Trjálundinum var lokað nú á fimmtudag vegna eldana og hafa 1.600 manns yfirgefið svæðið í kring. Trén hafa verið í aukinni hættu á seinustu árum vegna aukningar í fjölda elda í kjölfar hnattrænnar hlýnunar.
Samkvæmt umfjöllun Washington post höfðu engar alvarlegar skemmdir orðið á risafurunum á laugardagsmorgun en fururnar geta orðið allt að 3.000 ára gamlar. Eldurinn hafði þá dreift sér um tæplega þrjá ferkílómetra.
Ekki er vitað hvernig eldarnir hófust en talið er að veðurfar á svæðinu muni gera störf slökkviliðsins erfiðari.
Myndband frá eldunum má sjá hér að ofan.