Fótbolti

Landsliðstreyjan loksins mætt til landsins

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Glódís Perla Viggósdóttir klæðist landsliðstreyjunni sem hingað til hefur verið ófáanleg á Íslandi.
Glódís Perla Viggósdóttir klæðist landsliðstreyjunni sem hingað til hefur verið ófáanleg á Íslandi. Instagram/@glodisperla

Landsliðstreyja íslenska landsliðsins í knattspyrnu er loksins mætt til landsins, aðeins nokkrum klukkustundum áður en EM kvenna í knattspyrnu hefst.

Flautað verður til leiks á EM kvenna í knattspyrnu klukkan 19:00 í kvöld þegar gestgjafar Englendinga taka á móti Austurríki á Old Trafford í Manchester. Fyrsti leikur íslenska liðsins er svo gegn Belgíu næstkomandi sunnudag.

Vegna framleiðsluerfiðleika erlendis hefur gengið hægt og illa að fá treyju íslenska landsliðsins í verslanir hér á landi, en hún er nú loksins mætt á svæðið. Í tilkynningu frá KSÍ á Twitter-síðu sambandsins kemur fram að hægt sé að nálgast treyjuna í Jóa Útherja og að á næstu dögum verði hún einnig fáanleg í Útilíf, Sport24 og á fyririsland.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×