Telur morðið geta haft áhrif á úrslit kosninga Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 8. júlí 2022 20:01 Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans og Toshiki Toma, prestur innflytjenda á Íslandi. vísir Japanska þjóðin er slegin eftir að Shinzo Abe fyrrverandi forsætisráðherra landsins var myrtur á útifundi í dag. Toshiki Toma prestur innflytjenda segir skotárásir sjaldgæfar í Japan og telur morðið geta haft áhrif á úrslit þingkosninga í landinu á sunnudag. Forsætisráðherrann fyrrverandi var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í Nara í vestur Japan í nótt þegar Yamagami skaut tvisvar á hann með haglabyssu. Fyrra skotið geigaði en það seinna hæfði Abe í bakið og féll hann samstundis til jarðar. Hann var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið en japanska ríkisútvarpið greindi frá andláti hans í morgun á íslenskum tíma. Séra Toshiki Toma er fæddur og uppalinn í Tókýó en hefur búið á Íslandi í áratugi. Hann segir skotárásina mikið áfall fyrir japönsku þjóðina. „Skotárásir eru ekki algengar í Japan þannig að þetta var mjög óvænt.“ Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna Yamagami skaut Abe en að sögn Sky News sagði hann við lögreglu að hann hafi verið ósáttur með forsætisráðherrann fyrrverandi og vildi hann feigann. Hann hefur nú játað að hafa banað Abe. Yamagami er fyrrverandi sjóliði hjá strandgæslu Japans. Hann notaði heimagerða haglabyssu í árásinni en ríkisútvarp Japans hefur greint frá því að mögulegt sprengiefni hafi fundist heima hjá honum. Forsætisráðherra Japans átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ávarpaði fjölmiðla í dag. Hann sagðist orðlaus yfir voðaverkinu og heitir því að lýðveldið muni aldrei láta undan ofbeldi. „Ég hef engin orð. Ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur,“ sagði Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans. Séra Toshiki Toma.bjarni einarsson Kosningabarátta er í fullum gangi í Japan en íbúar ganga að kjörkössunum á sunnudaginn. Forsætisráðherrann sagði að þær muni fara fram samkvæmd áætlun. Toshiki segist sannfærður um að skotárásin hafi áhrif á niðurstöðu kosninganna. „Þeir eru í miðjum kosningum núna. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á kosninganiðurstöðu held ég.“ Japan Morðið á Shinzo Abe Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira
Forsætisráðherrann fyrrverandi var að flytja stuðningsræðu fyrir frambjóðanda í Nara í vestur Japan í nótt þegar Yamagami skaut tvisvar á hann með haglabyssu. Fyrra skotið geigaði en það seinna hæfði Abe í bakið og féll hann samstundis til jarðar. Hann var fluttur á sjúkrahús í kjölfarið en japanska ríkisútvarpið greindi frá andláti hans í morgun á íslenskum tíma. Séra Toshiki Toma er fæddur og uppalinn í Tókýó en hefur búið á Íslandi í áratugi. Hann segir skotárásina mikið áfall fyrir japönsku þjóðina. „Skotárásir eru ekki algengar í Japan þannig að þetta var mjög óvænt.“ Ekki er vitað nákvæmlega hvers vegna Yamagami skaut Abe en að sögn Sky News sagði hann við lögreglu að hann hafi verið ósáttur með forsætisráðherrann fyrrverandi og vildi hann feigann. Hann hefur nú játað að hafa banað Abe. Yamagami er fyrrverandi sjóliði hjá strandgæslu Japans. Hann notaði heimagerða haglabyssu í árásinni en ríkisútvarp Japans hefur greint frá því að mögulegt sprengiefni hafi fundist heima hjá honum. Forsætisráðherra Japans átti erfitt með að halda aftur af tárunum þegar hann ávarpaði fjölmiðla í dag. Hann sagðist orðlaus yfir voðaverkinu og heitir því að lýðveldið muni aldrei láta undan ofbeldi. „Ég hef engin orð. Ég sendi mínar dýpstu samúðarkveðjur,“ sagði Fumio Kishida, forsætisráðherra Japans. Séra Toshiki Toma.bjarni einarsson Kosningabarátta er í fullum gangi í Japan en íbúar ganga að kjörkössunum á sunnudaginn. Forsætisráðherrann sagði að þær muni fara fram samkvæmd áætlun. Toshiki segist sannfærður um að skotárásin hafi áhrif á niðurstöðu kosninganna. „Þeir eru í miðjum kosningum núna. Þetta mun hafa gríðarleg áhrif á kosninganiðurstöðu held ég.“
Japan Morðið á Shinzo Abe Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Sjá meira