkomu sinni síðustu árin. Hann er líka mjög góður í tennist þótt skapið sé að koma honum í vandræði. Kyrgios hefur unnið fjóra leiki á Wimbledon mótinu og er kominn alla leið í átta manna úrslit eftir sigur á Bandaríkjamanninum Brandon Nakashima í sextán manna úrslitunum. Hann hefur hins vegar tvisvar verið sektaður á mótinu fyrir slæma hegðun og er væntanlega að fá eina sektina í viðbót. 'I m not above the rules ... I just like wearing my Jordans': Quarter-finalist Kyrgios vows never to forget critics https://t.co/EmnfTNdso6 pic.twitter.com/MppR3UtRb3— The Sydney Morning Herald (@smh) July 4, 2022 Kyrgios einbeitti sér vissulega að tennisnum í sigrinum á Nakashima en nú var það klæðaburður hans sem skapaði vandræði. Það má nefnilega aðeins klæðast hvítu þegar þú keppir á Wimbledon risamótinu í tennis. Kyrgios spilaði leikinn í hvítu en strax eftir hann þá skipti kappinn yfir í rauða Michael Jordan skó. Hann var líka með rauða derhúfu þegar hann mætti til leiks. Blaðamenn spurðu Kyrgios eftir leikinn hvort að hann hefði viljandi brotið reglurnar. „Ég geri bara það sem mér sýnist,“ svaraði Nick Kyrgios en dró síðan aðeins í land. „Ég er ekki yfir reglurnar hafinn. Ég vil bara vera í Jordan skónum mínum. Þetta er í fínu lagi. Ég skal mæta í hvítu skónum á morgun,“ svaraði Kyrgios. "Any publicity is good publicity, right?"Nick Kyrgios was not taking the bait when asked about his attire at #Wimbledon. #BBCTennis pic.twitter.com/3YSeY0zIAr— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2022 Tennis Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira
Kyrgios er 27 ára Ástrali sem hefur tryggt sér viðurnefnið slæmi strákurinn í tennisheiminum með öfgafullri framkomu sinni síðustu árin. Hann er líka mjög góður í tennist þótt skapið sé að koma honum í vandræði. Kyrgios hefur unnið fjóra leiki á Wimbledon mótinu og er kominn alla leið í átta manna úrslit eftir sigur á Bandaríkjamanninum Brandon Nakashima í sextán manna úrslitunum. Hann hefur hins vegar tvisvar verið sektaður á mótinu fyrir slæma hegðun og er væntanlega að fá eina sektina í viðbót. 'I m not above the rules ... I just like wearing my Jordans': Quarter-finalist Kyrgios vows never to forget critics https://t.co/EmnfTNdso6 pic.twitter.com/MppR3UtRb3— The Sydney Morning Herald (@smh) July 4, 2022 Kyrgios einbeitti sér vissulega að tennisnum í sigrinum á Nakashima en nú var það klæðaburður hans sem skapaði vandræði. Það má nefnilega aðeins klæðast hvítu þegar þú keppir á Wimbledon risamótinu í tennis. Kyrgios spilaði leikinn í hvítu en strax eftir hann þá skipti kappinn yfir í rauða Michael Jordan skó. Hann var líka með rauða derhúfu þegar hann mætti til leiks. Blaðamenn spurðu Kyrgios eftir leikinn hvort að hann hefði viljandi brotið reglurnar. „Ég geri bara það sem mér sýnist,“ svaraði Nick Kyrgios en dró síðan aðeins í land. „Ég er ekki yfir reglurnar hafinn. Ég vil bara vera í Jordan skónum mínum. Þetta er í fínu lagi. Ég skal mæta í hvítu skónum á morgun,“ svaraði Kyrgios. "Any publicity is good publicity, right?"Nick Kyrgios was not taking the bait when asked about his attire at #Wimbledon. #BBCTennis pic.twitter.com/3YSeY0zIAr— BBC Sport (@BBCSport) July 4, 2022
Tennis Mest lesið Stefán Teitur og félagar eiga raunhæfa möguleika á að komast áfram Fótbolti Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Fótbolti Hvað verður um Antonio Brown? Sport Leiktímarnir í milliriðlinum klárir Handbolti Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Sport Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Fótbolti Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Munaði bara 0,005 sekúndum á gulli og silfri Sport Ýmir Örn: Markmiðið að komast í Ólympíuumspilið Handbolti „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Körfubolti Fleiri fréttir Sjáðu allar bestu vörslur umferðarinnar Paquetá kallar eftir stuðningi frá enska knattspyrnusambandinu Leiktímarnir í milliriðlinum klárir „Tapaðir boltar kostuðu okkur leikinn“ Leik Ajax og Groningen aflýst vegna óhóflegrar flugeldanotkunar Ágúst Eðvald heim í Þór Skýrsla Ágústs: Góðir möguleikar í milliriðlinum Ítalir hleyptu D-riðlinum upp í loft Viking norskur meistari í fyrsta sinn síðan 1991 Verstappen stal sigrinum og allt galopið fyrir lokakeppnina „Eiga eftir að hjálpa okkur helling og skila okkur miklu“ „Það kom aldrei neitt annað til greina“ „Alltaf gaman að fara upp og negla“ Mæta Færeyjum í milliriðli Sjáðu fíflaganginn hjá Paquetá: Fékk tvö gul með 54 sekúndna millibili Enn einn sigur Villa og Mávarnir á flugi Sanngjarnt jafntefli niðurstaðan Uppgjörið: Ísland - Bretland 84-90 | Þungt tap í Höllinni Fyrsta deildarmark Isaks kom í langþráðum sigri Uppgjörið: Ísland - Úrúgvæ 33-19 | Stórsigur og Íslendingar í milliriðil „Mikilvægi Zirkzee fólst ekki bara í markinu“ Endurkomusigur United á Selhurst Park Sami hópur og síðast Spilar þrátt fyrir að vera í krabbameinsmeðferð: „Sé fyrir endann á þessu“ „Aðeins öðruvísi handbolti“ Sjáðu skallamark Andra Lucasar gegn Wrexham Stelpunum okkar fjölgar fyrir leik dagsins Kolbeinn enn ósigraður eftir að hafa rotað Martinez Segir að Dorgu sé að farast úr stressi í hvert sinn sem hann fær boltann Halli Egils og Alexander í úrslit: „Skal árita sokkinn minn á eftir“ Sjá meira