Fyrsta nautahlaup San Fermín hátíðarinnar í þrjú ár Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 7. júlí 2022 14:30 Frá nautahlaupinu í Pamplona í morgun. Burak Akbulut/GettyImages San Fermín hátíðin í Pamplóna á Spáni hófst í morgun með hinu víðfræga nautahlaupi um götur borgarinnar. Þetta er í fyrsta sinn í 3 ár sem hátíðin fer fram vegna Covid-farsóttarinnar. Talið er að um milljón manns sæki hátíðina í ár. Það ríkti gríðarleg eftirvænting og gleði klukkan 8 í morgun þegar nautunum 12 var hleypt af stað niður götur borgarinnar niður að nautahringnum í miðborg Pamplóna. Þetta er ekki löng leið, rétt 850 metrar og hlaupið tók nákvæmlega 2 mínútur og 35 sekúndur. Á undan nautunum hlaupa þúsundir hátíðargesta og svona hefst hver dagur á hinni 8 daga San Fermín hátíð, sem er án nokkurs vafa frægasta borgarhátíð Spánar. Öll hlaupin 8 eru sýnd í beinni útsendingu í spænska ríkissjónvarpinu og það eru hvorki fleiri né færri en 30 myndavélar sjónvarpsins sem dekka hlaupið. Hér er hægt að horfa á hlaupið í morgun. Hátíðin gefur miklar tekjur af sér Íbúar Pamplóna eru að öllu jöfnu um 200.000, en í vikunni sem San Fermín hátíðin er haldin, fer íbúafjöldinn vel yfir milljón. Hátíðin er því mikil efnahagsleg innspýting fyrir samfélagið, að öllu leyti. Bara til að nefna tvö dæmi, verð á hótelgistingu er um það bil sex sinnum hærra vikuna sem hátíðin stendur, og nóttin á góðu hóteli losar hæglega andvirði 200.000 króna. Þá leigja íbúðaeigendur við þær götur þar sem nautin hlaupa um á morgnana, út stæði á svölunum sínum. Eðlilegt verð fyrir slíkt stæði er um 140 evrur, andvirði um 20.000 króna. Slíkar svalir taka oft um 4 menn og því getur íbúðaeigandinn hagnast um rúmlega 600.000 krónur á svölunum sínum þá daga sem hlaupin fara fram. Ernest Hemingway gerði hátíðina heimsfræga Upphaf hátíðarinnar má rekja til miðalda, en það var svo í raun Nóbelsskáldið Ernest Hemingway sem gerði hátíðina heimsfræga, en hún er umgjörð fyrstu skáldsögu hans, The Sun Also Rises sem kom út árið 1926. En þrátt fyrir að San Fermín hátíðin sé fyrst og fremst fræg fyrir nautahlaupin að morgni dags, þá eru þau svo miklu, miklu meira og það er fyrst og fremst þess vegna sem íbúar Pamplóna og þúsundir annarra Spánverja hlakka svo mikið til þessarar hátíðar. Alls eru rúmlega 500 atriði á dagskránni þessa 9 daga sem hátíðin stendur yfir; tónleikar, listsýningar, leiklistarsýningar, götuskemmtanir, flugeldasýningar og barna- og fjölskylduskemmtanir af öllu tagi. Í hugum Spánverja er þetta stærsta bæjar- og borgarhátíð landsins, og það mátti greina svo skýrt eftirvæntinguna í titrandi röddum fjölmiðlafólks sem lýsti herlegheitunum í morgun fyrir þeim sem heima sátu. Svona svipað kannski og við heyrum eftir tæpan mánuð þegar Vestmannaeyingar og aðrir landsmenn flykkjast í Herjólfsdal hrópandi í fögnuði sínum: „Loksins, loksins…“ Spánn Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Það ríkti gríðarleg eftirvænting og gleði klukkan 8 í morgun þegar nautunum 12 var hleypt af stað niður götur borgarinnar niður að nautahringnum í miðborg Pamplóna. Þetta er ekki löng leið, rétt 850 metrar og hlaupið tók nákvæmlega 2 mínútur og 35 sekúndur. Á undan nautunum hlaupa þúsundir hátíðargesta og svona hefst hver dagur á hinni 8 daga San Fermín hátíð, sem er án nokkurs vafa frægasta borgarhátíð Spánar. Öll hlaupin 8 eru sýnd í beinni útsendingu í spænska ríkissjónvarpinu og það eru hvorki fleiri né færri en 30 myndavélar sjónvarpsins sem dekka hlaupið. Hér er hægt að horfa á hlaupið í morgun. Hátíðin gefur miklar tekjur af sér Íbúar Pamplóna eru að öllu jöfnu um 200.000, en í vikunni sem San Fermín hátíðin er haldin, fer íbúafjöldinn vel yfir milljón. Hátíðin er því mikil efnahagsleg innspýting fyrir samfélagið, að öllu leyti. Bara til að nefna tvö dæmi, verð á hótelgistingu er um það bil sex sinnum hærra vikuna sem hátíðin stendur, og nóttin á góðu hóteli losar hæglega andvirði 200.000 króna. Þá leigja íbúðaeigendur við þær götur þar sem nautin hlaupa um á morgnana, út stæði á svölunum sínum. Eðlilegt verð fyrir slíkt stæði er um 140 evrur, andvirði um 20.000 króna. Slíkar svalir taka oft um 4 menn og því getur íbúðaeigandinn hagnast um rúmlega 600.000 krónur á svölunum sínum þá daga sem hlaupin fara fram. Ernest Hemingway gerði hátíðina heimsfræga Upphaf hátíðarinnar má rekja til miðalda, en það var svo í raun Nóbelsskáldið Ernest Hemingway sem gerði hátíðina heimsfræga, en hún er umgjörð fyrstu skáldsögu hans, The Sun Also Rises sem kom út árið 1926. En þrátt fyrir að San Fermín hátíðin sé fyrst og fremst fræg fyrir nautahlaupin að morgni dags, þá eru þau svo miklu, miklu meira og það er fyrst og fremst þess vegna sem íbúar Pamplóna og þúsundir annarra Spánverja hlakka svo mikið til þessarar hátíðar. Alls eru rúmlega 500 atriði á dagskránni þessa 9 daga sem hátíðin stendur yfir; tónleikar, listsýningar, leiklistarsýningar, götuskemmtanir, flugeldasýningar og barna- og fjölskylduskemmtanir af öllu tagi. Í hugum Spánverja er þetta stærsta bæjar- og borgarhátíð landsins, og það mátti greina svo skýrt eftirvæntinguna í titrandi röddum fjölmiðlafólks sem lýsti herlegheitunum í morgun fyrir þeim sem heima sátu. Svona svipað kannski og við heyrum eftir tæpan mánuð þegar Vestmannaeyingar og aðrir landsmenn flykkjast í Herjólfsdal hrópandi í fögnuði sínum: „Loksins, loksins…“
Spánn Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Innlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira