Svava Kristín Grétarsdóttir verður með þáttinn EM í dag á Vísi alla Evrópukeppnina og það var vel við hæfi að hún opnaði þáttinn með því að kanna stemmninguna fyrir utan Old Trafford.
Uppselt var á leikinn og það sýnir mikið um áhugann á enska landsliðinu og á þessu Evrópumóti í Englandi.
Englendingar eru sem betur fer ekki bara að hugsa um Boris sinn Johnson þessa dagana þótt að mikið gangi á hjá fráfarandi forsætisráðherra.
Íslensku stelpurnar verða auðvitað í aðalhlutverki í þættinum hjá Svövu á meðan mótinu stendur en í þeim fyrsta fá stuðningsmenn Englands og Austurríki að eiga sviðið.
England vann leikinn á endanum 1-0 en hér fyrir neðan má sjá hvernig stemmningin var meðal stuðningsmanna liðanna fyrir utan leikvanginn rétt fyrir leik.