Guðrún getur ekki mikið kvartað yfir síðasta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. júlí 2022 14:00 Guðrún Arnardóttir á æfingu með íslenska landsliðinu á æfingasvæði Crewe Alexandra. Vísir/Vilhelm Guðrún Arnardóttir er ekki bara í mikilvægu hlutverki hjá íslenska landsliðinu því hún er einnig í lykilhlutverki hjá besta liði Svíþjóðar. Guðrún vann sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins eftir að Þorsteinn Halldórsson tók við liðinu og spilar þar við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur í miðri vörninni. Það er ekki aðeins með landsliðinu sem Guðrún hefur tekið stór skref á undanförnum árum því hún skipti úr Djurgården yfir í Rosengård. Guðrún vann síðan sænska meistaratitilinn á síðasta tímabili og liðið er eins og er í efsta sæti deildarinnar. Næst á dagskránni er að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti. Vísir hitti Guðrúnu í gær þegar aðeins tveir dagar voru í fyrsta leik. „Það er mikil spenna og við hlökkum bara til. Það er kominn fiðringur í mann að byrja þetta, við erum búin að horfa á tvo fyrstu leikina í mótinu og sjá stemmninguna þar. Maður er því spenntur að fá að byrja sjálfur,“ sagði Guðrún Arnardóttir. „Þetta eru algjör forréttindi og ótrúlega skemmtilegt að fá að vera partur af þessu. Þetta er bara stemmning,“ sagði Guðrún. Það er öllum ljóst að stelpurnar njóta tímans samans. „Þetta er mjög samheldinn hópur og góð blanda af alls konar leikmönnum, alls konar karakterum og týpum. Það eru allir í þessu saman,“ sagði Guðrún. Hún sjálf er ánægð með sitt hlutskipti. „Ég er búin að fá tækifæri að spila og er mjög þakklát fyrir það. Ég reyni bara að nýta öll tækifæri sem ég fær og taka því hlutverki sem ég fær hverju sinn,“ sagði Guðrún. „Ég get ekki mikið kvartað yfir síðasta árinu. Það er búið að ganga mjög vel bæði í félagsliðnu og í landsliðinu,“ sagði Guðrún. EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira
Guðrún vann sér sæti í byrjunarliði íslenska landsliðsins eftir að Þorsteinn Halldórsson tók við liðinu og spilar þar við hlið Glódísar Perlu Viggósdóttur í miðri vörninni. Það er ekki aðeins með landsliðinu sem Guðrún hefur tekið stór skref á undanförnum árum því hún skipti úr Djurgården yfir í Rosengård. Guðrún vann síðan sænska meistaratitilinn á síðasta tímabili og liðið er eins og er í efsta sæti deildarinnar. Næst á dagskránni er að keppa á sínu fyrsta Evrópumóti. Vísir hitti Guðrúnu í gær þegar aðeins tveir dagar voru í fyrsta leik. „Það er mikil spenna og við hlökkum bara til. Það er kominn fiðringur í mann að byrja þetta, við erum búin að horfa á tvo fyrstu leikina í mótinu og sjá stemmninguna þar. Maður er því spenntur að fá að byrja sjálfur,“ sagði Guðrún Arnardóttir. „Þetta eru algjör forréttindi og ótrúlega skemmtilegt að fá að vera partur af þessu. Þetta er bara stemmning,“ sagði Guðrún. Það er öllum ljóst að stelpurnar njóta tímans samans. „Þetta er mjög samheldinn hópur og góð blanda af alls konar leikmönnum, alls konar karakterum og týpum. Það eru allir í þessu saman,“ sagði Guðrún. Hún sjálf er ánægð með sitt hlutskipti. „Ég er búin að fá tækifæri að spila og er mjög þakklát fyrir það. Ég reyni bara að nýta öll tækifæri sem ég fær og taka því hlutverki sem ég fær hverju sinn,“ sagði Guðrún. „Ég get ekki mikið kvartað yfir síðasta árinu. Það er búið að ganga mjög vel bæði í félagsliðnu og í landsliðinu,“ sagði Guðrún.
EM 2022 í Englandi Landslið kvenna í fótbolta Mest lesið Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? Íslenski boltinn „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Enski boltinn „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Körfubolti Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Formúla 1 Dagskráin í dag: Ómögulegt verkefni Breiðabliks og ensk úrvalsdeildarlið Sport Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Enski boltinn Njarðvík á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda „Bara pæling sem kom frá Caulker“ „Vorum búnir að vera miklu betri“ „Þurftum ekkert að vera að drífa okkur“ Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri Gæti enn spilað í úrvalsdeildinni eftir að hafa fallið þrívegis Markasúpur í „Íslendingaslögum“ KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Sjá meira