Leggur til að einkaþotur hætti að fljúga um Reykjavíkurflugvöll Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2022 11:29 Líf Magneudóttir, borgarfulltrúi Vinstri grænna. Vísir/Egill Borgarfulltrúi Vinstri grænna vill að einkaþotur hætti að fljúga um Reykjavíkurflugvöll og lagði fram tillögu þess efnis í borgarráði í gær. Hún telur að tillagan fái ágætan hljómgrunn innan borgarstjórnar og er einnig bjartsýn á afstöðu samgönguyfirvalda. Tillaga Vinstri grænna felst í því að borgarstjóra verði falið að semja við samgönguyfirvöld um að beina umferð á einkaþotum og þyrluflugi annað en um Reykjavíkurflugvöll, Keflavíkurflugvöll til dæmis. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þetta myndu hafa margs konar jákvæð áhrif á borgina. „Ekki síst umhverfisleg en líka bara, þetta er til mikils ama fyrir íbúa miðborgarinnar og í nágrenni við flugvöllinn, sem búa þar. Og líka vegna öryggis. Með auknu flugi um Reykjavíkurflugvöll eykst óöryggi, að það verði slys og fleira,“ segir Líf. Tillögunni var frestað og hún því ekki rædd í borgarráði. En Líf bendir á að þessi mál hafi oft verið rætt á vettvangi borgaryfirvalda. „Og ég veit alveg að það eru margir borgarfulltrúar sem myndu vilja sjá þetta raungerast. Þannig að ég er alveg vongóð um að við... að minnsta kosti töpum við ekkert á því að tala við samgönguyfirvöld um breytingar á flugi til Reykjavíkurflugvallar.“ Þá segist Líf bjartsýn á að téð samgönguyfirvöld íhugi tillöguna af alvöru og vísar til þess að á sínum tíma hafi náðst samkomulag milli borgarstjóra og innanríkisráðherra um að banna umferð herflugvéla um völlinn. Hún bendir einnig á að samkomulag um flutning Reykjavíkurflugvallar liggi fyrir og þetta gæti verið skref í þá átt. „En tillagan „per se“ snýst ekki um það að við séum að kveðja flugvöllinn heldur snýst hún um að draga úr óþægindum íbúa Reykjavíkurborgar, sem verða af þessum einkaþotum og þyrluflugi,“ segir Líf. Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Reykjavík Vinstri græn Borgarstjórn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira
Tillaga Vinstri grænna felst í því að borgarstjóra verði falið að semja við samgönguyfirvöld um að beina umferð á einkaþotum og þyrluflugi annað en um Reykjavíkurflugvöll, Keflavíkurflugvöll til dæmis. Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna segir þetta myndu hafa margs konar jákvæð áhrif á borgina. „Ekki síst umhverfisleg en líka bara, þetta er til mikils ama fyrir íbúa miðborgarinnar og í nágrenni við flugvöllinn, sem búa þar. Og líka vegna öryggis. Með auknu flugi um Reykjavíkurflugvöll eykst óöryggi, að það verði slys og fleira,“ segir Líf. Tillögunni var frestað og hún því ekki rædd í borgarráði. En Líf bendir á að þessi mál hafi oft verið rætt á vettvangi borgaryfirvalda. „Og ég veit alveg að það eru margir borgarfulltrúar sem myndu vilja sjá þetta raungerast. Þannig að ég er alveg vongóð um að við... að minnsta kosti töpum við ekkert á því að tala við samgönguyfirvöld um breytingar á flugi til Reykjavíkurflugvallar.“ Þá segist Líf bjartsýn á að téð samgönguyfirvöld íhugi tillöguna af alvöru og vísar til þess að á sínum tíma hafi náðst samkomulag milli borgarstjóra og innanríkisráðherra um að banna umferð herflugvéla um völlinn. Hún bendir einnig á að samkomulag um flutning Reykjavíkurflugvallar liggi fyrir og þetta gæti verið skref í þá átt. „En tillagan „per se“ snýst ekki um það að við séum að kveðja flugvöllinn heldur snýst hún um að draga úr óþægindum íbúa Reykjavíkurborgar, sem verða af þessum einkaþotum og þyrluflugi,“ segir Líf.
Reykjavíkurflugvöllur Samgöngur Reykjavík Vinstri græn Borgarstjórn Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Margt bendi til þess að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Sjá meira