Leik lokið: Belgía-Ísland 1-1 | Allt jafnt í Manchester Siggeir F. Ævarsson og Runólfur Trausti Þórhallsson skrifa 10. júlí 2022 17:55 Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði mark Íslands í leiknum. Vísir/Vilhelm Ísland og Belgía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á akademíuvelli Manchester City í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. Ísland komst yfir en klaufaleg vítaspyrna kom Belgíu inn í leikinn og því fór sem fór. Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti og virtust belgíska liðið ekki alveg undirbúið undir lætin sem fylgdu Tólfunni og íslensku stuðningsmannasveitinni sem var mætt til Manchester. Eftir nokkurra mínútna leik jafnaðist þetta þó aðeins út og mátti sjá að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt. Ísland fékk frábært færi til að komast yfir eftir rúmlega hálftímaleik. Boltinn fór þá í hendi varnarmanns Belgíu og eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið sjálf í skjánum á hliðarlínunni benti hún á vítapunktinn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fór á vítapunktinn en Nicky Evrard varði vítið einstaklega örugglega og hélt boltanum. Ísland var með yfirhöndina í fyrri hálfleik en tókst ekki að brjóta niður þéttan varnarmúr Belga og staðan því enn markalaus er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Ísland var þó ekki lengi að taka forystuna eftir að leikurinn var flautaður á aftur. Eftir hornspyrnu fékk Karólína Lea Vilhjálmsdóttir boltann úti vinstra megin, hún fór illa með varnarmenn Belga og sendi gullfallegan bolta á fjærsvæðið þar sem Berglind Björg stangaði hann í netið og kom Íslandi yfir. Eftir það virtist Ísland með öll tök á leiknum eða þangað til Belgía fékk vítaspyrnu á 65. mínútu. Justine Vanhaevermaet fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi, staðan því 1-1 þegar 25 mínútur voru eftir. Þó Ísland hafi ógnað undir lok leiks þá dugði það ekki til og leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Nokkuð svekkjandi niðurstaða þar sem Ísland var sterkari aðilinn framan af og fékk hættulegri færi. Nánari umfjöllun af vellinum, viðtöl, einkunnir og Twitter-frétt væntanleg. Fótbolti Landslið kvenna í fótbolta EM 2022 í Englandi
Ísland og Belgía gerðu 1-1 jafntefli er liðin mættust á akademíuvelli Manchester City í D-riðli Evrópumóts kvenna í fótbolta í dag. Ísland komst yfir en klaufaleg vítaspyrna kom Belgíu inn í leikinn og því fór sem fór. Íslenska liðið byrjaði af miklum krafti og virtust belgíska liðið ekki alveg undirbúið undir lætin sem fylgdu Tólfunni og íslensku stuðningsmannasveitinni sem var mætt til Manchester. Eftir nokkurra mínútna leik jafnaðist þetta þó aðeins út og mátti sjá að bæði lið ætluðu að selja sig dýrt. Ísland fékk frábært færi til að komast yfir eftir rúmlega hálftímaleik. Boltinn fór þá í hendi varnarmanns Belgíu og eftir að dómari leiksins skoðaði atvikið sjálf í skjánum á hliðarlínunni benti hún á vítapunktinn. Berglind Björg Þorvaldsdóttir fór á vítapunktinn en Nicky Evrard varði vítið einstaklega örugglega og hélt boltanum. Ísland var með yfirhöndina í fyrri hálfleik en tókst ekki að brjóta niður þéttan varnarmúr Belga og staðan því enn markalaus er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Ísland var þó ekki lengi að taka forystuna eftir að leikurinn var flautaður á aftur. Eftir hornspyrnu fékk Karólína Lea Vilhjálmsdóttir boltann úti vinstra megin, hún fór illa með varnarmenn Belga og sendi gullfallegan bolta á fjærsvæðið þar sem Berglind Björg stangaði hann í netið og kom Íslandi yfir. Eftir það virtist Ísland með öll tök á leiknum eða þangað til Belgía fékk vítaspyrnu á 65. mínútu. Justine Vanhaevermaet fór á punktinn og skoraði af miklu öryggi, staðan því 1-1 þegar 25 mínútur voru eftir. Þó Ísland hafi ógnað undir lok leiks þá dugði það ekki til og leiknum lauk með 1-1 jafntefli. Nokkuð svekkjandi niðurstaða þar sem Ísland var sterkari aðilinn framan af og fékk hættulegri færi. Nánari umfjöllun af vellinum, viðtöl, einkunnir og Twitter-frétt væntanleg.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti