Þessi 26 ára varnarmaður kemur til liðsins frá þýska félaginu Mainz þar sem hann hefur leikið síðastliðin fjögur ár. Hann hóf feril sinn hjá franska B-deildarliðinu Valenciennes, en flutti sig svo þaðan til Metz æaður en hann gekk í raðir Mainz.
Nýliðarnir greiða tæpar 13 milljónir punda fyrir leikmanninn, en þar af eru rúmar fjórar milljónir í árangurstengdar bónusgreiðslur.
Welcome to Nottingham Forest, Moussa Niakhaté. ❤️
— Nottingham Forest FC (@NFFC) July 6, 2022
🌳🔴 #NFFC | #PL
Niakhate er fjórði leikmaðurinn sem Nottingham Forest fær til liðs við sig, en áður hafði félagið keypt framherjann Taiwo Awoniyi og varnarmanninn Giulian Biancona, ásamt því að fá markvörðinn Dena Henderson á láni frá Manchester United.